8.12.2012 | 16:58
Hér er komið mál fyrir stjórnlagaráðið.
Það getur bætt því við offituákvæðið að bannað sé að mismuna ljótu fólki.
Banna þarf svo auðvitað að mismuna þeim sem eru leiðinlegir og sköllóttir og fá því ekki að verða forsætisráðherrar.
Af hverju má t. d. leiðinlegt fólk, og ljótt, sitja á Alþingi og leiðinlegt fólk, og feitt, vera í þjóðmálaþáttum í sjónvarpinu?
En svo má ljótt fólk, og leiðinlegt, ekki stjórna Útsvari eða öðrum skemmtiþáttum um helgar.
Þar eru bara gáfaðar fegurðardísir eins og Þóra Arnórsdóttir og Brynja Þorgeirsdóttir.
Og ekki er hann Sigmar okkar leiðinlegur þó að hann sé auðvitað ljótari en þær.
Það er ekki nema sanngjarnt að nú sé komin röðin að drepleiðinlegasta fólki landsins að sjá um dagskrána.
Hún getur varla versnað mikið úr þessu.
Sótti konuna til saka vegna ljótleikans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2012 kl. 17:16 | Facebook
Athugasemdir
"Það er ekki nema sanngjarnt að nú sé komin röðin að drepleiðinlegasta fólki landsins að sjá um dagskrána" Hvað meinarðu? Það er þegar drepleiðinlegasta og ófyndnasta fólkið sem sér um skemmtiþættina í sjónvarpinu. Mér finnst nákvæmlega ekkert varið í spurningaþættina enda er skemmtanagildi þeirra núll. Sömu sögu er að segja um alla skemmtiþætti á Stöð 2 þar sem aularnir Sveppi, Auddi og/eða Pétur Jóhann koma við sögu. Gjörrrsamlega ófyndið lið, sem halda að skrípalæti og svívirðingar sé það sama og húmor.
Vandamálið er ekki það, að Íslendingar hafi ekki húmor svona prívat. Vandamálið er að ófyndnasti og ófrumlegasti hluti þjóðarinnar starfar í sjónvarpi og útvarpi (Spaugstofan er líklega undantekning). Löngu liðin er sú tíð, þegar maður upplifði virkilega fyndna skemmtikrafta á borð við Jón Múla, Flosa Ólafsson og Ómar Ragnarsson. Þeir eru nú allir horfnir af sjónarsviðinu og farnir yfir móðuna miklu.
Pétur (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 21:33
Sæll Pétur.
Ég er bara sammála þér í aðalatriðum, nema að ég sver að það er til ennþá leiðinlegra fólk en sumt af því er upptekið á Alþingi.
Nenni aldrei að horfa á Útsvar en veit að þetta þykir ágætt efni víða í fásinninu.
Óhjákvæmilegt er samt að sjá úr þættinum stundum en þá einbeiti ég mér að því að dáðst að gimbrum eins og Brynju.
Skrípalæta þeirra Sveppa og Audda hef ég leyft mér að kalla lágmenningu og er sammála þér um annars allt sem þú segir.
Persónulega er Ómar Ragnarsson ennþá hérna megin við móðuna miklu en þú segir það satt að skemmtikrafturinn er horfinn.
Viggó Jörgensson, 8.12.2012 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.