20.10.2012 | 23:26
Datt ekki í hug að kjósa en samt algjörlega á móti.
Að um 67% segi JÁ af þeim 40% sem nenntu á kjörstað, þýðir að Samfylkingin segir JÁ.
Um 67% af um 40% kjósenda eru 27% - 28%, af öllum á kjörskrá, eða svipað og kusu Samfylkinguna síðast.
Sem sagt; nákvæmlega engar fréttir. Enda um að ræða stjórnarskrártillögur Samfylkingarinnar og Evrópusambandsins.
Ég hef ekki lesið þessar tillögur þó ég hafi verið, í rúm 30 ár, alveg sérstakur áhugamaður um stjórnlög.
Þessi blekkingarleikur þeirra Össurar og Jóhönnu er ekki yfirlestrar virði hvað þá til að eltast við á kjörstað.
"...Valdið til fólksins..." og allt það er bara eitt kjaftæðið enn sem það fólk tekur.
Eini tilgangurinn er að fá fram breytingu til að heimilt sé að ganga í Evrópusambandið.
Og þá verður valdið endanlega farið frá fólkinu og sýnir vel við hvaða heilsu þau eru í Samfylkingunni.
Sé ekki í tillögurnar komið ákvæði um að heimilt sé að ganga í Evrópusambandið.
Verður því laumað inn í meðförum þingsins á síðari stigum.
Öllum hópum í stjórnlagaráði var stjórnað af útsendurum Samfylkingarinnar og þessu leikriti öllu.
Bara eitt sem skil ekki.
Af hverju var Ragnar Reykás ekki í stjórnlagaráði?
Ragnar er rökvísastur allra lögspekinga af þeim í Samfylkingunni.
Nema auðvitað að hann sé í VG hjá Steingrími frænda sínum.
Kjörsókn um fjörutíu prósent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2012 kl. 02:10 | Facebook
Athugasemdir
Þau hafa verið þrautseig í valdníðslu sinni og hvorki hirt um lög né rétt. t.d. dóm hæstaréttar. Innleitt sendiskrifstofu ESB. og þáð styrki. Þeim vex ásmegin eftir því´sem þau komast upp með meira.
Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2012 kl. 01:14
Rétt Helga þakka þér fyrir.
Nema bara að þessari stjórnarskrá sinni koma þau ekki í gegn
Ný stjórnarskrá þarf að vera eitthvað sem allir flokkar eru sammála um.
Og endurskoðun hennar þarf að byrja á réttum forsendum.
Þar sem allir eru með frá upphafi, án þess að annarleg sjónarmið séu í farteskinu.
Viggó Jörgensson, 21.10.2012 kl. 01:58
anna (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 11:34
Ertu ekki örugglega hjá augnlækni Anna?
Þegar engin eru rökin er rétt að stækka bara letrið.
Þetta var innanhúss kosning hjá ykkur í Samfylkingunni og mér óviðkomandi.
Ég áskil mér rétt til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu framvegis.
Og "kvarta yfir göllum samfélagsins" í allra eyru.
Og einnig í þín eyru.
Vonandi er heyrnin betri en sjónin.
Viggó Jörgensson, 21.10.2012 kl. 19:27
Fyrirgefðu hvað þetta er stórt það er alveg óvart.
Ég er ekki í Samfylkingunni og ég fór á kjörstað og krossaði við eitt NEI (efsta spurning). Ég treysti þessu stjórnarskrárróti enganveginn!
Ég er pirruð útí 60% kjósenda sem nenntu ekki að kjósa því þetta hefði komið betur út ef allir Neiararnir hefðu skilað X-inu sínu!
En aftur biðst ég velvirðingar. Ætlaði ekki að bregða þér
anna (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 23:30
Ha ha ha, það er allt í lagi að gera bjölluat hjá fólki eins og mér sem er sífellt að rífa kjaft yfir einhverju.
Þetta var allt í lagi, sé sullaði bara niður smá kaffi þegar ég opnaði þetta.
Ég skil þig alveg.
Þín leið var að mæta og segja NEI.
Mín leið var að hundsa þetta algerlega og hef sem sagt ekki einu sinni nennt að lesa plagg sem fer beint í ruslafötuna eftir næstu kosningar.
En samþykki alveg að þín aðferð er ekkert síðri. Reyndar eðlilegri og lýðræðislega ábyrgari.
Viggó Jörgensson, 22.10.2012 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.