10.12.2012 | 08:02
Eins og á okkur sjálfum.
Við Íslendingar þurfum að laga okkur að hnattrænni hlýnun og auknum skordýrafjölda.
Við viljum hafa fallega garða í kringum húsin okkar og þar er auðvitað líf og fjör.
En komi svo mikið sem ein fiskifluga inn um gluggann er heimilisfriðurinn um koll.
Með miklum skunda er lýst yfir heilögu stríði þar til kvikindið liggur á vellinum.
Með broti og bramli er bardaginn háður þar til helvítið er hætt að suða þetta.
Og er flugan flýgur upp úr brakinu er arkað eftir eitrinu í geymsluna eða búðina.
Ekkert hikað við að eitra fyrir meinvættinum jafnt sem heimilisfólkinu sem ætti heldur að forðast.
Mikið skordýraeitur veldur blóðkrabbameinum og skyldi notast sparlega þá fólk er heima á bæ.
Hollara að hafa húsflugukvikindið svo fremi sem hún er ekki að baða sig í mjólkurkönnunni eða smjörinu.
Sjálf erum við svo með hundrað sinnum fleiri gerla en líkamsfrumur og sú veisla aðallega í smáþörmunum og niður úr.
Flestir eru gerlar þessir okkur nauðsynlegir við meltinguna en mikill minnihluti eru sjúkdómsvaldandi sýklar.
Og þó höfum við alls konar gerðir af þeim líka, s. s. í augum, nefi, eyrum, munni, á tönnum, húðinni og í þörmunum.
Og á ónefndum fleiri stöðum. Við erum bara hluti af þessu lífríki sem alls staðar er í kringum okkur.
En sjáanleg skorkvikindi eru sko meinárar sem ekki má þola innandyra. Gætu komið óorði á heimilið.
Bara að enginn plaffi nú á jólatréð með haglabyssunni en þá er mitt til sölu.
Ef einhvern vantar jólakött þá fæst minn á niðursettu verði út af lítilsháttar óværu úr garðinum eða af tengdafólkinu.
Líf og fjör getur leynst í jólatrjám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2012 kl. 10:45 | Facebook
Athugasemdir
Manni hefur nú einmitt skilist að húsflugan sé með hættulegri dýrum jarðarinnar og samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðistofnunar er húsflugan eitt af fjórum hættulegustu dýrum í heiminum eftir því sem Guðmundur Óli meindýraeyðir segir.
Ekki ein hættuleg hér og í suðrænni löndum en samt stór varasöm. Sennilega mun hættulegri en alla köngulær og maríubjöllur að ónefndum geitungunum hvimleiðu.
Landfari, 10.12.2012 kl. 09:55
Veljum jólatré frekar úr Hvalfirði
Hrikalegt en að Fossá í Hvalfirði eru aðeins úrvalspöddfré. REnnið þangað og veljið tré í skógi
skogkop.net
sigmar þormar (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 10:06
Já Landfari, hún er svona fljúgandi lítil rotta.
Þess vegna á hún ekki að sitja í smjörinu eða komast í önnur matvæli.
En hún er ekki að koma utan úr opnu skólpræsi eins og frænkur hennar niður í heimi.
En hún gæti hafa gætt sér á hundaskít áður en hún flaug inn um gluggann hjá þér.
Þá kemur sér vel hvað íslenskir dýralæknar fylgjast vel með hundunum.
Og auðvitað getur húsflugan verið smitberi en skordýrafælni okkar er samt viðbrugðið.
Í þjóðfélaginu eru þeir miklu verra vandamál sem aldrei þvo sér um hendurnar.
Viggó Jörgensson, 10.12.2012 kl. 15:49
Þakka Sigmar Þormar.
En á hvaða bæ á að fara til að borga?
Viggó Jörgensson, 10.12.2012 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.