Við þökkum Eiríki Inga. Ætti að vera skyldunámsefni.

Algerlega mögnuð kennslustund að hlusta á Eirík Inga í Kastljósi. 

Heyra hvernig vel menntaður sjómaður hélt stórkostlegum andlegum styrk. 

Og tókst á við gífurlega lífshættu án þess að leggja árar í bát.

Nýtti menntun og þjálfun til þess að bregðast rétt við hörmulegum aðstæðum.

Svo langt sem það var á hans mannlega valdi.  

Eiríkur Ingi sýndi okkur að hægt er að lifa af aðstæður sem sýnast algerlega vonlausar. 

Þakka Eiríki Inga og fjölskyldum hans látnu skipsfélaga fyrir þessa kennslustund í að vera Íslendingur. 

Mörg okkar erum komin töluvert langt frá upprunanum og þeirri lífsbaráttu sem heldur okkur á floti. 

Og hversu máttug náttúruöflin eru í landinu okkar og í kringum það.

Þar sem ekki er alltaf óhætt að skeppa á skyrtunni milli húsa.

Réttast að þessi Kastljósþáttur yrði skyldunámsefni í skólum landsins. 

Í námsgreininni sem heitir lífsleikni. 

  


mbl.is Þakklátur fyrir að vera á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband