16.10.2012 | 00:43
Hypjaðu þig burt maður á meðan þú getur.
Í annarri frétt hér á mbl.is er fjallað um komandi valdhafaskiptingu í Kína.
Þar er vísað í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar um viðbjóðslega spillingu í kringum valdamenn í Kína.
Og sérstaklega fjallað um þann gífurlega auð sem systkin og ættingjar komandi forseta hafa náð að sölsa undir sig.
Slíkan viðbjóð viljum við Íslendingar ekkert hafa með að gera.
Við erum nýlega búnir að sjá hvernig íslenskir fjárglæpamenn höguðu sér.
Og höfum alls engan áhuga á að flytja hingað kínverska spillingu og misskiptingu.
Ekki einu sinni fréttastofa RÚV, eða Spegillinn, trúa orði af bullinu í þér.
Komdu þér nú burtu hr. Nubo og hættu þessari lygaþvælu allri.
Sjá greinina á Bloomberg hér.
http://www.bloomberg.com/news/2012-06-29/xi-jinping-millionaire-relations-reveal-fortunes-of-elite.htmlHuang hvattur áfram af forsetanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Facebook
Athugasemdir
það má bæta við fyrirsögnina hjá þér :- og taktu grísinn með þér.
Óskar, 16.10.2012 kl. 00:55
Þaðer alltaf hálf skondið þegar íslendingar hneikslast á spillingu annarstaðar fjölskyldu og vinatengslum en búa sjálfir í mesta bananalýðveldi evrópu.
Þorvaldur Guðmundsson, 16.10.2012 kl. 06:53
Já Óskar það fer nú, sýnist mér, að styttast í það....
Viggó Jörgensson, 16.10.2012 kl. 18:32
Sammála þér Þorvaldur.
Og það var nú minn punktur.
Við höfum næga spillingu hér heima.
Þó að við förum ekki að flytja hana inn líka.
Og það í áður óþekktum stærðum.
Viggó Jörgensson, 16.10.2012 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.