Starfsfólki veitingahúsa er ekki alltaf treystandi.

Á íslenskum veitingahúsum má sjá starfsfólk frá öllum heimshornum er starfar þar til lengri eða skemmri tíma.

Eins og í öllum öðrum starfsstéttum er þar misjafn sauður á ferð þó væntanlega séu allflestir sómafólk.

Óskastarf lyfjanauðgarans væri auðvitað að vinna sem barþjónn, ekki þó of lengi á hverjum stað.

Er líða tekur að lokum getur bruggað fórnarlambinu sín launráð og séð svo sjálfur um "heimfylgdina".

Draumavinur lyfjanauðgarans er barþjónn, hjá hverjum væri hægt að pantað sér "fórnarlamb" eins og af matseðli.

Það hefur verið mikið áhyggjuefni að margar nauðganir hafa átt sér stað á salernum veitingahúsa.

Skeytingarleysi sumra eigenda og starfsmanna er greinilegt.

Af hverju ætli það sé?

---------------------------

Þetta blogg er endurbirt þar sem ég hef nýlega fengið athugasemd hér á síðuna. 

Frá konu sem fékk svona einkenni þar sem hún sat á veitingahúsi með vinkonu sinni. 

Miðað við frásögn hennar var engum til að dreifa nema starfsmanni.

Er gat haft tækifæri til að setja eitthvað í glasið hennar. 

Vinkonan bjargaði konunni heim.

Verra ef þær hefðu orðið viðskila. 

 


mbl.is „Ég var bjargarlaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, og var ekki eigandi þess hins sama húss tekin til rannsóknar nýverið fyrir grun um byrlun á nauðgunarlyfi allt í öðru tilfelli þar sem stúlka vaknaði minnislaus og alnakin á gólfi staðarinns.

Jonsi (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 07:47

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ha.

Nú segirðu okkur fréttirnar. 

Nema bara helminginn.  

Viggó Jörgensson, 31.10.2012 kl. 08:54

3 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sammála ykkur, vandamálið er skatturinn hann getur sett strangar kröfur um hvað þarf margt starfsfólk og hald síðan utan um starfsmannalista,

þannig að sé hægt að fletta upp viðkomandi veitingahúsi, það þarf að útrýma nauðgunum,og dópsölu á veitingahúsum

hér í eldgamladaga klæddu menn sig upp og fóru snemma á stað, núna er fólkið að koma eftir miðnætti,

Bernharð Hjaltalín, 31.10.2012 kl. 12:15

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Bernharð.

Það er opinbert leyndarmál, nema hjá stjórnvöldum, að stór hluti af veltu veitingahúsa er í svarta hagkerfinu.

Stór hluti af ferðaþjónustunni er þar líka og margt fleira.

Það er það sem hefst af óhóflegri skattpíningu.

Annað hvort leiðir slík stefna til að þess að atvinnulífið verður sjálfdautt eins og í gamla Sovét.

Eða að þar verður til svart hagkerfi, með tilheyrandi spillingu, eins og í gamla Sovét.

En nú stjórnar Íslandi gamla Stalínæskan og notaðar eru aðferðir gamla Sovétsins.

Svo á hverju er von

Viggó Jörgensson, 31.10.2012 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband