27.11.2012 | 18:02
Kommúnistar ennþá sárir og sýna glæpamönnum samlíðan í verki.
Vopnuð bylting var á stefnuskrá Kommúnistaflokks Íslands sem tók við beinum fyrirskipunum frá Moskvu.
Til að fela tengslin var nafni flokksins seinna breytt í Sósíalistaflokkur, þá Alþýðubandalag og loks í VG.
Að sjálfsögðu var það hlutverk lögreglu Íslendinga á hlera símanna hjá þessum byltingarfélögum Sovétríkjanna.
Félögum þessum fannst þeim misboðið og eru ennþá móðgaðir og sárir yfir þeirri löggæslu.
Þó að þeir hafi aðeins ætlað að fremja, hér að eigin áliti, alveg nauðsynlega byltingu.
Þar ætluðu kommúnistar ekki að spyrja þjóðina álits frekar en ráðherrarnir nú.
Kommarnir eru að reyna að gleyma því sjálfir, en við hin munum að síðast árið 1968 ruddust Sovétríkin inn í Tékkóslóvakíu.
Og brutu þar á bak aftur tilraunir þjóðanna þar til að öðlast frelsi undan ofbeldi og oki kommúnismans.
Og þrátt fyrir að íslenskum kommúnistum tækist ekki að hrifsa hér völdin með glæpsamlegum hætti.
Þá finna þeir ennþá til með þeim glæpamönnum er þola þurfa eftirlit og símhlerun lögreglu.
Það var nú von.
Pólitík að baki takmörkun heimilda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.