7.11.2012 | 16:53
Romney var ekki sannfærandi frambjóðandi.
Á undanförnum árum hefur Romney talað með og á móti flestum málum.
Á það benti einn af hörðustu flokksmönnum hans þegar forval frambjóðanda stóð yfir.
Þegar upp var staðið töldu repúblikanir Romney einfaldlega vera það skársta sem þeir höfðu.
Aðkoma hans að því að flytja bandarísk störf úr landi, fór algerlega með þann meðbyr sem Romney vantaði.
Demókratar auglýstu þetta vel í vor, sumar og allt haust en Romney fór ekki að svara þeim fyrr en í haust.
Þá voru demókratar búnir að stimpla vel inn í kjósendur að þetta væri auðmaður sem hugsaði ekkert um þeirra hag.
Romney svaraði ekki blaðamönnum um skattamál sín og kvartaði svo yfir umfjöllun þeirra.
Ummæli hans um að þau 47% landsmanna sem ekki greiddu alríkisskatta voru hræðilegt klúður.
Á fjáröflunarfundi sagði hann þessi 47% vera byrði á öðrum landsmönnum.
Ekkert um það að stór hluti af þessu fólki greiddi skatta í sínum heimaríkjum og allir óbeina skatta af neyslu.
Kannski er karlinn ekki svo slæmur en þetta var ekki pólítískt ekki klókt af honum.
Erfitt að fella sitjandi forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:14 | Facebook
Athugasemdir
Hann er bara eins og BB.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 18:12
Með og á móti öllum málum, eftir því sem vindar blása
minnir mig á Steingrím nokkurn...
Viggó Jörgensson, 7.11.2012 kl. 21:15
Ég skrifa þetta í myrkri Kristján,
allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra eftir næstu kosningar.
Það veit engin (nema kannski Illugi) hver stefnan verður þá...
Viggó Jörgensson, 8.11.2012 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.