16.11.2012 | 16:39
Mamma Merkel flengir Pútín.
Frú Angela Merkel er mamman í Evrópu.
Þar var hárrétt hjá henni að rassskella hrekkjusvínið Wladimir Pútín fyrir ótuktarskapinn.
Þessar stelpur voru dæmdar í tveggja ára vinnubúðavist af dómara sem Pútín skipaði sjálfur og hefur í vasanum.
Rússaland hefur ekkert komist áfram í lýðræðisátt undir einræðisstjórn Pútíns.
Blaðamenn sem gagnrýna Pútín eru skotnir og aldrei finna yfirvöld morðingjanna.
Það er gleðiefni að einhver af forystumönnum hinna vestrænu lýðræðisríkja þori að taka á Pútín.
Og láta hann vita af því að hann hafi ekki alveg frítt spil frekar en aðrir einræðisherrar í heiminum.
Deildu um Pussy Riot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Viggó; sem oftar !
Sparaðu þér hrósið; til Merkel kerlingarinnar, síðuhafi góður.
''Lýðræðis'' þankar Angelu Merkel, ná nú lítið út fyrir þann lærdóms ramma, sem þeir Ulbricht og Honecker heitnir innprentuðu henni, á ungdómsárum hennar, í Austur- Þýzka uppeldinu, Viggó minn.
Hvað; Rússnesku Ríótísku Pussu Pönk sveitina áhrærir, finnst mér þeir V.V. Pútín full hófsamir á dómana, þessum stelpu brussum til handa, Viggó minn.
Sjálfur; hefði ég dæmt þær, til að minsta kosti 100 ára dýflissu vistar, fyrir að vanvirða Heilög tákn og Skrín Rétttrúnaðarkirkjunnar, ágæti drengur.
Svo; fram komi, mitt álit, þar um.
Að Pönk Tónlistarstenunni; algjörlega ólastaðri, að sjálfsögðu.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 17:55
Tónlistarstefnunni; átti að standa þar. Afsakið; mögulega hnökra í stafanna meðförum, af minni eykt.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 18:25
Komdu fagnandi Óskar Helgi.
Það er hressandi að þú sért svona málhress.
Hélt að þú hefðir lagst í flensu eða misst málið eftir að Steingrímur ákvað að vera enn í framboði.
Það segir þá þess meira frammistöðu Pútíns. Að jafnvel þessum unga, úr hreiðri þeirra Ulbricht og Henecker, sé ofboðið.
Hvers konar misyndi gagnvart trúarbrögðum eða siðferðilegum gildum; eru ýmist ómerk eða dæma sig sjálf.
Það eiga ekki allir skapaðir hlutir að vera vegnir á vogarskálum laga og refsingar.
Í sumu tilliti nægir samfélagslega fordæming eða einfaldlega að látast ekki taka eftir prakkarastrikum ungmenna.
Mér finnst það ekki vera bestu hagsmunir þjóðfélagsins að loka inni mæður ungra barna.
Hvorki í 2 ár eða hvað þá meir nema viðkomandi hafi framið stórglæp og sé hættuleg samfélaginu og jafnvel börnunum.
Og ég efast um þeir kirkjuhöfðingjar í Rétttrúnaðarkirkjunni séu sammála þér um að þennan dýflissudóm þinn.
En kunningsskapur minn við kirkjuhöfðingja er jafn knappur og við pönkpíkur.
Í Drottins friði.
Viggó Jörgensson, 16.11.2012 kl. 18:43
Getur alveg verið rétt hjá þér Viggó, en hver í raun sér ekki sem er með opin augun, að þetta var planað af vestrænum áhrifum til að reyna búa til lita byltingu, styrkt af leyniþjónustum og auðhringjum.
Persónulega hefur þessi forysta haldið kristnum og minnihlutahópum á lífi í Sýrlandi, ef ekki væri fyrir þessa menn þá væru þeir búnnir að gera sitt. Þeir hafa ástríðu fyrir öðrum.
Kalli (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 19:12
Komið þið sælir; á ný !
Viggó !
O; jæja, kann að vera, að ég sé nokkuð harkalegur, í garð stelpna tusknanna, en,... hefðu þær ekki átt að ígrunda betur ábyrgð sinna gjörða; einmitt, fyrir þá staðreynd, að þær eru jú, mæður kornungra barna - ekki; hvað sízt ?
Kalli !
Þakka þér fyrir; ígrundunarverða ábendingu þína, um mögulega hlutdeild Vestrænna Heimsvaldasinna, í frenjulátum Pönk sveitarinnar, sem til seinni atburða leiddu, og verða vildu, að óþörfu.
Sízt lakari kveðjur; en hinar fyrri - og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 20:20
Já Kalli, lítil bylting gerð af pönkpíkum með trommukjuða er ábyggilega ekkert síðri en bylting húsmæðra með sleifar.
Þeir Rússar halda öllu því illþýði við völd sem þeir telja til sinna bandamanna.
Sama gera Kínverjar, Bandaríkjamenn og önnur stórveldi.
Viggó Jörgensson, 16.11.2012 kl. 20:49
Jú Óskar Helgi, það erum við sammála um.
Blessuð bernskubrekin byrja oft er móðurinn fer að svella í brjóstunum.
Með kristilegum kveðjum til jólanna.
Viggó Jörgensson, 16.11.2012 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.