6.11.2012 | 21:15
Um 98% Íslendinga styðja frambjóðanda Demókrataflokksins.
Nýlegar sögðu fjölmiðlar að af 32 þjóðum væru Íslendingar traustustu stuðningsmenn demókrata í Bandaríkjunum.
Um 98% þjóðarinnar styddu frambjóðanda Demókrataflokksins og þar af leiðandi ekki meira en 2% frambjóðanda Repúblikanaflokksins.
Demókratann Obama styðja um 98% þjóðarinnar og af þeim eru um 40% sjálfstæðismenn.
Þessi sömu 40% sjálfstæðismanna styðja samt sem áður frekar Repúblikana segja þau á stjórnarheimilinu.
Sem hafa reiknað út að 40% þjóðarinnar geti leynist inni í 2% þjóðarinnar eða minna.
Svo eru einhverjir undrandi á að landið stefni í gjaldþrot.
Það er nú að skýra sig.
http://www.ruv.is/frett/islendingar-myndu-kjosa-obama
Tengdi Sjálfstæðisflokkinn við repúblikana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Facebook
Athugasemdir
JEG HEF EINGA TRÚ Á AÞ ÞESSI 98 % FÍGÚRA SJE SÖNN. ÞEGAR ÞETTA HEVUR VERIÐ KANNAÞ ÁÐUR SÖGÐU ALTAF 20 - 30 % AÞ ÞAU SDIDDU REBÚBLIKANAFLOKKINN OG JEG ER VISS UM AÞ SVO SJE LÍKA Í ÁR. DEMÓKRATAFLOKKURINN ER AUÐVITAÐ ÞROSKAHEFDUR KOMMÚNISDAFLOKKUR OG BARA FÁBJÁNAR SEM SDIÐJA HANN.
TÍRUS (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 22:42
Ég tek enga ábyrgð á þessari skoðannakönnun Tírus en rengi hana ekki heldur.
Ýmsir í Repúblikanaflokknum hafa látið út úr sér svo fráleit ummæli undanfarið
að það er eins og viðkomandi séu uppvakningar frá miðöldum.
Það er nú kannski fullmikið sagt að þau í demókrataflokknum séu kommúnistar.
Sá flokkur er ef til vill hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn segja sumir.
Viggó Jörgensson, 7.11.2012 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.