Frábært fordæmi hjá Hæstarétti.

Það er óþolandi að þjóðfélagslegir misyndismenn geti hindrað þjóðfélagslega umræðu með hótunum um málsókn.

Og hálfu verra ef glæpamenn geta komið í veg fyrir umfjöllun um glæpi sína með hótunum um málsókn.

Og það á hendur venjulegu launafólki eins og fréttamönnum,  eða pistlahöfundum, sem ekki fela stolna sjóði í skattaskjólum.

Það er því frábært fordæmi hjá Hæstarétti að hætta að dæma misyndismönnunum miskabætur þó að eitthvað sé ónákvæmt í umfjöllun um þá.

Það sér ekki á svörtu og engar bætur eiga fást fyrir að einhver bæti þar gráu ofan á svart. 

Málskostnað á svo að fella niður í þessum tilfellum eða hreinlega á ríkissjóð í þágu málfrelsis.   


mbl.is Vill að allir geti áfrýjað til Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband