15.1.2013 | 12:57
Rekinn fyrir að fylgja stefnu Vinstri grænna.
Ekki bregst hann okkur þessi yndismaður Steingrímur J. Sigfússon.
Nú sagði þessi dýrlingur okkur í Kastljósi að Jón Bjarnason alþingismaður mætti halda skoðunum sínum.
Steingrímur gleymdi að geta þess að í VG á enginn að hafa neina skoðun nema hann sjálfur.
Og þess vegna er Jón Bjarnason rekinn úr utanríkismálanefnd Alþingis.
Af því að Jón fór eftir stefnu Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð og því sem hún lofaði kjósendum.
En stefnuskráin er ekki skoðun Steingríms heldur var hún bara upp á punkt. Það gat nú hver maður séð nema þau í VG.
Stefnan er ekki annað en alls konar fagurgali; frelsiskjaftæði um femínista og hvaðeina, til að lokka að atkvæðin.
Eini frjálsi maðurinn í Sovétríkjunum, á sinni tíð, var Stalín sjálfur.
Og eini skoðanafrjálsi maðurinn í VG er Steingrímur sjálfur. Hvað er eiginlega svona flókið Jón Bjarnason?
Og Guð komi til. Í VG er Steingrímur vissulega sá eini sem má skipta um skoðun.
Og það hefur Steingrímur gert svikalaust fyrir alla.
Á kjörtímabilinu hefur Steingrímur skipt oftar um skoðun en nærbuxur.
Sem er óheppilegt fyrir mann sem í sífellu gerir upp á bak og axlir.
En furðar sig samt á að fækki í félagsskapnum.
Jóni var boðið sæti í nefndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.1.2013 kl. 09:15 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Viggó, þetta horfir flott við hjá VG, í síðustu kosningum fengu þau um 19% helmingurinn af því voru kjósendur annara flokka sem treystu á andstöðu VG við ESB, þeir voru sviknir og kjósa að sjálfsögðu aldrei aftur VG, þá eru eftir um 10% sem er þeirra fastafylgi, VG er klofinn í herðar niður og stór hluti af þeirra föstu kjósendum eru líka sviknir segjum helmingurinn, þá er VG kominn í um það bil 5%, Glæsilegt hjá SJ. og co.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 16:48
Blessaður Kristján.
Þetta liggur einhvern veginn svona eins og þú segir. Vonandi dettur VG niður fyrir 5% og út af þingi.
Þarna er fullt af ágætu fólkii fyrir sinn hatt.
Sem hefur látið Steingrím ginna sig og fífla.
Viggó Jörgensson, 15.1.2013 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.