Fólk með of mikinn frítíma.

Alveg ágætt dæmi um firringu og upplausn Vesturlanda er fyrirbæri eins vísindakirkja og svo Vantrú.  

Þar hafa menn daginn fyrir sér við að níða niður Þjóðkirkju okkar Íslendinga.

Og greinilega ekkert háleitara eða þarfara að þumbast við.   

Vantrúarmenn hafa fullkomið leyfi til að trúa ekki á eitt eða neitt, frekar en þeim sjálfum sýnist. 

Og ættu kannski að láta gott heita, hver í sínu skinni.

En þeim skinnum einhverjum, líður á sálinni ver en svo.  

Er af göfugmennsku ætla ekki að unna sér hvíldar.  

Né líta glaðan fyrr en þeir hafa komið íslensku Þjóðkirkjunni fyrir ætternisstapann.

En munu þeir líta glaðir þann dag er það rættist?

Ég held ekki.

Þekki engan í Vantrú og veit ekki hversu vont fólk er þar á ferð. 

Kannski gott fólk sem af gæsku sinni vill ráða yfir hugsunum annarra og trú þeirra? 

Fólk sem af eðallyndi sínu og göfugmennsku vill fara í það hjálparstarf.

Að bjarga öðrum frá því að hugsa sér eitthvað fallegra. 

En um vonsku heimsins og heimsku mannanna. 

Eða kannski eru þau í Vantrú bara fólk með of mikinn frítíma. 

Sem hefur ekki heyrt af t. d. trúarlögreglunni í Saudi Arabíu er gengur um og lemur fólk.  

Það var a. m. k. ekki fallegt af þeim að ráðast á Guðfræðikennarann í Háskóla Íslands. 

Fyrir mér var það ekkert annað en nútímaútgáfa af galdrabrennu.  

Burt séð frá hvað þau eru í Vantrú, þá hefur ofstækisfólk alltaf fundið sér eitthvað til að ráðast á.

Á miðöldum gátu siðblindir ofstækismenn ekki komið kirkjunni um koll.

Hreiðruðu því um sig innan hennar og létu kollanna rúlla á sínum dýrðlegustu tímum.  

Þeir sem ekki voru réttrar trúar voru aðstoðaðir við að átta sig. 

Á að hugsa ekki eða trúa einhverju öðru en því sama og handhafar sannleikans í trúarlegum efnum.

Rannsóknarrétturinn rak á þessum tíma heilsurækt með öllum nýjustu tækjunum þá.

Og einmitt í tækjasalnum játuðu menn svo villu síns vegar.  

Frá hverri þeir voru svo frelsaðir frekar með hitameðferð, eldfærum, hrísi og olíu ef til var. 

Einn og einn lærdómsmaður var svo tekinn fyrir að bulla einhverja bölvaða vitleysuna um veraldlega hluti.

Eins og að jörðin væri ekki flöt miðja alheimsins sem ekki snérist neitt.  

Á síðustu öld ætluðu þýskir nazistar að rækta hið eina sanna og rétta trúleysi. 

Það voru gallaðir einstaklingar sem ekki létu sér nægja að trúa á hinn guðdómlega foringja.

Efstir á listanum voru þeir sem trúðu öðru en því sem rétthafarnir skipuðu.

Got mit uns var það látið heita svona fyrst um sinn eða á meðan það hentaði. 

En svo átti að hrista eða rista trúna úr höfðinu á mönnum.   

Þar átti að byrja á páfanum og kaþólikkum um leið og við væri komið.    

Eða strax og þeir væru búnir að sjóða niður fáeina gyðinga í viðbót.

Nýlega var hjálpræðismaður réttrar trúar, og hugsunar, lokaður inni í Noregi.

Sá reyndi að bjarga siðmenningunni með hreinsunaraðferðum ofstækismanna.   

Og nú eru ofstækismenn allra landa sem óðast að ná sér á strik.

Allt skal rífa niður og hreinsa burt. 

Og alveg sérstaklega það sem komið hefur mannkyninu í gegnum aldirnar. 

Byrja skal á trúnni af því að hún er jú sýndarveruleiki breyskra manna í jarðlífinu. 

Í því hreinsunarstarfi lætur unga fólkið stundum teyma sig fram fyrir skjöldu. 

Með hliðstæðum hætti og þegar það henti öllum gömlu gildunum í fjármálunum. 

Og tók stjórnina sjálft með nýju aðferðunum.

Reynsla og aðferðir forfeðranna var orðinn ferlega úrelt hjá liði sem kunni ekki einu sinni á tölvu.  

Með nýju aðferðunum þurfti unga fólkið ekki að mæta á réttum tíma, hvorki í skólann eða vinnuna. 

Styttist hreinlega í að ekki þyrfti að mæta neins staðar yfirleitt.   

Því síður að taka til hendinni eða leggja á sig píslir yfirleitt.  

Fráleitt að gera sitt besta, það var gersamlega aftan úr fornöld.  Til hvers eiginlega? 

En allir yrðu samt flottir, ríkir og fallegir, í endalausri velmegð og vellystingum.

Þarna var engin sýndarveruleiki á ferð.

Var það nokkuð?

Spennandi tímar framundan eins og alltaf.   


mbl.is Kirkjan kveikti í sínu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Viggó; sem oftar !

Í rauninni; þarf hvorki Vantrú til - né annan félagsskap, af svipuðu tagi, til þess að grafa undan kirkjunni.

Þjóðkirkjan; hefir verið fullfær um það sjálf, að níða sig niður hjálparlaust, með siðferðilegum sóðaskap frammámanna hennar, auk óheftrar græðgi á fjármuni, sem betur væru komnir í heilbrigðisþjónustunni, til dæmis, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 20:18

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Lofað sé nafn herrans Óskar Helgi. 

Sjúklegir lygarar og siðblindir Guðleysingjar hafa komið sér fyrir í kirkjunni bæði fyrr og síðar.

Jafnvel komist til æðstu metorða, rétt eins og í stjórnmálunum um okkar daga. 

Kirkjan er þó búin að endurnýja forystuna sem er meira en stjórnmálin geta státað af. 

Um óhefta græðgi Guðsmanna get ég ekki vitnað. 

Þó að dætur séra Guðmundar hafi bruðlað í silkisokka frá ökklum og upp eftir himnaríkinu. 

Þá var minn prestur síðast á lopaleistunum við að elda súpu ofan í sársvanga leitarmenn. 

Jú jú ég skal viðurkenna það að nokkuð þótti mér óguðlegt hvað maðurinn bruðlaði með laukinn, lopann og kjetið út í súpuna. 

Og sópaði í pottinn bæði kartöflum, gulrótum og rófum eins og enginn væri morgundagurinn.

Sjálft við lá að lambið í pottinum réðist á prestinn þegar það fékk allt þetta kanínufóður yfir sig. 

Minnti mig þessar tæpu þúsund miljónir sem Össur eyðir í Íslensku friðargæsluna á ári. 

Og þessar sex þúsund miljónir sem hann hendir í allar áttir á ári. 

Ekki þó í sjúkrahúsið á Suðurlandi eða á Íslandi yfirleitt.

En fáeinar spesíur fóru í sjúkraskýli við einhvern Apaflóa í Afríku.

Örugglega ekki minna en ferðin þangað kostaði.   Þó ekki væri. 

Guð fylgi þér austur.   



Viggó Jörgensson, 22.10.2012 kl. 21:02

3 identicon

Sæll á ný; Viggó !

Þakka þér fyrir; skýrt og skorinyrt andsvarið.

Svona; til nokkurrs öryggis, vildi ég treysta á Guðina og Gyðjurnar (í fleirtölu) - svo og hinn mikla Anda frænda minna, austur í Mongólíu, á minni vegferð, Viggó minn.

Ekki illa meint; vitaskuld.

Og; ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 21:15

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Verið þið frændur velkomnir hér á ný. 

Hef því miður ekkert vit eða sérstaka skoðun á Guðfræði.

Nema þeirri að leitast við að láta aðra í friði með trú sína, svo fremi sem hún skaðar ekki aðra. 

Langar einmitt mikið til að kynna mér Guðfræði og heimspeki þeirra þarna austurfrá, áður en ég andast. 

Hindi og allt hvað það nú heitir. 

Gaman ef þú gætir gaukað að mér einhverjum hlekkjum fyrir byrjendur.  Andist 103, eða eitthvað. 

Blessi þig.  

Viggó Jörgensson, 22.10.2012 kl. 22:25

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er ávallt erfitt að tala um trúmál, því miður. En ég fæ ekki staðist...Vantrú og Siðmennt þykir mér, í nanfi trúfrelsis, vilja riðja kirkjunni úr vegi sínum, til þess að sjálfir geta tekið við með sitt trúboð. Sem það virðist vera, þó svo þeir átti sig ekki á því. Leitt að heyra svekkelsi um að meirhlutinn vilji standa vörð um kirkjuna okkar.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.10.2012 kl. 23:59

6 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Viggó !

Því miður; kann ég lítt, á hlekki eða linka - kópíueringar og pastanir, en vísa þér á hina gagnmerku gogglara- leitarvél, þér til aukins fróðleiks, ágæti drengur.

Sem og Wíkípedíuna; að sjálfsögðu.

Þakka þér fyrir; ágæt andsvörin, hér að ofan.

Hjördís !

Jú; vandasamt getur oft verið, að spjalla um trúmálin - þó svo; á léttum nótum sé, jafnvel.

Með; ekki lakari kveðjum - en öðrum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 00:29

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl Hjördís og þakkir fyrir fyrir þessar upplýsingar.

Siðmennt hefur ekki vakið athygli mína. 

Vantrú hefur að mínu mati ekki farið fram með friði. 

Þessi aðsúgur að háskólakennaranum var þeim lítt til sóma svo ekki sé vægara tekið til orða.

Ég skoðaði námsefnið sem kvörtuðu yfir og sá bara alls ekkert athugavert við það.

Þar voru nemendur eindregið hvattir til að skoða öll mál frá öllum hliðum með gagnrýnu og upplýstu hugarfari.

Gjörsamlega og nákvæmlega eins og vera ber í háskólakennslu.  

Veit svo sem ekki meira um þessi félög. 

En hitt sýnist mér ljóst að fyrirbæri eins og vísindakirkja séu ekki annað en fjárplógsstarfssemi, þeirra sem vilja komast að á jötunni. 

Bestu kveðjur. 

Viggó Jörgensson, 23.10.2012 kl. 02:22

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég spyr Wikipedia eins og venjulega Óskar Helgi.

Hélt kannski að þú væri komin eitthvað á stað í þessu.

Bestu kveðjur.

Viggó Jörgensson, 23.10.2012 kl. 02:23

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, illa reyndu þeir að fara með Bjarna Randver.

Og ófjetleg er þeirra ræða einatt á neti þeirra.

En hver er hann, þessi "mikli Andi frænda (þ)inna, austur í Mongólíu," Óskar minn?

Og kýstu ekki Romney eftir þáttinn í nótt?! :)

PS: Þótt góður sértu, Viggó, er það feill hjá þér að segja miðaldakirkjumenn hafa trúað því að jörðin væri flöt. Lestu vísindasögu dr. Þorsteins Vilhjálmssonar eðlisfræðings þar um.

Jón Valur Jensson, 23.10.2012 kl. 02:52

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Minn var heiðurinn Jón Valur, að þú litir hér við.

Já maður missir sig stundum í hálfkæring og að færa í stílinn.

Mér finnst alltaf svo skemmtilegt að jörðin sé flöt og að hægt sé að sigla fram af.

Hér er dásamlegt föstudagssvar frá Vísindavefnum: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=51578

Þó að mig rámi eitthvað í Kópernikus, Galileo og sólmiðjukenninguna, þá veit ég ekkert hverjir það voru sem héldu að jörðin væri flöt.

Án minnsta samviskubits laug ég þessu blákalt upp á þessa dýrðlinga í rannsóknarréttinum og taldi þá ekki muna um eina syndina til.

Hélt að ég slyppi með orðalaginu "...eins og ..." og að það væri orðalag sem mætti teygja svolítið til, eins og að ég væri stjórnmálamaður.

Að "vitleysan" í "háskólamönnunum" hefði verið þessu lík en ekki endilega nákvæmlega svona.

Sem ég hefði auk þess líklega átt að kalla lærdómsmenn frekar en háskólamenn. 

Ég er ekkert nema sekur af þessu og á ekkert að komast upp með svona múður eins og að ég væri kominn úr stjórnmálunum yfir í Vantrú.

En syndirar eru fleiri svo sem að hafa ekki lesið almennilega vísindasöguna hans Þorsteins sem ég á einhvers staðar í fórum mínum.

Og enn fellur á fortíð mína, sál og samvisku.  

Minn stórskemmtilegi sögukennari; Kristján Sigvaldason, talaði oft um vísdómsmennina er töldu jörðina flata.

Ég man bara ekkert hverjir það voru nákvæmlega sem töldu að jörðin væri flöt.

Eða yfirleitt hvort Kristján sagði eitthvað um það.

En kærar þakkir fyrir aðhaldið og innlitið.

E. s. Svo hef ég nokkur andköf yfir andlegum frændgarði Óskars Helga í Mongólíu, hver varðist allra frétta.    

Kærar þakkir fyrir aðhaldið og komuna.

Viggó Jörgensson, 23.10.2012 kl. 05:33

11 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jón Valur !

Hæðni þín; sem spé, í minn garð  - er ekki svaranna virði.

Romney tilvitnun þín; er til marks um illkvittni þína, gagnvart þeim þjóðum, sem Bandaríkjamenn eru að berja á, þessi misserin.

Ertu ekki stoltur af; NATÓ og Pentagon unnandinn, að horfa upp á óvopnuð loftför NATÓ og ESB, granda konum og börnum, austur í Afghanistan og Pakistan, Jón Valur ?

Obama; er sama viðrinið, og Romney drullusokkurinn, helzti vonarpeningur þinn, vestanhafs !!!

Með beztu kveðjum; til ykkar hinna - öngvum; til Jóns Vals Jenssonar, eins mesta hræsnara, í okkar samtíma, hérlendis / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 12:31

12 identicon

ómönnuð loftför; átti að standa þar. Afsakið; fljótaskrift mína, sem varð í bræði minni og gremju, fyrir stundu.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 12:58

13 identicon

Ha? Og ég sem hélt að Óskar Helgi og Jón Valur væru hinir mestu mátar, vinir og samherjar?

Georg B. Ólafsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 15:38

14 identicon

Komið þið sæl; sem áður !

Georg B. Ólafsson !

Við Jón Valur; vorum eindrægir mátar - sem samherjar góðir, unz ég snoppungaði hann (huglægt; vel að merkja) fyrir Pápískuna, og allan þann fordæðuskap, sem henni fylgir.

Síðan; hefir ríkt, einskonar kaldur friður, okkar á milli, Georg, þar til nú, að mér þókti mjög, hér á síðu Viggós - eins og fram kemur, hér ofar.

Á ekki von á; að við Jón Valur komum til með, að standa í neinum reglulegum þrætum, héðan af.

Með þeim sömu kveðjum; sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 20:15

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Óskar Helgi.

Bið þig afsökunar á að hafa talið þig vera kominn eitthvað áleiðis ofan í búddisma.

Þú varst, geri ég ráð fyrir, að tala um að Mongólar hefðu tekið niður styttuna af Lenín og væru þar með bræður þínir í anda, jafnvel frændur. 

Og eins og ég segi þykir með búddismi afar athyglisverður og hvernig búddistar öðlast sinn innri frið og sálarró.

En það var var annars annað mál.

Ertu búinn að líta á Þorláksbúð í Skálholti og hvernig leist þér þá á?

Kærar kveðjur sem fyrr.

Viggó Jörgensson, 23.10.2012 kl. 20:36

16 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Viggó !

Um leið; og ég þakka þér fyrir margfalda gestrisnina, vil ég taka fram, að aldrei náði ég svo til Bhúdda karlsins - eða hann til mín, að ég næði að nema hans ágætu kenningu - ég er líkast til, of jarðbundinn til þess, sýnist mér.

Lenín styttu niðurbrotið; var afbragðs verknaður - jú; jú, lengst aftur í föður föður ættum mínum, á ég til Mongólskra að telja, og er stoltur af, Viggó minn.

Hinn mikli Andi (Shaman) Mongóla; sameinar í eina hátíð á ári (man ekki í svipinn, hvað hún kallast)  - sem tekur Kristna menn, að skipta upp í : Jól - Páska og Hvítasunnuhátíð, misminni mig ekki Viggó - og hlýtur að teljast veruleg hagræðing í, að geta látið eina hátíð, dekka þrjár, ekki satt ?   

Þorláksbúðar framtak; þeirra Árna Johnsen - og félaga hans, hefi ég ekki séð, enn sem komið er, nema í sjónvarpi - blöðum og tölvu, reyndar - og líst ekkert verr á, en margt það annað, sem hérlendis hefir framkvæmt verið, svo sem.

Með sömu kveðjum; sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband