Slík aftaka heitir morð án dóms og laga.

Það heitir morð og þeir sem standa í slíku eru morðóður skríll og stórglæpamenn.

Slíkan skríl er ekki hægt að kalla þjóð og yfirráðasvæði þeirra er ekki hægt að kalla ríki.

Það er ömurlegt að heyra að íslenskir alþingismenn séu að réttlæta morðárásir Hamas liða.

Þeir eru að skjóta fleiri hundruð eldflaugum á almenna borgara í Ísrael. Fólk. Venjulegt fólk.

Og þó að svör Ísraela séu ekki alltaf betri þá þykja mér þeir seinþreyttir til vandræða.

Það er ekki nema hálfsdagsverk að smíða Quassam flugskeyti úti í bílskúr og allt til þess fæst hér í verslunum.

Með sömu rökum samþykkja þingmennirnir að allt sé í lagi að skella einni slíkri flaug á landsfund VG eða Samfylkingarinnar.

Af því að einhver sé ósáttur við þau þar. Svona rétt eins og þau á Gólan og Gaza eru ósátt við Ísrael.

Hver væri munurinn ef ég mætti spyrja?

Eru almennir borgarar í Ísrael ekki venjulegt fólk eins og þau í VG eða Samfylkingunni?

Fólk sem ekki má myrða?

Hvað er það í ósköpunum sem gefur Palestínumönnum leyfi til þess að hafa síðast liðin fjörutíu ár.

Verið fyrstir og fremstir í flugránum, hryðjuverkum og morðárásum á almenna borgara í öðrum löndum?

Ef að þau í VG og Samfylkingunni geta ekki svarað þessu, þá er einhverjum óhætt að hefja smíðina.

Eða er það ekki annars?

Ég vona ekki en íslenskir alþingismenn hafa ekki umboð íslensku þjóðarinnar til að réttlæta morð eða morðárásir í öðrum löndum. 

 


mbl.is Drógu lík njósnara um götur Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Hvað hefði þú gert ef börnin þínn, kona, og aðrir fjölskyldu meðlimir væri fyrir kúlu óvina? 

Það er reynt að dæma banka menn hér á landi en þeir sleppa altaf.  Hvað margir hafa framið sjálsmorð hér vegna ástands því mörg börn foreldra lausir.   

Andrés.si, 21.11.2012 kl. 03:42

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Andrés minn,þessi stjórn er búin að eyðileggja mikið og er enn að.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2012 kl. 03:53

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú manst vonandi Andrés að við Íslendingar vorum búnir að komast að því þegar á Sturlungaöld.

Að morð og ofbeldisverk skila okkur ekki áfram að neinum markmiðum.

Og svo mættir þú kannski lesa aðeins í sögunni.

Það voru Palestínumenn, undir forystu Mohammed Yasser Abdel Rahman Abdel Raouf Arafat al-Qudwa Al-Husseini, fæddur í Kairó árið 1929.

Sem hófu ófrið við Ísrael þegar árið 1948. Og öll saga þeirra síðan er samfelld saga, lyga, svika, ofbeldisverka, morða og hryðjuverka.

Það hafa alltaf verið þeir sem hafa byrjað á ofbeldisverkunum og Ísraelar hafa verið lygilega seinþreyttir til vandræða og gefið lygilega mikið eftir.

Um tíma voru Palestínumenn einnig í stríði við Jórdaníumenn og í illdeildum við Sýrlendinga þar sem þeir orsökuðu borgarstríð.

Í það heila tekið hefur arabaheimurinn verið í mestu vandræðum með þessa bræður sína í allan þennan tíma.

Og mestu glæpamenn mannkynssögunnar eins og Gadaffi í Líbíu og Saddam í Írak tóku þá upp á sína arma.

Palestínumenn eru upphafsmenn hryðjuverka í heiminum gagnvart óbreyttum borgurum.

Þeir voru einnig upphafsmenn flugrána og að sprengja farþegaþotur í tætlur.

Þegar árið 1964 reyndu þeir að sprengja vatnsdælustöð í Ísrael.

1968 sprengdu þeir skólabíl með ísraelskum börnum, drápu tvö og slösuðu 28 börn.

Þeir ætluðu að koma Hussein frá völdum í Jórdaníu árið 1970 og rændu þá þremur farþegaþotum og sprendu þær í loft upp í Jórdaníu.

Árið 1972 eyðilögðu þeir Olypíuleikanna í Munhen í Þýskalandi þegar þeir drápu þar 11 unga íþróttamenn frá Ísrael.

Árið 1973 drápu þeir sendiherra Bandaríkjanna í Sudan og einnig næstráðanda hans.

Eftir Oslóarsamkomulagið héldu þeir áfram hryðuverkum sínum á Ísraela og drápu um 100 þeirra og særðu um 1000.

Og síðar fóru þeir í sjálfsmorðsárásir í og við strætisvagna í Tel Aviv og í verslunarmiðstöðvar í Jerúsalem og Haifa.

Þeir myrtu ferðamálaráðherra Ísraels og fleiri hundruð borgara í viðbót.

Og miklu lengri er saga allra vinanna sem voru að hjálpa þeim svo sem Sjakalans og fleiri samtaka.

Og alltaf þóttust þeir vera að reyna að semja um frið sem þeir sviku jafnóðum eða hraðar en það.

Stefna Hamas er að eyða Ísrael.

Ekkert flóknara en það.

Viggó Jörgensson, 21.11.2012 kl. 06:19

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Andrés, það var Hamas sem hóf þessa ófriðarlotu, vitandi að Ísraelsmenn myndu svara fyrir sig með mun háþróaðri vopnum. Afleiðingin er samúð fólks með mannréttindum Palestínumanna. Hamas-liðar vita að óbreyttir Palestínumenn láta lífið í svona átökum og það er einmitt tilgangurinn.

Fallegt, ekki satt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2012 kl. 09:46

5 identicon

Hvílík endemis vitleysa og rugl. Þetta mál hefur aldrei snúist um að réttlæta eða hunsa illvirki Hamas-liða. Hamas eru hryðjuverkasamtök sem gerðust ríkisstjórn fólks sem hefur verið hernumið af öðru ríki í 60 ár. Þeir hafa valdið sínu eigin fólki ásamt saklausum borgurum í Ísrael ómældum skaða og hryllingi.

HINSVEGAR, má ekki gleyma illvirkjum Ísraelsmanna, en þau eru svo sannarlega jöfn að hryllingi, ef ekki af meiri stærðargráðu. Það sést best í þessari frétt sem þú bloggar hér við, 130 Palestínumenn látnir, en 5 Ísraelsmenn. Þessi dauðsföll eru morð beggja vegna víglínunnar, að sjálfsögðu og að halda því fram að Samfylkingin og VG séu á einhverri annarri skoðun, er að spilla umræðunni með þvaðri og flokkspólitík. Þetta ástand hefur ekkert með íslenska flokkspólitík að gera og fyrir þig að nýta þér þetta ófremdarástand í þínum eigin pólitíska tilgangi er skammarlegt.

Málið er einfaldlega það að undandskildum liðnum atburðum í deilum þessara tveggja ríkja, eins og blóðugar og þær hafa verið beggja vegna landamæranna, þá eru þessar ákveðnu aðstæður í dag, algerlega að frumkvæði Ísraelsmanna. Af hverju segi ég það? Jú, það er Ísraelsstjórn sem ákveður að ráða af dögum yfirmann herafla Hamas-samtakanna og að sprengja upp eldflaugaskotsvæði inn í miðri Gaza-borg og þar með valda dauða um 30 ALMENNRA SAKLAUSRA BORGARA. Segðu mér hvernig þú túlkar þetta sem seinþreytu!

Ég meina við hverju búist þið eiginlega? Að Hamas muni ekki svara þessum svívirðilegu árásum með eldflaugaárásum, eins svívirðilegar og þær eru? Hamas eru eins og ég sagði áður hryðjuverkasamtök, byggð á öfgaþjóðernishyggju og bókstafstrú, finnst þér líklegt að slíkir menn leggist niður í grúfu ef ráðist er á þá??? Heldur þú að Ísraelsstjórn hafi ekki búist við þessum viðbrögðum? Heldur þú að þeir hafi ekki lært það eftir áralangann hernað gegn þessum samtökum að þeir geti búist við slíkum viðbrögðum? Er það þá ekki Ísrael sem stofna lífi borgara sinna í hættu með þessum aðgerðum? Ef að Samfylkingarríkisstjórn Íslendinga myndi ráða af dögum æðsta yfirmann hers nágrannríkis okkar sem væri þekkt fyrir ofbeldisfull viðbrögð myndir þú kenna ríkisstjórn okkar um möguleg dauðsföll Íslendinga eða ríkistjórn þessa ofbeldisfulla ríkis?? Auðvitað er ég ekki að undanskilja Hamas-liða frá þeirra ábyrgð, en ég er að benda þér á að þessar aðstæður krefjast mun flóknari hugsunar en bara: Ísrael gerir aldrei neitt slæmt og líf þeirra skipta miklu meira máli en brúnu arabanna!

Takk fyrir mig og afsakið langloku.

Ps: ''Eru almennir borgarar í Ísrael ekki venjulegt fólk eins og þau í VG eða Samfylkingunni?'' Eru almennir borgarar í Gaza ekki venjulegt fólk eins og í Ísrael? Af hverju fordæmir þú Hamas svona hömlulaust en þegar Ísrael gerir slíkt hið sama og jafnvel verra, þá eru þeir seinþreyttir?

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 09:53

6 Smámynd: ThoR-E

"Ísraelar hafa verið lygilega seinþreyttir til vandræða og gefið lygilega mikið eftir."

Gefið eftir? Þeir hafa nánast stolið öllu því landi sem Palestínumenn hafa haft til umráða.

Svona átti sér nú stað í stríðum vesturlanda líka. Liðhlaupar skotnir.. og landráðamenn. Þannig að ....

ThoR-E, 21.11.2012 kl. 09:53

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nákvæmlega Gunnar og svo hafa þeir ekki hikað við að ýta börnum fram fyrir skjöldu. 

Viggó Jörgensson, 21.11.2012 kl. 10:51

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

AceR.

Þetta var yfirráðasvæði Breta árið 1947 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að gyðingar fengju það til að stofna þar ríki.

Sem kom svo til framkvæmda árið 1948. 

Egyptar og Jórdanir hafa samið um frið við Ísrael. 

En Palestínumenn hafa ekki samið um frið af því að þeir vilja ekki frið.

Þeir hafa ennþá gömlu stefnuna hans Arafats að eyða Ísrael og hafa nú fengið nýja bandamenn í Íran.

Það verður líklega engin friður þarna um okkar daga.

Og alltaf mun hagur Palestínumann versna.    

Viggó Jörgensson, 21.11.2012 kl. 11:06

9 identicon

Andrés og Helga.Þetta er nú kannski ekki sami hluturinn.Ekki ætlist þið til þess að við förum að draga aumingja bankastjórana á eyrunum niður laugarveginn.En allt í lagi að banka í þá svolítið.Viggó,Hamas er ekki ríki.Þetta eru hryðjuverkasamtök líkt og ÍRA var á norður írlandi.Ekki er hægt að dæma palestínuríkið ólöglegt vegna þessara hryðjuverkahópa og ekki heldur dæma þjóðina sem slíka.Það þarf að semja um frið með einhverjum hætti eins og reyndist hægt á Írlandi á sínum tíma.Og kannski líka frið hér í bloggheimum milli öfgahópanna Ísland-palestína og Vinir Ísraels.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 11:08

10 identicon

Ég er alltaf jafn undrandi að sjá fólk skrifa í þágu Palestínumanna án þess að þekkja nokkuð um sögu Ísraels frá því að það var stofnað eftir stríð. Hefði Hamas tekið þeim samningum sem þeim var boðið í tvígang ættu þeir land á stærð við Ísrael í dag. En málið er ekki landið, heldur er málið að þeir Palestínu Arabar og aðrir í þessum heimshluta vilja ekki neitt sem heitir Ísraelsríki, ekkert sem tengist gyðingum. Svo þeir höfnuðu stærra landi eins og ég sagði áður vegna haturs á gyðingum. Í dag undir flaggi lyga og áróðurs segjast þeir vera að verja sinn litla landskika af því Ísraelar stálu öllu landinu þeirra. Viti menn Palestína var aldrei land ekki frekar en Sahara eyðimörkin. Ísrael hefur hinsvegar verið ríki á nákvæmlega þessu svæði af og til í morgþúsund ár. Jerúsalem er höfuðborg Gyðinga og hefur alltaf verið. Það sem er forvitnilegt er að þegar vísað er í Kóranin þá skildi Múhamed þetta. Í lokin, á meðan Ísraelar voru útleigð þá var og er þeirra lokaorð við hátíðarhöld "næsta ár í Jerúsalem"

Linda (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 11:21

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Josef, bæði IRA og Hamas eru hryðjuverkasamtök en þó sá regin munur að Hamas er lýðræðislega kjörin stjórn af palestínsku þjóðinni. IRA var aldrei í framboði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2012 kl. 12:25

12 identicon

Þarf að leiðrétta þig aðeins Linda.Þetta land sem nú heitir ísrael hét Judea á dögum Jesú.Gamla ísraelsríkið Var stofnað 1200 fyrir krist,klofnaði í judeu og ísrael fyrir norðan 930 eftir krist.Palestína hét ríkið á dögum nýja testamentisins,Stundum nefnt land hebrea eða fyrirheitna landið eins og það heitir reyndar í kóraninum.Kristni var lögleidd í palestínu sem ríkistrú um 300 árum eftir krist,en þegar bretar stjórnuðu ríkinu 1920-1948 var það byggt múslimum að meirihluta og gyðingum.Gyðingar kölluðu landið reyndar land ísraels.Palestína á sér þessvegna miklu lengri sögu en ísrael.Ekki er hægt að segja að jerúsalem sé höfuðborg gyðinga,því gyðingar eru að sjálfsögðu ekki ríki.Frekar Judeu.En Krisnir telja sig líka eiga eitthvað í borginni og eins múslimar.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 12:53

13 identicon

Stjórnmálaarmur ÍRA hét SINN FEIN.En Rétt að HAMAS var lýðræðislega kjörin .Veit ekki hverju það breytir.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 13:02

14 identicon

Fyrirgefðu Linda,Sagði 930 eftir krist.Átti að sjálfsögðu að vera 930 fyrir krist.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 13:10

15 identicon

Mér finnst þetta allt blaður um Ísrael að þeir séu undir hættu frá palestinu mönnum fyndinn.  130 dauðir í herkvínni en 5 í Ísrael? Voru þeir ekki að segja yfir 1000 draslraketum væri skotið áttina á sér. Það er svoldið lítið sem kemst í gegn um Iron Dome varnarkerfið.  Þeir elska landtökur og að hafta Araba. Stærra og sterkara ísrael er alltaf on the agenda.....

Rúrik (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 20:41

16 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jón Ferdínand. Þetta er bara prýðileg grein hjá þér, þar sem lýsir auðvitað þínum skoðunum.

Þú mátt ekki halda að ég sé einhver sérstakur talsmaður ofbeldisverka Ísraelsmanna.

Og mér dettur ekki í hug að Palestínumenn séu allir einhverjir glæpamenn.

En þeir hafa verið skelfilega ógæfusamir með leiðtoga og þetta var ekki góð hugmynd hjá þeim að kjósa Hamas yfir sig. Þegar ég segi að Ísraelsmenn hafi verið seinþreyttir til vandræða.

Er ég að lýsa því að þeir hefðu, og geta, hvenær sem er kramið Palestínumenn til bana eins hverjar aðrar flugur á skítahaug.

Og það sem meira er að þeir kæmust upp með það, sama hvað alþjóðasamfélagið myndi góla upp yfir sig.

Barátta Palestínumanna er gersamlega vonlaus undir þessum ofbeldisformerkjum og hefur alltaf verið.

Ég hef margsinnis fordæmt aðfarir Ísraelsmanna og kallað þær tilraun til þjóðarmorðs.

En það er bara í takt við styrkleikahlutföllin.

Ef Palestínumenn drepa einn Ísraelsmann eiga þeir von á að Ísraelsmenn drepi 10 eða 100 Palestínumenn.

Sem undirstrikar hversu gersamlega vonlaus barátta þetta er hjá Palestínumönnum, með þessum aðferðum.

Er einhver brjálaðist einhvern daginn og gæfi hernum skipun um að gjöreyða Gazasvæðinu.

Þá yrði ég ekkert sérstaklega hissa. Annað eins hefur mannskepnan tekið fyrir.

Ísrael sem er háþróað tækni- og kjarnorkuvopnaríki á ekkert á hættu og er þar að auki með BNA á bak við sig.

Palestínumenn eru að leika sér að eldinum.

Viggó Jörgensson, 21.11.2012 kl. 23:39

17 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Gunnar að útskýra þetta fyrir Jósef. 

Og ykkur báðum fyrir umræðuna.

Viggó Jörgensson, 21.11.2012 kl. 23:49

18 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og Jósef það er grundvallarmunur á. 

Úr því að Palestínumenn sjálfir kusu yfir sig glæpa- og hryðjuverkasamtök til að stjórna ríkinu.

Þá er þetta orðið glæpa- og hryðjuverkaríki sem á ekki lengur rétt á sér.

Ríki heims eiga að afturkalla viðurkenningu sína á því.

Viggó Jörgensson, 21.11.2012 kl. 23:54

19 Smámynd: el-Toro

allt þetta mas....og engin niðurstaða....sona svipað eins og þessi deila fyrir botni miðjarðarhafs...

...hvorugur aðilinn skilur hvað hinn er að segja...alveg eins og hér að ofan :)

el-Toro, 22.11.2012 kl. 00:16

20 identicon

Sæll Viggó

Þú segir hér að Palestínumenn hafi byrjað með: ".. ófrið við Ísrael þegar árið 1948. Og öll saga þeirra síðan er samfelld saga, lyga, svika, ofbeldisverka, morða og hryðjuverka..."

Ég verða að segja að ég er þér Viggó algjörlega ósammál, þar sem að hryðjuverk Ísraelsmanna byrjuðu löngu fyrir stofnun Ísraelsríkis 1946, því voru það Zíonistar sem byrjuðu þetta stríð. Hefur þú aldrei heyrt minnst á Zíonista hryðjuverka hópanna Hagana, Irgun og Ster? Hvað með hérna King David Hótel sem Zíonista sprengdu í loft upp og frægt er orðið fyrir stofnun Ísraelsríklis? Viggó það voru Zíonistar sem sprengdu upp hús Palestínumanna og kveiktu í íbúðum, húsum, stálu eignum þeirra og gerðu yfir 700 þúsund Palestínumenn að flóttamönnum (og yfir 50 þúsund af kristnum Palestínumönnum að flóttamönnum). Hverjir voru það sem byrjuðu sex daga stríði með því að ráðast á flugvelli Egypta? Svar Zíonista (Ísraelsmenn)

Það er löngu orðið ljóst að Ísraelsmenn hafa náð að drepa fleiri og einnig náð meira landsvæði undir sig? Hvaða fólk er þetta sem hefur hernumið landsvæði í Palestínumanna í Austurhluta Jerúsalem og á Vesturbakkanum og brotið allar þessar samþykktir sameinuðu þjóðanna í öll þessi ár frá 1967? Svar Zíonistar (Ísraelsmenn)

Hvernig stendur á því að Ísraelsmenn hafa ekki farið frá Vesturbakkanum og úr Austurhluta Jerúsalem eins og samþykktir Sameinuðu þjóðanna segja fyrir um? Hvernig stendur á því að Ísraelsmenn eru ekki ennþá þú búnir að skila aftur Golan hæðunum til Sýrlendinga?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 00:59

21 Smámynd: Andrés.si

Ég ætla ekki að svara hverjum og einum. Engin land í stríði er að fullu saklaus. Saga segir sitt.

Það sem grunsamlegt gerist siðustu dagar er fréttaflutningur.  Það blásir úr öllum aðal frétta miðlum heims og lika úr minni miðlum einmitt þetta með Gaza. 

Slikt gerist þegar ekki oft með svo miklu krafti. Altaf þegar það er kemur svo inanan við nokkrar víkur ágrip Amerikana.  Til dæmist má nefna Lybiu, Kosovo og þeira sjálfstæði, sprengju á torgi í Sarajevo, sem tekið var upp í kvikmyndavér,  Srebrenica sem aldrei var neitt mikið út úr morðum þar, samkvæmt sérsveitamanni CIA sem var á staðnum. Aðskilnaður N og S Suðan.  
Þetta alt for með mikið tromp og altaf hafa Amerikanar grædd á því.

Andrés.si, 22.11.2012 kl. 04:48

22 identicon

vIGGÓ þJÓÐVERJAR KUSU YFIR SIG NASISTA Á SÍNUM TÍMA.EKKI VILTU HALDA ÞVÍ FRAM AÐ ÞYSKALAND EIGI EKKI TILVÖRURÉTT VEGNA ÞESS.þAÐ ER MJÖG EÐLILEGT ÞEGAR HERÐIR AÐ FÓLKI EFNAHAGSLEGA EÐA ÞVÍ FINNST ÞAÐ VERA ÓRÉTTI BEITT AÐ ÞÁ VEX FYLGI ÖFGAHÓPA.ÞAÐ HEFUR ALLSSTAÐAR GERST Í HEIMINUM.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 09:43

23 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jósef.

Þjóðverjar sáu ekki fyrir, hvernig nazistar komu til með að hegða sér þegar þeir kusu þá til valda.

Palestínumenn kusu yfir sig hryðjuverkasamtök og þar með er mín samúð farin. 

Þar með er ég ekki að segja að Ísraelsmenn megi fremja á þeim þjóðarmorð og hef fordæmt aðferðir Ísraelsmanna.

Þegar þeir skutu á skipin sem voru að sigla með hjálpargögn til Gaza. 

Og einnig þær aðfarir Ísraelsmanna að hindra flutning á lyfjum og lífsnauðsynjum til Gaza. 

En þjóð sem kýs sér hryðjuverk og morð sem baráttuaðferð getur átt sig fyrir mér. 

Viggó Jörgensson, 22.11.2012 kl. 10:02

24 identicon

Takk fyrir svarið Viggó.

Ég er þér algerlega sammála að Hamas liðar leika sér að eldinum og með líf fólks þegar þeir skjóta sínum hrikalegu ónákvæmu og tilgangslausu eldflaugum inn í Ísrael, waking a sleeping giant og allt það. 

EN, eins og ég sagði áður, þá er þetta ákveðna ástand sem nú er í gangi algjörlega að tilstuðlan Ísraelsmanna. Það eru þeir sem skjóta fyrsta skotinu (sem drepur 30 saklausa borgara eins og fyrr var sagt) og auðvitað svara Hamas með eldflaugum, enda heimskir og ruglaðir með endemum, sem gefur Ísraelsmönnum hina fullkomnu afsökun til þess að ''sprengja Gaza aftur á miðaldir'' eins og innanríkisráðherra þeirra orðaði það. Það eru Ísraelsmenn sem eru 'looking for a fight' þetta skiptið og einmitt stuttu fyrir kosningar, merkilegt nokk.

Hinn ráðandi Lakuda flokkur með Netanayhu í fararbroddi á lítinn möguleika á endurkosningu ef friður er á svæðinu þar sem þeir byggja sína stefnu að miklu leyti á ógninni frá Gaza og áherslum á vörn Ísrael. Þess vegna eru þeir að búa til átök hérna, að æsa upp svæðið svo að Benjamin kallinn geti sagt við kjósendur sína: Þið verðið að kjósa mig aftur, við erum í stríði núna og þið þurfið á mér að halda. Sem gæti reynst rétt ef þeir væru í réttmætu stríði, þá væri eflaust best að hafa leiðtoga sem er jafn árásargjarn og öfgafullur og Netanayhu.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 10:09

25 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir sömuleiðis Jón Ferdínand.

Ég efa ekki að þetta ástand er að einhverju leyti farið að næra sig sjálft.

Skiljanlega tóku Palestínumenn því ekki fagnandi þegar SÞ ákvað að setja Ísraelsríki þarna niður. 

Og þegar árið 1947 settu þeir fram heitstrengingar um að eyða Ísraelsríki og á því roði hanga þeir enn.   

Í öllum átökum hafa andstæðingar Ísraels farið hverja sneypuförina eftir aðra. 

Þrátt fyrir að Ísraelar hafi skilað Sinai sem þeir höfðu ekkert með að gera. 

Hverju halda Palestínumenn virkilega að þeir geti áorkað?

Að mínu mati gætu þeir helst komið öfgaöflum til valda í Ísrael. 

Og þá yrðu Palestínumenn hreinlega grillaðir eða öllu heldur steiktir upp úr napalm.  

Svona eins og það þurfti tvær kjarnorkusprengjur til að koma Japönum í skilning um að þeir væru búnir að tapa stríðinu og ættu að sætta sig við það. 

Í Palestínu mun þetta enda eitthvað svipað ef svo heldur áfram. 

Viggó Jörgensson, 22.11.2012 kl. 12:04

26 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar Þorsteinn Sch Thorsteinsson.

Ég fór að rifja þetta upp og sá þá neðangreint á Wikipedia.

Það er alveg sama hvar maður ber niður. Alltaf eru það arabarir sem byrjuðu. Líka það sem leiddi til sex daga stríðsins.

"...Arab opposition to British rule and Jewish immigration led to the 1920 Palestine riots and the formation of a Jewish militia known as the Haganah (meaning "The Defense" in Hebrew), from which the Irgun and Lehi, or Stern Gang, paramilitary groups later split off..."

"1930s: Arab resistance and armed insurgency In 1930, Sheikh Izz ad-Din al-Qassam arrived in Palestine and organised and established the Black Hand, an anti-Zionist and anti-British militaEnt organisation. He recruited and arranged military training for peasants and by 1935 he had enlisted between 200 and 800 men. The cells were equipped with bombs and firearms, which they used to kill Zionist settlers in the area, as well as engaging in a campaign of vandalism of the settlers-planted trees and British constructed rail-lines... In November 1935, two of his men engaged in a firefight with a Palestine police patrol hunting fruit thieves and a policeman was killed. Following the incident, British police launched a manhunt and surrounded al-Qassam in a cave near Ya'bad. In the ensuing battle, al-Qassam was killed..."

Ég sé því ekki að Zionistar hafi byrjað á þessum ófrið þarna í þessu samhengi.

Mínar fullyrðingar áttu annars aðeins við um þennan tíma eftir að Ísraelsríki var stofnað.

Frá því að Arafat tók sér frí frá námi, árið 1948 til að stríða við Ísrael, en var afvopnaður af Egyptum.

Hann lauk svo verkfræðinámi sínu og varði svo lífi sínu nær eingöngu í þessa vonlausu baráttu sína að eyða Ísrael.

En hitt kenni ég Arafat og félögum um að hefja sprengingar á almenningsfarartækjum saklausra borgara, rútum, strætisvögnum og flugvélum.

Eitthvað sem heimurinn hefði sannanlega mátt vera án og einnig sjálfsmorðssprenginga innan um almenning s. s. í verslunarmiðstöðum.

Já og þú spyrð af hverju Ísraelsmenn hafa ekki skilað herteknum svæðum.

Það skil ég mætavel eins og ástandið hefur verið.

Hamas hefur einbeittan vilja til að eyða Ísrael og þegar þeir hafa fengið nýja bandamenn í Íran þá er ekki von á góðu.

Viggó Jörgensson, 22.11.2012 kl. 12:35

27 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo leyfi ég mér að leiðrétta eigin rangfærslu í athugasemd nr. 3.

"...Þeir ætluðu að koma Hussein frá völdum í Jórdaníu árið 1970 og rændu þá þremur farþegaþotum og sprendu þær í loft upp í Jórdaníu..."

Hið rétta er að þeir sprengdu tvær af farþegaþotunum í Jórdaníu en þá þriðju, sem var frá Pan Am, sprengdu þeir í Caíró. 

Viggó Jörgensson, 22.11.2012 kl. 13:58

28 identicon

Satt og rétt, þó eflaust mætti rökræða eitthvað um það hvort að öfgaöfl séu nú ekki þegar komin til valda í Ísrael eins og mér finnst þetta ástand sýna.

Það má nú ekki heldur gleyma því að Palestína reyndi að fara friðsamlegu leiðina, þeir fóru til sameinuðu þjóðanna og reyndu að láta lýsa sig sem ríki og þar með gera öll framtíðar brot síns og Ísraels ábyrg gagnvart SÞ.

Þeir reyndu á diplómatískan og friðsamlegan hátt að ná fram sínum markmiðum, en Ísrael og það sem meira máli skiptir Bandaríkin (að beiðni og tilstuðlan Ísraels að sjálfsögðu) stóðu í vegi fyrir því. Svo talar fólk um að þessir brjáluðu palestínar eigi að reyna fara að samningaborðinu og leysa deilurnar friðsamlega!

Ísrael neitar að létta einangrun Gaza svæðisins alveg sama hvað og veldur þar með ömældum skaða á samfélagið, fátækt og slæm lífsskilyrði sem búa einmitt til umhverfið sem öfgahópar líkt og Hamasblómstra í.

Þannig að ef að Ísrael og Bandaríkin standa í vegi fyrir öllum friðsamlegum leiðum og allar ofbeldisfullar leiðir leiða til glötunar, hvað á þetta fólk að gera? Leggjast niður og gefast upp? Gefa Ísraelsmönnum allt sitt land (það litla sem þeir eiga eftir) og gerast annars flokks borgarar í sínu eigin landi (líkt og þau eru oftast nær)?

Það eitt er víst með þetta mál að það leysist svo sannarlega ekki á næstunni og þangað til munu ófá lífin glatast og morð vera framin beggja vegna þessarra stríðandi fylkinga.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 14:49

29 identicon

Sæll aftur Viggó

Þú tekur efni frá ZÍONISTA Wikipedi-u ekki satt, og ekkert um öll þessi fjöldamorð er áttu sér stað á Plestínumönnum fyrir stofnun Ísraelsríkis, heldur eitthvað óstaðfest crap á ZÍONISTA Wikipedi-u? 

Hryðjuverkin á King David Hótel voru FYRIR stofnun Ísraelsríkis MAÍ 1948 og stóðu Zíonistar sjálfir fyrir þeim svo mikið er víst og staðfest. Nú þessar hryðjuverkahópar Irgun, Stern, Haganna voru til fyrir stofnun Ísraelsríkis og stóðu fyrir öllu þessum hryðjuverkum og stríðsátökum fyrir MAÍ 1948:  

"KHISAS MASSACRE

18 December 1947: Two carloads of Haganah terrorists drove through the village of Khisas (on the Lebanese Syrian border) firing machine guns and throwing grenades. 10 Arab civilians were killed in the raid.

QAZAZA MASSACRE

19 December 1947: 5 Arab children were murdered when Jewish terrorists blew up the house of the village Mukhtar

AL-SHEIKH VILLAGE MASSACRE

1 January 1948: On that night around two hundred Zionists armed with hand grenades and machine guns sneaked into a small village called al-Shaikh village (5 km South East of Haifa). The attackers came through the southern hills (most possibly from Nisher Jewish settlement which lies about 5 km south of the village). They attacked the houses on the edges of the village with hand-grenades and finished off with machine-guns killing around 40 of the Palestinian inhabitants.

 

DEIR YASSIN MASSACRE

9-10 April 1948: The massacre that became the symbol of Zionist aggression against the Palestinians as well as Zionist treachery. The Mukhtar of the village had agreed with the Zionists to provide information on the movement of strangers in the area as well as other intelligence provided their village is spared. The Zionists were not to keep their side of the promise. In an operation which was called Operation Unity, the Haganah,  h the Irgun and the Stern Gang co-operated to perform this atrocity. At 4:30 am on Friday 9th April 1948 surrounded the village which was overlooked by two Jewish settlements, Givat Shaul and Montefiore. For two days Zionist terrorists killed men women and children, raped women and stole their jewelery. A chilling account of the massacre is given by a Red Cross doctor who arrived at the village on the second day and saw himself - the mopping up - as one of the terrorists put it to him. He says that the "mopping up" had been done with machine guns, then grenades and finished of with knives. Women's bellies were cut open and babies were butchered in the hands of their helpless mothers. Around 250 people were murdered in cold blood. Of them 25 pregnant women were bayoneted in the abdomen while still alive. 52 children were maimed under the eyes of their own mothers, and they were slain and their heads cut off. The Jewish Agency and the commander of the British ground troops knew of the massacre while it was going on, however, no one intervened to stop it.

 

NASER AL-DIN MASSACRE

13-14 April 1948: A contingent of Lehi and Irgun entered this village (near Tiberias) entered the village on the night of 13 April dressed as Arab fighters. Upon their entrance to the village the people went out to greet them, the terrorists met them with fire, killing every single one of them. Only 40 people survived. All the houses of the village were raised to the ground." (http://www.allaboutpalestine.com/massacre.html).

En þetta er kannski eitthvað sem þú finnur ekki á Zíonista Wikipedi-u, ekki satt?

það var hins vegar rangt hjá mér að tala um að 50 þúsund kristnir Palestínumenn hafi verið gerðir að flóttamönnum, því að talan er mun hærri eitthvað um 100 þúsund af kristnir palestínumenn sem voru gerðir að flóttamönnum (http://occupiedpalestine.wordpress.com/2011/04/24/crimes-against-christianity/) og fá ekki eins og hinir að snúa aftur eins og samþykktir Sameinuðu þjóðanna segja fyrir um. Hvað um það kristnum Zíonistum hérna heim er alveg sama um það, því aðalatrið er allt sé leiðrétt og fallegt fyrir Zíonista rasista Terorista ríkið Ísrael, ekki satt?     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 16:33

30 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Þorsteinn Sch.

Jú ég sagði það strax að þessar tilvitnanir væru af Wikipedia.

Ég hef ekki rekist á að þar sé farið með rangt mál. Er þetta rangt sem stendur þarna?

Ég var að senda þér þessar tilvitnanir í atburði á árunum 1920 og 1930.

Einmitt af því að þetta sem þú vitnar til gerðist fyrir 1948.

Ég var löngu búinn að segja að það sem Ísraelsmenn gerðu væri ekki alltaf neitt betra.

Þessi umræða snerist um það hverjir byrjuðu og það hafa alltaf verið arabar svo að ég hafi séð.

Að minnsta kosti það sem ég hef séð hingað til og að það sem þú ert að vitna í séu hefndir Zíonista.

Nú ætla ég að lesa það sem þú sendir mér áður en ég segi meira.

Það væri óskandi að ég gæti etið eitthvað ofan í mig af því sem hef haldið fram.

Viggó Jörgensson, 22.11.2012 kl. 22:50

31 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jón Ferdinand.

Nú þarf ég að ítreka að ég er ekki sérstakur landvarnarmaður Ísraels.

Og ofsatrúargyðinga þoli ég ekki frekar en neina aðra ofsatrúarmenn.

Þegar við berum saman lífskjör Ísraelsmanna og Palestínumanna sem þú kemur inn á.

Þá verðum við að muna að Ísraelsmenn komu að miklu leyti frá Evrópu.

Þaðan höfðu þeir með sér menntun, menningu, verkkunnáttu, vísindaþekkingu og vinnulag.

Sem þá var mörgum áratugum á undan því sem komið var þjóðfélagsþróunni víða í arabaheiminum.

Ég hef aldrei áttað mig á því af hverju arabar misstu sig svona niður.

Á svæðum þeirra voru hámenningarsamfélög, mennta og vísinda löngu á undan okkar hér.

En það var hins vegar ójafn leikur þegar Ísraelsmenn mættu til leiks við stofnun ríkis þeirra.

Allan þennan tíma hefur arabaheimurinn ekki átt neitt í það þjóðfélag sem Ísraelsmenn byggðu strax upp.

Þegar ég var þarna á ferð, var ekki einu sinni að sjá að Palestínumenn nenntu burt með ruslið sitt.

Það var einfaldlega þarna á lóðinni, á götunni og alveg hreint alls staðar.

Og svo eru menn standandi hissa af hverju lífskjörin eru ekki betri.

Nenna þeir nokkuð að hafa fyrir hlutunum til jafns við Ísraelsmenn?

Og ekki koma með þá skýringu að Bandaríkjamenn borgi allt fyrir Ísraelsmenn.

Því gæti ég best trúað að Gyðingar hafi útvegað meira fé til Bandaríkjanna en öfugt.

Svo að ég komi mér að efninu þá spyr ég hvort að hluti af vandamálinu sé öfund.

Og vantar ekki eitthvað upp á skilninginn á að það gefur meira af sér að rækta garðinn sinn.

En að sitja og útbúa sprengur á garð nágrannans???

Og ég spyr.

Væru Palestínumenn ekki meðal ríkustu þjóða ef þeir hefðu unnið með Ísraelsmönnum í sátt og samlyndi?

Viggó Jörgensson, 22.11.2012 kl. 23:01

32 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þorsteinn Sch.

Þú vitnar í þennan vef: http://www.allaboutpalestine.com/

Og þar stendur þetta:

"...Many people and forces in the US and abroad, cashed in on the unfortunate and tragic events that touched the hearts of the entire planet on September 11, 2001, to declare an unofficial war on Islam and Muslims all over the world..."

Þetta er nú meira helvítis kjaftæðið.

Hver segir að við fólkið í heiminum kennum venjulegum manni um þessi hryðjuverki í New York.

Bara af því að hann sé Múhameðstrúar?

Hver segir að við fólkið í heiminum séum svo vitlaus að vita ekki

að mestur meirihlutinn af Múhameðstrúarmönnum er gott og yndislegt fólk. 

Ég ætti auðvitað ekki að lesa neitt meira.  En ætla samt að halda áfram lestrinum.

En ef þetta eru þínar bestu heimildir þá býð ég nú ekki í það. 

Viggó Jörgensson, 22.11.2012 kl. 23:35

33 Smámynd: Viggó Jörgensson

 Jón Ferdinand. 

Þetta er dæmi um það sem við vorum að tala um:  

Gilad Sharon the son of Aeriel Sharon:

"...We need to flatten entire neighborhoods in Gaza. Flatten all of Gaza.

The Americans didn’t stop with Hiroshima – the Japanese weren’t surrendering fast enough, so they hit Nagasaki, too.

There should be no electricity in Gaza, no gasoline or moving vehicles, nothing.

Then they’d really call for a ceasefire.

Were this to happen, the images from Gaza might be unpleasant – but victory would be swift, and the lives of our soldiers and civilians spared..."

Ben Ari member of the Knesset.

“Brothers! Beloved soldiers and commanders – preserve your lives! Don’t give a hoot about Goldstone!

There are no innocents in Gaza, don’t let any diplomats who want to look good in the world endanger your lives[;]

at any tiniest concern for your lives – Mow them!,”

Þau í Hamas fá þá að kynnast því þegar þessir komast til valda.

Viggó Jörgensson, 23.11.2012 kl. 02:52

34 identicon

Jósef, takk fyrir svör i.e leiðréttingar til mín, hinsvegar voru þær svona frekar rassvasa svör, þar sem ég var að tala um þegar Ísrael varð þjóð aftur eftir síðari heimstyrjöldina. Það er rétt hjá þér að Ísrael og Júda voru aðskilin um tíma, en það breytir því ekki að Jerúsalem var höfuðborg Gyðinga allt frá byrjun. Kristnir sem gera tilkalls til Jerúsalem, gera það út af engu öðru en þeirri boðun að Kristur mun stíga þar niður aftur við endurkomu hans og virðingu fyrir þeirri borg og hversu oft hún er nefnd á nafn í ritningunni. Hún er helg fyrir okkur en ekki okkar og aldrei verið(í guðana bænum ekki tala um krossfarana hér). Múslimar gera tilkall til hennar, enn og ég get bent á greinar þess efnis frá frænda Múhamed´s sjálfs að Gyðingar eiga þarna sitt heimaland. Saga Ísraels er ekki sérlega flókin, hún á sér sögulega staðfestingu, sem fólk reynir i dag að gera að engu. Hinsvegar, er það á hreinu að Palestínumenn og Filestínumenn er ekki sami þjóflokkurinn, sá þjóðflokkur dó út. Palestínumenn eru og viðurkenna að þeir eru Arabar. Palestína eins og við þekkjum það í dag hefur aldrei verið land, heldur svæði, og á þessu svæði byggðu Ísraelar til forna og í gagnum aldirnar sína þjóð. Oftar en einusinni var ráðist á þá og landið kemmst undir stjórn þeirra afla. Miðað við þau rök sem eru oft færð, eiga Bretar meira tilkalla til svæðisins, en Arabar, eða Tyrkkir samkv. sögunni. Hvað varðar Irgun og King Davíðs Hótel hriðjuverkin, þá hef ég lesið mig til um þau og það sem stendur upp úr, er það og samkv. vitnisburði þeirra sem voru á staðnum þá sendu Irgun skilaboð um að það væri sprengja í hótelinu, sem var hundsuð af Bretum m.a.. 6 mínútum áður en hótelið sprakk var það póstburðarmaður sem var íbúi á þessu svæði sem var þá komið með nafnið Palestína (svæði) sem reyndi að koma viðvörun Irgun áfram til þeirra sem voru í hótelinu. Það tókst ekki betur til en svo að eini sem tók loksins mark á þessum viðvörunum var yfirmaður Bresku stjórnarinnar sem hafði aðsetur í hótelinu og voru þar með stjórnar skrifstofur, náði einn og sér að koma sér á brott, hetja sú, eða hitt þó heldur. Bretar síðar viðurkenndu að þeir hafi fengið viðvörun en tekið hana alvarlega of seint. Voru þetta hriðjuverk, já, varð þetta til þess að splundar samvitund leiðtoga Ísraels og Irgun m.a. já. Náðu þeir tökum á þessum aðilum já. Öfgar eru öfgar og engum til sóma, hvort um sé að ræða Múslima, Gyðing eða Kristinn einstakling/a. Hér er hlekkur á sögu Ísraels í timeline formi. Þarft eflaust að coypy paste á hlekkinn.http://jewsandjoes.com/history-and-timeline-of-israel-and-judah.html

Linda (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 07:45

35 identicon

Svo er hér frásögn Jósef Flavíusar um síðustu ár Hebrea í Landinu Helga. Hann er talinn einn af bestu sagnfræðingum síns tíma. Taktu eftir að talar aldrei um landið sem Palestínu heldur Land Hebreana. http://jewsandjoes.com/who-was-flavius-josephus.html

Linda (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 08:16

36 identicon

Hér eru orð frænda Múhamed's : Muhammad ibn al-Hanafiya (638-700), a close relative of the Prophet Muhammad, is quoted denigrating the notion that the prophet ever set foot on the Rock in Jerusalem; "these damned Syrians," by which he means the Umayyads, "pretend that God put His foot on the Rock in Jerusalem, though [only] one person ever put his foot on the rock, namely Abraham."

Sjá samantek um hversu merkileg virðing Islams er fyrir Israel eða Jerúsalem. Hitt þó heldur mundi ég segja. Hægt að lesa þá sögu hér. http://christianactionforisrael.org/muslim_claim.html

Linda (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 08:29

37 Smámynd: Hörður Þórðarson

Skrítið hvað zíonismi er þraustseigur, þvert á öll rök og skynsemi.

Gyðingar um zíonisma:

http://www.jewsagainstzionism.com/zionism/history.cfm

"Such was the case until November 1948, when the United Nations finally sanctioned the establishment of a Zionist State. We do not doubt that their success in finally realizing their goal was due in great measure to their having misled the world into viewing the Zionist cause as the Jewish cause. The formation of the Zionist state resulted in the automatic deprivation of the autonomy heretofore possessed by the Orthodox inhabitants of the Holy Land"

Gyðingur um zíonisma:

http://www.jewsnotzionists.org/differencejudzion.html

Um glæpi zíonista:

http://www.jewsnotzionists.org/holocaust-zionism.htm

It is an historical fact that in 1941 and again in 1942, the German Gestapo offered all European Jews transit to Spain, if they would relinquish all their property in Germany and Occupied France; on condition that:
a) none of the deportees travel from Spain to Palestine; and
b) all the deportees be transported from Spain to the USA or British colonies, and there to remain; with entry visas to be arranged by the Jews living there; and
c) $1000.00 ransom for each family to be furnished by the Agency, payable upon the arrival of the family at the Spanish border at the rate of 1000 families daily.

The Zionist leaders in Switzerland and Turkey received this offer with the clear understanding that the exclusion of Palestine as a destination for the deportees was based on an agreement between the Gestapo and the Mufti.

The answer of the Zionist leaders was negative, with the following comments:
a) ONLY Palestine would be considered as a destination for the deportees.
b) The European Jews must accede to suffering and death greater in measure than the other nations, in order that the victorious allies agree to a "Jewish State" at the end of the war.
c) No ransom will be paid
This response to the Gestapo's offer was made with the full knowledge that the alternative to this offer was the gas chamber.

These treacherous Zionist leaders betrayed their own flesh and blood. Zionism was never an option for Jewish salvation. Quite the opposite, it was a formula for human beings to be used as pawns for the power trip of several desperadoes. A perfidy! A betrayal beyond description!

//////////////////////////////////////////

Að nokkur heilvita maður skuli styðja þessa bilun er ofar mínum skilningi. Núna hafa fleirri en hundrað verið drepnir að Ísraelskum stjónrmálamönnum á atkvæðaveiðum fyrir næstu kostningar og furðulegustu rök eru fundin til að réttlæta það. Ísraelsmenn hófu þessa nýjustu hrinu glæpaverka með morði.

http://topics.nytimes.com/top/news/international/countriesandterritories/israel/index.html

"Nov. 14 An Israeli airstrike blew up the car carrying the commander of the Hamas military wing in Gaza, making him the most senior official of the group to be killed by the Israelis since their invasion of Gaza four years ago. At least 20 targets were hit in Israel’s fiercest attack against Gaza since its invasion in late 2008."

"On Nov. 14, 2012, Israel launched an air campaign against targets associated with Hamas, the hardline Palestinian party that has ruled Gaza since 2007. It was the first major conflict between the two since Israel’s Operation Cast Lead killed about 1,400 Gazans in three weeks of air and ground assaults in response to repeated rocket fire starting in December 2008.

Since then, the two sides had observed an informal and uneasy cease-fire. In recent months, the number of rockets fired into southern Israel by militant groups in Gaza had risen. Hamas had mostly held its fire while it struggled to rein in those groups."

 %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%

 Hvernig stendur á því að fólk eins og þú, Viggó styður þessa glæpamenn?

Hörður Þórðarson, 23.11.2012 kl. 17:53

38 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég styð þá ekki Hörður.

Svo einfalt er það. Ofsatrúarmenn þoli ég ekki sama hverjir það eru.

Hörðustu Zionistar eru ekki annað en bölvaðir rasistar.

En ég er hins vegar raunsæismaður.

Og skil þess vegna ekki af hverju Palestínumenn telja sig komast eitthvað áfram með þessum aðferðum sínum.

Veraldarsagan sýnir það mjög ljóslega að gyðingar verða ekki brotnir á bak aftur.

Allra síst núna eftir að þeir eru orðnir kjarnorkuveldi, því geta menn bara alveg gleymt.

Það er hins vegar auðvelt að sitja stórhneykslaður hér upp á Íslandi.

Við höfum nefnilega haldið friðinn frá því á Sturlungaöld enda höfum við engan til að berja á eftir að við hættum að höggva niður hver annan.

En ég lofa þér að við Íslendingar værum ekki betri, en Ísraelsmenn, ef við værum í þeirra aðstæðum.

Við erum nefnilega hvatvísir áhlaupsmenn og værum örugglega búnir að steindrepa alla Palestínumenn fyrir löngu.

Alveg gæti ég skrifað undir stefnu Fatah ef þeir tónuðu sig aðeins niður um að þeir yfirtaki alla Palestínu.

Það er bara alveg fráleitt markmið að biðja um að Ísrael fari af svæðinu.

Talið er að Semítar hafi komið að botni Miðjarðarhafs á tímabilinu 7000 - 2000 fyrir Krist.

Semítar voru forferður gyðinga, araba og Eþíópíumanna.

Og ef við gefum okkur að það sé rétt að Palestínumenn hafi verið á Gaza svo lengi sem menn vita.

Þá er það jafnvíst að Ísraelsmenn hafa verið í Palestínu, einnig eins lengi og menn vita til.

Ísraelar hafa því jafn mikinn rétt og Palestínumenn til að búa á svæðinu.

Og jafn sjálfsagt að Palestínumenn stofni þar sjálfstætt ríki.

Svo fremi þeir verði til friðs.

Viggó Jörgensson, 24.11.2012 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband