Bjargar Sandy Obama?

Hvað segiði um það sem fylgist vel með þessu?

Í svona neyð hefur starfandi forseti gríðarlegt forskot á mótframbjóðandann.

Að láta hendur standa myndarlega fram úr ermum.

Þarna syðst á austurströndinni er Flórída með sína 29 kjörmenn.

Flórida vann Obama síðast og var þar heldur sterkari áður en hann svaf af sér fyrstu sjónvarpskappræðurnar.

Þar er ennþá allt í járnum. Tapi Romney Florída er hann langt kominn að tapa kosningunum. 

Þó eru enn of mörg fylki þar sem Obama hefur yfirhöndina en stendur tæpt þar.   

Þar áður vann Bush Flórída tvisvar í röð (2000 og 2004) en hins vegar Clinton á undan honum (1996).

Flórida er stærsta fylgissveiflufylkið sem þau í BNA kalla "swing state".

Nokkuð norðar er Norður Karólina með sína 15 kjörmenn og þar stendur Romney tæpt.

Það er annars repóblikanafylki sem Obama vann tæpan sigur síðast og var þar sterkari áður en hann sofnaði í kappræðunum fyrstu.

Demókratar héldu landsfundinn sinn síðast í Norður Karólínu til að reyna að treysta sig betur í sessi í þessu íhaldssama fylki.

Þeir eru líklega búnir að taka þar núna en repúblikanir sofa þó ekki rótt yfir stöðunni þar.

Hann var sömuleiðis sterkari í Virginíu með 13 kjörmenn en þar er nú allt í járnum.

Virginia er vestan við New Jersey og Maryland en Repúblikanir unnu síðustu þrjár forsetakosningar en Clinton þar á undan.

Romney er sömuleiðis ekki vel staddur ef hann tapar í þessum fylkjum og hvað þá ef hann hefur ekki Florida.

Þar gæti Obama aldeilis slegið keilurnar og það yrði nokkuð reiðarslag fyrir Romney að tapa Virginíu.

Þar norðar koma trygg demókratafylki; Maryland (10), DC (3), Delaware (3), New Jersey (14), New York (29), Rhode Island (4), Connecticut (7), Massachusetts (11), Vermont (3), Maine (4).

Þar getur Obama samt sem áður unnið sér inn atkvæði á landsvísu með því að taka myndarlega á Sandy.

Auk þess getur Obama unnið New Hampshire (4) og að auki tryggt þann eina kjörmann sem er tæpur fyrir Maine.

Fyrir norðaustan New York er svo Pennsilvanía með 20 kjörmenn sem hefur verið demókratafylki.

Þar hefur Obama hins vegar staðið nokkuð tæpt en hefur hert sig þar undanfarið og fær nú frábært tækifæri til að landa þessu stóra fylki örygglega.

Nokkuð vestan við Pennsilvaníu er svo Michigan sem demókratar hafa unnið en ekki með yfirburðum.

Þetta er heimaríki Romney´s og pabbi hans var þar vinsæll ríkisstjóri. 

Þar er Obama sömuleiðs tæpur en hefur hert sig undanfarið enda bjargaði hann bílaiðnaðinum þar á kjörtímabilinu. 

Aðgerð sem Romney var á móti enda vill hann skera niður ríkisafskipti. 

Í Michigan og enn frekar í Ohio hafa republikanar djöflast sem mest þeir hafa mátt í kosningabaráttunni og auglýst mikið.  

Á milli Pennsilvaníu og Michigan og svo fylgisveiflufylkið Ohio með heila 18 kjörmenn.

Þar hafa menn kosið eins og í Flórída. Clinton, Bush, Bush, Obama.

Í Ohio var Obama ennþá sterkari fyrir fyrstu kappræðurnar en nú er þar allt í járum þrátt fyrir afrek Obama þar á kjörtímabilinu. 

Trúlegra er samt að Obama vinni þar út á batnandi efnahagmál í fylkinu.  

Nær vesturströndinni er Obama orðinn öruggur um kjörmennina 7 fyrir demókratafylkið Oregon en þar var hann tæpur um skeið. 

Hann er enn tæpur í demókratafylkjunum Nýja Mexikó (5) og Minnesota (10) en Romney er ekki að koma sterkur þar inn.

Hann hefur hins vegar náð yfirhöndinni í sveiflufylkinu Nevada (6) sem hann vann síðast en stendur nú þar tæpt.  

Romey hefur landað rebúblikanafylkinu Suður Karólínu (9) á austurströndinni en þar stóð hann áður tæpt.

Hann er sömuleiðis orðinn öruggur með Indiana sem Obama vann síðast en republikanar unnu í þrjú skipti þar áður

Romney er ennþá ekki öruggur með Arizona (11) nær vesturströndinni sem republikanar hafa unnið frá því að Clinton vann þar árið 1996.  

Romney hefur sömuleiðis landað örugglega miðríkinu Missouri (10) en það fylki hafa republikanar unnið frá að Clinton var þar 1996. 

Einu afrek Romney er að hafa náð Indiana (11) og Norður Karólínu (15) sem kusu Obama síðast en þar á undan tvisvar sinnum Bush og Clinton 1996.

Og að hafa tryggt sér fylgissveiflufylkið Missouri (10) sem rebublikanar hafa átt síðan að Clinton vann þar.  

Romney er meira að segja ennþá tæpur í Norður Karólínu eins og áður var rakið. 

Og ennþá tæpur í Arizona (11) sem republikanar hafa unnið frá því að Clinton vann þar 1996. 

Frambjóðandi repúblikana síðast John McCain var frá Arizona en samt tapaði Obama þar aðeins með 9% mun.  

Þar keppast demókratar því við að skrá nýja kjósendur á kjörskrá og ætla virkilega að reyna að ná fylkinu af Romney. 

Til að sigra í forsetakosningunum þarf 270 kjörmenn.

Obama telst vera með örygga 185 og 58 tæpa eða alls 243 kjörmenn.  Hann vantar því mögulega aðeins 27 kjörmenn. 

Romney telst vera með örugga 180 kjörmenn og 26 tæpa eða alls 206 kjörmenn. Hann vantar því mögulega 64 kjörmenn. 

Þau fylki sem þá eru enn eftir í pottinum eru sem sagt: 

Florida (29), Ohio (18), Virginia (13), Wisconsin (10), Colorado (9),  Iowa (6) og New Hampshire (4).

Obama vann í öllum þessum fylkjum síðast. 

Obama nægir því í viðbót að tryggja sér  eingöngu Florida fylki haldi hann því sem virðist vera komið hjá honum. 

Eða aðeins tvö fylki ef það eru;  Ohio og að auki eitt af fylkjunum Virginíu, Wisconsin eða Colorado. 

Eða þrjú fylki ef það eru Virgínía og Wisconsin og að auki hvert sem er af ríkjunum Colorado, Iowa eða New Hampshire. 

Eða að vinna fylkin fjögur Wisconsin, Colorado, Iowa og New Hampshire.

Í þessum dæmunum um tvö, þrjú eða fjögur ríki geta svo að sjálfsögðu verið ríki með fleiri kjörmenn í stað ríkis, í dæminu, með færri kjörmenn.  

Maður gæti haldið að Obama yrði að klúðra Sandy feitt til að tapa þessu.  

En óvissuþættirnir eru ennþá allt of margir til að vera viss um það.  

Varaforsetaefni Romney´s er frá Wisconsin og þeir eru líklega sterkari þar.

Romney á sumarhús í New Hampshire og vinsæll þar út af því. 

Colorado hefur verið íhaldssamt fylki og kosið republikana í 8 skipti af 9 í forsetastól áður en Obama vann þar síðast. 

Demókratar unnu þar öldungadeildarþingmann og fylkisstjóra á árinu 2010.

Virginía hefur verið íhaldssamt fylki en þar hefur íbúasamsetning verið að breytast.

Þar er mikið af opinberum starfsmönnum sem eru ekkert hrifnir af niðurskurðarhugmyndum Romney´s.

Eitt helsta afrek Obama var að bjarga efnahagsmálum Ohio í horn og trúlega vinnur hann fylkið út á það.

En það er líka þar sem repúblikanar hafa djöflast mest og eytt auðæfum í auglýsingar. 

Obama er líklega sterkari í Iowa en þar djöflast republikanar líka í kosningabaráttunni og auglýsa mikið. 

Vandamál Obama í Flórída eru óleyst vændræði af efnahagslegum toga og einnig fjölgandi hvítir ellilífeyrisþegar.

Og að koma þeldökkum spænskumælandi kjósendum á kjörstað, ungum Kúbönum á Suður Flórída og ungum kjósendum frá Puerto Rícó í miðju fylkinu.  

Gaman væri að heyra frá BNA í ykkur sem ekki eruð rafmagnslaus.


mbl.is Slóð eyðileggingar í Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband