29.10.2012 | 14:08
Er sjálfvirkt hjartastuðtæki á lögreglustöðinni?
Fróðlegt væri að vita hvort þau hafa hjartastuðtæki þarna á lögreglustöðinni.
Það kostar svona svipað og ein utanlandsferð til Brussel.
Lögreglan á Ísafirði fékk slíkt tæki gefins árið 2009. Gefandinn var Helga Guðbjartsdóttir.
Þó að það sé vissulega frábært að kunna hjartahnoð eins og allir lögreglumenn gera.
Þá gera slík tæki gæfumuninn í sumum hjartaáföllum. Tækið greinir það sjálft hvort það eigi við.
Um sjálfvirk hjartastuðtæki má lesa um á vef Endurlífgunarráðs:
http://www.endurlifgun.is/is/sjalfvirk-hjartastudtaekiLést í haldi lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Facebook
Athugasemdir
http://www.lions.is/index.php/hafnarfj-gardabaer/lkl-asbjoern/fra-klubbnum/331-lionsklubburinn-asbjoern-faerir-loegreglunni-hjartastuetaeki
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 14:40
Já þakka þér Axel Jóhann.
Ýmsir Lionsklúbbar, rauðakrossfélög og fleiri hafa gefið íþróttahús og skólum slík tæki.
Sem betur fer.
Viggó Jörgensson, 29.10.2012 kl. 14:54
Góð spurning Viggó minn, og ég vona að það verði uppýst hvort lögreglan eigi svona tæki, sem ég vona, og ef svo, af hverju það nægði þá ekki til að bjarga manninum.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.10.2012 kl. 15:07
góð spurning
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.10.2012 kl. 16:04
Tæknin getur því miður ekki bjargað öllum. :(
Karl (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 16:20
hæ, ekki benda á mig,
Bernharð Hjaltalín, 29.10.2012 kl. 16:23
Eitt svona tæki er við anddyri grunnskólans hér á Reyðarfirði og annað í verslunarmiðstöðinni Molanum. Mig minnir að Rauðakrossdeildin hér eystra hafi gefið þetta. Frábær öryggistæki
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2012 kl. 16:24
Svona hjartastuðtæki duga alls ekki alltaf, fer mikið eftir því hvað er að valda hjartsláttartruflunum eða stoppinu.
Margrét Inga (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 16:39
Ætli það sé ekki erfitt fyrir lögreglumenn að meta hvort ófriðleg manneskja sé undir áhrifum lífshættulegrar eitrunar
af einhverju tagi eða er bara svona ófriðlegur að vana. Ætli staðalaðferð sé ekki að aka með ófriðlega á löggustöð
og bíða og sjá af gaumgæfum mönnum og mælitækjum lögreglu hvers konar eytrun og magn sé til umræðu.
J.
Jonsi (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 18:34
Hér á netinu er hvorki viðeigandi, né nokkrar aðstæður til að fjalla um þetta einstaka tilfelli.
Nema að votta aðstandendum samúð okkar.
Og hugsa uppbyggilega og hlýlega til þeirra lögreglumanna, og fangavarða, sem komu að málinu.
Augljóslega geta tæki, tækni og framfarir ekki bjargað öllum hlutum.
Við getum fengið það rækilega æðastíflu í hjarta og lungnablóðrás að ekkert sé til bjargar.
Og það á auðvitað við um fleiri líffæri, jafnvel þó að við værum á skurðarborðinu þegar það áfall ríður yfir.
Gunnar Th. segir okkur frá svona tæki í grunnskólanum og verslunarmiðstöðinni á Reyðarfirði.
Og það er einmitt það sem Landlæknir og Endurlífgunarráð vísa til.
Miðað við texta þeirra þá þætti manni ekki óeðlilegt að slíkt tæki og fleiri væru einnig í fangelsum og á lögreglustöðvum.
"...Endurlífgunarráð telur eðlilegt að sjálfvirk hjartastuðstæki séu tiltæk
t.d. á sjúkrastofnunum þar sem læknir er ekki til taks allan sólarhringinn.
Einnig í lögreglubifreiðum, í byggðarlögum þar sem útkallstími sjúkrabifreiða er langur
sem og á fjölmennum vinnustöðum
og íþróttahúsum utan þéttbýlis,
í skipum
og flugvélum.
Æskilegt er að ekki taki meira en 5 mínútur að nálgast hjartastuðstæki ef þörf er á tækinu..."
Viggó Jörgensson, 29.10.2012 kl. 18:52
Þarna kemur þú inn á svolítið annað mál Jonsi.
Ég er bloggað um þá skoðun mína áður.
Að ég telji að hjúkrunarfræðingur eigi að meta alla sem handteknir eru.
En það er sem sagt önnur umræða.
Viggó Jörgensson, 29.10.2012 kl. 18:53
Ef ég fengi að ráða.
Þá væru fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Annað hvort í húsnæði samtengt Slysadeildinni í Fossvogi.
Eða í Geðdeildarhúsinu við Hringbraut.
Af slíku fyrirkomulagi gæti verið gagnkvæmt öryggi fyrir alla aðila.
Viggó Jörgensson, 29.10.2012 kl. 18:59
Þarf ekki bara að vera læknir á vakt á Lögreglustöðinni ?
Vona að það muni koma fram hvort svona tæki er til hjá þeim eða ekki...og ég skil ekki why er opið fyrir komment á þessa frétt í rauninni, en sem betur fer er blogg þitt og öll komment á það í fínasta lagi. Bara svíður undan mannamuninum í samfélaginu, það hefði ekki verið opið ef þetta hefði verið einhver þekktur í samfélaginu / vel efnaður eða álíka, sem hefði dáið. Það er amk venjan að hafa lokað við fréttir um banaslys og önnur andlát.
Skil ekki heldur why það skipti máli að maðurinn hafi sýnt mótþróa við handtöku..?
Votta aðstandendum hans samúð mína +
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.10.2012 kl. 23:34
Það er ekki raunsæ hugmynd að það sé læknir á lögreglustöðinni.
Það er best að ræða þetta einstaka mál ekki meira.
Lögreglan þarf að hafa afskipti af fólki í alls konar ástandi.
Fólk í sykursýkislosti getur verið í ruglástandi þannig að óvanir gætu haldið að viðkomandi væri undir einhverjum áhrifum.
Þyrlubjörgunarmenn eiga von á að ofkældir menn séu orðnir nægilega ruglaðir til að fara að slást við björgunarmennina.
Og við gætum haldið áfram að telja upp alls konar sjúkdóma þar sem hinn veiki er ekki þannig áttaður að hann sé samvinnuþýður.
Margir lögreglumenn eru orðnir mjög færir að greina veikindi frá vímuáhrifum.
En versnar verulega í því þegar viðkomandi er úti á lífinu og veikist undir áhrifum.
Vissulega er lögreglan fastagestur á Slysavarðstofunni með fólk þar til skoðunnar.
En ég teldi sem sagt best að svona helgarfangageymslur væru í beinum tengslum við slysavarðstofu, bráðavakt eða afeitrunardeild.
Það er betra að meðhöndla veikt fólk inni á sjúkrastofnun.
Þar sem eru margir heilbrigðisstarfsmenn, þrautþjálfaðir í að meðhöndla bráðaveikindi, með öll sín tæki og tól við hendina.
Margfalt betri staður til að greina ástandið og bregðast við, heldur en þar sem er eitt tiltekið tæki og einn heilbrigðisstarfsmaður.
Ef að allir þeir sem lögregla þarf að vista til bráðabirgða væru til dæmis vistaðir í Fossvogi,
þá væri það öryggisatriði að viðkomandi fengju skoðun við komu og hægt væri að bregðast mjög fljótt við aðsteðjandi vanda.
Á hinn bóginn gæti starfsfólk Slysavarðsstofunnar fengið aðstoð frá lögreglumönnum og fangavörðum, þegar berserkir ríða þar húsum.
Viggó Jörgensson, 30.10.2012 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.