1.12.2012 | 11:45
Ásgeir Haraldsson er einn af okkar bestu mönnum.
Hann lærði barnalækningar í Hollandi og varð fljótlega fræðimaður í fremstu röð barnalækna.
Sem var ekki lítið afrek þar sem barnalæknar okkar voru þá þeir bestu á byggðu bóli.
Allra fremstir voru nýburalæknarnir sem gátu þá státað af lægstu dánartíðninni í heiminum öllum.
Menn eins og dr. Atli Dagbjartsson yfirlæknir, dósent og fræðimaður í lungnastarfssemi fyrirbura.
Við Íslendingar ættum allir að hneygja okkur fyrir barnalæknum okkar.
Vel fer því á að fræðilegum leiðtoga þeirra prófessor Ásgeiri Haraldssyni séu veitt verðlaun.
Fáir eru betur að því komnir.
Fær viðurkenningu fyrir framúrskarandi framlag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.12.2012 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.