FBI maðurinn heitir Frederick W. Humphries II og er fyrrverandi höfuðsmaður í njósnadeild hersins.

Hann er 47 ára og hann og kona hans eru vinir Kelley hjónanna sem skiptust m. a. á fjölskyldumyndum. 

Það með talin myndin fræga sem hann sendi frú Kelley fyrir mörgum árum síðan sem hrekk.  

Hún var af einhverju gríni þar sem lögreglumaðurinn pósaði ber að ofan innan um gínur.  

Myndin er ekki kynferðisleg sem slík, segir lögmaður sambands alríkislögreglumanna.   

Lögreglumaðurinn er þekktur fyrir að vera einbeittur og fylginn sér. 

Hann er ennþá í innanhússrannsókn hjá FBI þar sem hann klagaði yfirmenn sína í þingmann Fulltrúadeildarinnar. 

Lögreglumaðurinn var höfuðsmaður í njósnadeild Landhers Bandaríkjanna áður en hann gerðist liðsmaður alríkislögreglunnar. 

Honum fannst gríðarlega alvarlegt mál að einhver vissi allt um komur og brottför æðstu hershöfðingja.   

Flugherinn hefur nú tekið heimsóknarleyfið af Jill Kelley til að heimsækja MacDill herstöðina í Tampa í Flórida.

Hún hafði heimild til að fara einsömul inn á svæðið sem sérstakur vildarvinur hersins samkvæmt ákveðnu vildarvinakerfi. 

Frú Kelley var einn af sex óbreyttum borgurum á Tampa svæðinu sem báru heiðurstitilinn sendiherra.

Í þeim skilningi að þau væru eins konar sendiherrar fólksins á svæðinu gagnvart herstöðinni.  

Það nýjasta af frú Paulu Broadwell er að Landher BNA hefur afturkallað öryggisheimildir hennar. 

Paula var höfuðsmaður og síðast major í njósna- og andhryðjuverkdeildum Landhersins. 

Hún var áfram í varaliði Landhersins og var nú í ágúst hækkuð í tign undiroffursta.

Sem herforingi hafði hún heimild til að skoða hernaðarleyndarmál samkvæmt sérstökum aðgangsheimildum.

Henni var heimilt að skoða þær hernaðarupplýsingar sem fundust í tölvunni hjá henni.

En mögulega var hún að brjóta starfsreglur með því að hafa upplýsingarnar í tölvu á heimili sínu.

Sem ekki var læst inni í neinum sérstökum geymslum sem er þá minniháttar tæknilegt brot gagnvart hernum.  

Sumar upplýsingar má reyndar ekki fara með út úr opinberum byggingum og tölvum þar.

FBI hefur ekki fundið neitt lögbrot ennþá sem heimfæra má undir alríkislög og mun því afhenda hernum málið. 

Mögulega verður Paula Broadwell lækkuð í tigninni eða rekin úr hernum með skömm.

Ekki beinlínis það sem þessi sjúklega metnaðarfulla kona ætlaðist fyrir.  

Það var hins vegar ekkert skrítið að þau Petraeus og Broadwell löðuðst hvort að öðru.

Bæði með hermál á heilanum, útskrifuð sem herforingjar úr háskóla hersins sem kenndur er við West Point.

Pedraeus var alveg jafn metnaðargjarn og Broadwell en hefur farið miklu betur með það en hún. 

Til að ná sér strax í réttu samböndin kvæntist hann eiginkonu sinni Holly sem var dóttir rektorsins í West Point.

William A. Knowlton var fjögurra stjörnu hershöfðingi sem barist hafði í fyrri heimsstyrjöld og einnig farið til Vietnam.

Hann hafði unnið í Varnarmálaráðuneytinu á skrifstofum starfsmannastjóra hersins og varnarmálaráðherrans.  

Bæði vissu þau að mikilvægt var að ná sér strax í réttu samböndin.

Hann gerði það með því að kvænast strax inn í innsta hring hersins.

Hún með því að sænga hjá þeim sem þurfti.  


mbl.is Konan sem hershöfðinginn daðraði við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband