6.11.2012 | 17:07
Romney gæti ennþá unnið.
Í gær var Mitt Romey nokkuð öruggur með 191 kjörmann en auk þess var Florida að hallast á hans hlið.
Í dag virðist forskot hans í Florida vera að aukast þannig þar hefur Romney 29 kjörmenn eða alls 220.
Í gær var Romney með 1% forskot í Flórída sem er 2% í dag. Það er innan skekkjumarka en í samræmi við þróunina þar.
Í gær var jafnt í Norður Karólínu en hún virðist vera að halla sér aftur til Romney. Þar eru 15 kjörmenn.
Virginía með sína 13 kjörmenn hafði hallast til Obama í gær en er í dag að hallast til Romney.
Í gær var Obama með 3% forskot í Viginíu sem er innan skekkjumarka.
Romney gæti einnig unnið Iowa með 6 kjörmenn og einnig Ohio með 18 kjörmenn.
Vinni hann í þessum fylkjum er hann búinn að vinna með 272 kjörmönnum.
Í dag er ekki nokkur leið að átta sig á þróuninni í Iowa og Ohio, þó að þar hafi Obama 3% forskot sem innan skekkjumarka.
Nema að kjósendur eru undir loftárásum af auglýsingum.
Niðurstaðan verður söguleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.