28.1.2013 | 16:06
Ætlið þið að segja af ykkur?
Þannig á spurningin að vera Sigmundur.
Berðu svo fram vantraust á ríkisstjórnina.
Ætlið þið að biðjast afsökunar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J þakka sér sjálfum fyrir sigurinn.þau halda í Stólana til dómsdags......
Vilhjálmur Stefánsson, 28.1.2013 kl. 16:29
„Við áttum við ofurefli að etja. Tvær öflugustu stofnanir heims beittu sér af fullum þunga gegn Íslandi" og rétt er að bæta við þetta að tveir helstu forystumenn ríkisstjórnarinnar fylktu liði með Bretum og Hollendingum gegn íslensku þjóðinni. Lán þjóðarinnar fólst hins vegar í því að á forsetastóli sat engin femínísk pissudúkka heldur alvöru forseti með kjark til að standa með þjóðinni gegn kvislingum í ríkisstjórninni og öllum heiminum ef því er að skipta. Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins hafði ekki kjark ræfillinn til að standa með þjóðinni og samþykkti IceSave samningana á alþingi. Nú er augljóst hver staðan er, Jóhanna Sigurðardóttir á ekki annan kost en að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt nú þegar og forseti að skipa starfsstjórn fram að kosningum. Minnihlutastjórn kemur ekki til greina þar sem sama rassgatið er undir öllum fjórflokknum, hvert sem litið er.
corvus corax, 28.1.2013 kl. 17:17
Já þau eru með ráðherrastól á heilanum Vilhjálmur.
Þar er ekkert annað af innanstokksmunum.
Viggó Jörgensson, 28.1.2013 kl. 17:35
Satt og rétt Krummi.
Við erum ekki búin að gleyma daðri Bjarna og Þorgerðar Katrínar við ESB.
Viggó Jörgensson, 28.1.2013 kl. 17:36
Bíddu var það ekki ríkisstjórnin sem skipulagði varnir Íslands síðasta spölinn í málinu ? Kannt þú ekki að þakka fyrir þig?
Oskar (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 18:11
Oskar : Ég hélt nú að það hefði átt að samþykkja þann samning sem Svavar Gestsson gerði á sínum tíma, en sem betur fór þá stöðvaði Ólafur þann helvítis gjörning af! Steingrímur talaði um hve góður þessi samningur væri og blablabla.... ég tel þau nú bara rétt hafa sloppið fyrir horn með að ná þessu máli svona!
ViceRoy, 28.1.2013 kl. 18:22
Varst þú að koma til meðvitundar Óskar eða varst þú erlendis?
Þegar þjóðin var búin að fella lög ríkisstjórnarinnar.
Þá þurfti ríkisstjórnin að reyna að skafa eigin skít úr buxunum.
Ég þakka henni ekkert fyrir það.
Og tek undir með ViceRoy sem ég þakka kærlega.
Viggó Jörgensson, 28.1.2013 kl. 19:12
Fyrir hvað á ríkisstjórnin að biðjast fyrirgefningar? Fyrir að sitja uppi með Icesave samninginn frá 11.10.2008?
Ljóst var allan tímann að miklar vonir voru að útistandi kröfur þrotabús Landsbankans skiluðu sér. Af þeim ástæðum var reynt að fá betri samninga.
Við hefðum getað losað okkur við Icesave martröðina fyrir 3 árum og þá notið betri viðskiptakjara og lægri vaxta. Auk þess hefði hagvöxtur orðið meiri og erlendar fjárfestingar meiri.
Þetta Icesave mál hefur dregið þann dilk á eftir sér að hag heimilanna var fórnað á altari sýndarmennsku, áróðurs og lýðskrums. Því miður verður að segja þetta eins og er.
Sannleikanum kann hver að vera sárastur. Við græddum því miður ekkert á að vísa þessu í dómstólameðferð. Akkúrat ekkert!
Kannski við sitjum uppi með dýrustu stjórnarandstöðu fyrr og síðar!
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 17:24
Þú ert alveg að verða of seinn að sjá það Guðjón, kosningar í apríl.
Ríkisstjórnin átti að hugsa um hag íslensk almennings eftir bankahrunið.
Ekkert, alls ekkert annað.
En hún kaus að fórna íslenskum almenningi fyrir feigðarförina í Evrópusambandið.
Sem eru trúarbrögð og hefur ekkert með veruleikann, skynsemi eða þekkingu að gera.
Ríkisstjórnin fórnaði þessum þúsundum manna sem fór úr landi.
Hún fórnaði þessum tugum þúsunda sem komnir eru í ævilanga fátæktargildru.
Ríkisstjórnin fórnaði bókstaflega öllu, og einnig sjálfri sér, fyrir feigðarförina í ESB.
Meirihluti íslensku þjóðarinnar hafði aldrei gefið heimid fyrir inngöngu í ESB.
Meirihluti íslensku þjóðarinnar hafði aldrei gefið heimild til að sækja þar um inngöngu.
30% kjósenda, þeir sem kusu Samfylkinguna, hafði gefið heimild sína til þeirrar farar.
En samt átti að nauðga okkur þar inn. Fullkomlega sama hvað það kostaði.
Þau ætluðu að hugsa og ákveða allt fyrir okkur rétt eins og Stalín sálugi og þeir feðgar í Norður Kóreu.
Og sért þú einfaldlega sæll með þetta Guðjón þá líði þér sem best.
Viggó Jörgensson, 31.1.2013 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.