22.11.2012 | 08:40
Hvað skyldi það nú standa lengi?
Sagan sýnir að Ísraelsmenn þrá frið og hafa ekki gert annað en að verjast óvinum sínum.
Þar hafa þeir þó tekið rösklega til hendinni og greinilega ekki talið veita af.
Hryðjuverkasamtökin Hamas eru hins vegar með það á stefnuskrá sinni að eyða Ísraelsríki.
Og hafa nú á seinni árum notið bandalags þess glæpalýðs sem stýrir Íran undir merkjum trúarbragða.
Upphaflega stefna forystumanna Palestínumann var að eyða bæði Ísrael og Jórdaníu.
Á öllu landssvæði þessarra ríkja átti að stofna ríki Palestínumanna. Hvort þá vantaði svo stórt land fylgdi ekki sögunni.
Ekki hefur heyrst af áformaðri eyðingu Jórdaníu á seinni tíð en það á kannski að bíða betri tíðar.
En eins og venjulega semja forystumenn Palestínumanna um frið af því að þeir áttu ekki annars úrkosti.
Svo halda þeir glæpaverkum sínum áfram eins og þeir hafa gert síðast liðin 60 ár.
Þeir vilja ekki frið og því síður þeir í Íran.
Vopnahléið hefur haldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Facebook
Athugasemdir
Það þarf að gera meira en koma á þessu vopnahléi Viggó.En eins og með alkahóíð verða menn að byrja á því að viðurkenna vandann og hafa trú á hlutunum.Ég hef verið að vitna aðeins í Norður Írland og ÍRA og þú manst kannski að það tók sinn tíma fyrir ÍRA að átta sig á hryðjuverkin voru vonlaus til árangurs og fóru aðra leið(SINN FEIN).Ástandið virtist vonlaust þar.En það er allt hægt.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 11:18
Já ég vona að þú hafir rétt fyrir þér Jósef.
Að það verði einhvern tímann hægt að semja þarna um frið.
Viggó Jörgensson, 22.11.2012 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.