Vantar löggjöf um valdbeitingu fyrir allar stofnanir.

Það eru ekki bara öldrunarstofnanir sem vantar skýrari lagareglur um valdbeitingu. 

Þær vantar fyrir allar opinberar stofnanir utan refsivörslukerfisins. 

Almenn hegningalög heimila neyðarvörn inni á stofnunum eins og annars staðar.

Það er líka leyndarmál að ráðist er að starfsmönnum á hvers konar umönnunarstofnunum. 

En leiðbeiningareglur vantar um rétta útfærslu á þessum neyðarréttarúrræðum. 

Á opinberum stofnunum er það skilyrði að þeim sé beitt af kurteisi og án meiðsla.

Í almennum hegningalögum, og sóttvarnarlögum, eru einnig neyðarréttarlegar lagaheimildir.

Það er allt of langsótt að þurfa að sækja heimildir þangað til að baða fólk svo dæmi sé tekið. 

Á hinn bóginn er refsivert að svipta fólk persónufrelsi og beita það hótunum um líkamlegt ofbeldi.

Ótvírætt þarf að vera hvort að böðun á einstaklingi, án vilja hans, er lögmæt valdbeiting eða löglaust ofbeldi. 

Það sama á við um alla umönnun þeirra sem eru á stofnunum, hvort sem það er hluta úr degi eða að staðaldri.  

Og rétt væri að slíkar lagareglur ættu jafnt við óháð sjálfræði eða ástandi.   

Við slíka reglusetningu þarf einnig að gæta að andlegu ofbeldi. 

Mæla þarf fyrir um hvaða mál á að ræða, og afgreiða, með vandamönnum viðkomandi. 

Á það að vera leyfilegt að skólayfirvöld beiti nemendur refsiviðurlögum án aðkomu forráðamanna?

Þar sem oft eru margir fullorðnir starfsmenn að rannsaka, yfirheyra, ásaka og refsa einum nemanda?  

Ekki er fullorðnum einstaklingum boðið upp á slíka málsmeðferð af yfirvöldum. 

Um allt þetta vantar lagareglur. 

Því miður.  

 

 


mbl.is Valdbeiting gagnvart öldruðum tabú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband