21.10.2012 | 13:44
Lýðræðisferli að troða okkur í Evrópusambandið?
Allt er þetta leikrit Samfylkingarinnar til að fá fram stjórnarskrárbreytingu til að heimilt verði að ganga í Evrópusambandið.
Um það og alls ekkert annað snýst þetta "...lýðræðisferli..." hennar Jóhönnu.
Í eigin störfum hefur Jóhanna rækilega sannað að hún hefur mestar mætur á einræði.
Er afskaplega stolt af þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held það myndi nú teljast til landráðs.
Sindri (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 16:45
Í siðferðilegri merkingu hefur það verið það Sindri.
Þau eru eins og ofsatrúarmenn miðalda.
Fullkomlega sannfærð um að þau hafi rétt fyrir sér.
Og að þjóðinni skuli troða í Evrópusambandið, hvað sem hver segir.
Það séu þau sem viti hvað sé okkur fyrir bestu.
Viggó Jörgensson, 21.10.2012 kl. 19:24
Við munum fá að kjósa um aðild ef / þegar þar að kemur. Jóhanna er ekki svo máttug að hún ein ráði því. Óhætt að slaka á... ;)
Hitt er annað að stjórnarsáttmálinn sem þau gerðu með VG, segir að sótt skuli um...svo hvað er hægt annað en standa við það ? Myndi ekki eitthvað heyrast ef það væri ekki unnið að aðild ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 20:13
Nú bið ég þig að hugsa málið frá öðru sjónarhorni Hjördís.
Þegar ég segi VIÐ í þessu tilliti er ég að tala um okkur íslensku þjóðina.
Það erum við sem höfum forræði yfir landinu okkar Íslandi.
Við ákváðum að stofna hér fullvalda ríki sem við stjórnum og engin annar. Það erum við sem ákveðum hvernig stjórnarfar við viljum hafa.
Það erum við sem erum með stjórnmálamennina í vinnu, úr hópi okkar sjálfra.
Til allt að 4 ára í senn, afhendum við takmarkað umboð til stjórnmálamanna til að fara með hluta af valdi okkar.
Umboð sem við getum, í einstökum málum, afturkallað hvenær sem okkur sýnist, með atbeina forsetans sem VIÐ kusum okkur.
VIÐ erum því ekki að
____FÁ____
að kjósa um stjórnarfar okkar, heldur erum við að ákveða hvernig það á að vera.
Valdið er okkar ekki stjórnmálamannanna.
Og með það vald fer meirihluti kosningabærra manna.
Og þar liggur sök Samfylkingarinnar. Hún hafði aðeins umboð frá minna en 1/3 hluta þeirra sem nenntu á kjörstað, til að hefja þessa Evrópuför sína.
Hún hafði með öðrum orðum ekki heimild meirihluta þjóðarinnar til þeirrar farar.
Og svo alvarlegt þykir slíkt umboðsleysi nú á tímum að Samfylkingin mun réttilega bíða afhroð í næstu kosningum.
Í konungsríkjum fyrri alda hét slíkur erindisrekstur landráð eða drottinsvik.
Og menn voru hálshöggnir fyrir og þótti eðlilegt og sanngjarnt.
Sem betur fer höfum við grafið öxina sem það varpar samt skýru ljósi á hversu alvarlegur hlutur er hér á ferð.
Forystumenn Samfylkingarinnar hafa hagað sér eins og tærir pólitískir fábjánar í þessum Evrópumálum.
Og einhverjir gætu spurt hvort þeir séu það bara ekki.
Nei ég spyr ekkert um það.
Ég hef vitað það lengi.
Viggó Jörgensson, 22.10.2012 kl. 01:50
Takk fyrir þetta Viggó minn..en er það samt ekki þannig að þegar við kjósum, þá veljum við fólk til að sinna málum fyrir okkur ? Sem svo myndar stjórn og gerir stjórnarsáttmála. Eða hvað...á almenningur að stússast í öllu og endalaust, ef svo, hvað eiga þá 63 Þingmenn að gera ? Valdið er jú okkar í kosninum og við og við í þjóðaratkvæðagreiðslum og þess á milli með aðhaldi á störf þeirra. Kannski er ég eitthvað að misskilja eða utan við mig akkúrat núna...sorrý ef svo er ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.10.2012 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.