Þarna er alþjóðaauðvaldinu rétt lýst. Bölvaðir aumingjar.

Það er eins og þessir menn séu að byrja í hinum sveiflukennda áliðnaði.

Græddu fjögur þúsund miljónir á síðasta ári og hafa grætt alveg gífurlega á undanförnum árum og áratugum. 

En hafandi hlaupið úr landi með fjögur þúsund miljónirnar sem þeir græddu í fyrra. 

Auðvitað vælandi yfir einhverjum skattgreiðslum. 

Á þessu ári skal svo grenjað í alvöru út af smá mínus sem er áttundi hluti af gróða síðasta árs.

Tapið draga þeir svo frá sköttum þegar þeir stórgræða næst. 

Og nú skal notað tækifærið og sparka duglega í starfsfólkið sem færði þeim gróðann í fyrra.

Og okkur landsmenn sem útvegum þeim rafmagnið á kostnaðarverði ef við borgum þá bara ekki með því?  

Segi það einu sinni enn: Íslendingar eiga sjálfir að eiga öll álverin. 

Og á eftir að segja það oftar.   

Eigendur álveranna hafa sogið úr okkur blóðið og skera nú niður starfsfólkið við trog.    

Svona fréttir, í sláturtíðinni, geta barasta breytt manni í kommúnista.

Þjóðnýtið álverin !!!!

Áfram Steingrímur !!!

Kjósum VG !!!!

Það er þá þokkalegt helvíti að verða.  


mbl.is 13 sagt upp í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er að ég held alveg bannað að blogga bólufreðinn eða á vodkaflösku númer 2.

Saevar Einarsson (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 02:38

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jamm því trúi ég vel.

En hvernig snertir það okkur sem ekki erum bólufreðnir (hvaða orð er þetta annars?)

eða okkur sem nennum ekki að eyða tímanum í áfengisdrykkju....?

(Þegar ég fer á þorrablót fæ ég mér yfirleitt bjór, þegar ég er búinn að aka berserkjunum heim, og kannski eitt eða tvö skot.

Ég gæti aldrei drukkið heila vodgaflösku eða hvað þá komist á flösku númer tvö.

En þú segir mér sem sagt að það sé hægt.

Þakkir fyrir innlitið og nýyrðið. 

Viggó Jörgensson, 27.9.2012 kl. 04:34

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er víst VODKA með K.

Viggó Jörgensson, 27.9.2012 kl. 04:35

4 identicon

Það vekur alltaf furðu mína að sjá hve margir halda að fyrirtækjarekstur eigi að vera góðgerðarstarf rekið af hugsjón og að taprekstur sé í lagi hafi fyrirtæki einhverntíman skilað arði.  

sigkja (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 16:49

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þar erum við sammála sigkja.

Er virkilega til fólk sem heldur þetta? 

Það er að segja með einhver önnur fyrirtæki en "non profit" fyrirtæki eins og Hjálpræðisherinn.  

Þetta héldu menn um kaupfélögin og Sambandið enda leið það flest undir lok. 

Hér er örlítill munur á. 

Álverin eru hér með hálfgert gjafarafmagn og eignarhaldið er erlent og hagnaðurinn fer úr landi.

Álverin eru inni í landsframleiðslu en ekki þjóðarframleiðslu. 

Þetta er bara ekkert gott mál fyrir okkur Íslendinga.

Miðað við það sem gæti verið ef við værum ekki enn svo vitlaus að leyfa útlendingum að hlaupa burt með landsins gæði.

Sem kunna svo ekki að skammast sín frekar en fyrr. 

Viggó Jörgensson, 27.9.2012 kl. 17:18

6 identicon

Já, ég skil; útlendingar eiga að reka sín fyrirtæki eins og góðgerðarstofnanir. Aðeins sannir Íslendingar sem stunda verslun og viðskipti, mest með byggingavörur og fasteignir eiga að reka fyrirtæki með arði þar sem þeir geta sagt upp fólki eftir hentugleika.

Takk, gat ekki verið skýrara.

sigkja (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 17:46

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og ekki voru það mín orð.

Við komumst ekkert áfram með að þú reynir að snúa út úr einhverju sem ég skrifaði að hluta í hálfkæringi.

Ert þú ánægður með það sem þjóðin fær út úr virkjanaframkvæmdum sínum? 

Ánægður með rafmagnsverðið sem álverin borga?

Viggó Jörgensson, 27.9.2012 kl. 19:24

8 identicon

Ertu nú að segja að Íslendingar séu aumingjar sem eru ófærir um að semja um gjöld, skatta, laun og raforkuverð við útlendinga og þess vegna beri útlendingunum að aumkva sig yfir okkur og reka sín fyrirtæki með tapi?

sigkja (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 19:56

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já við höfum verið óttalegar undirlægjur í þessum samskiptum, bölvaðir aumingjar bara.

Erlendir álverseigendur eiga ekki að aumka okkur.

Þeir eiga bara ekkert að eiga hérna álver.

Þau eigum við að eiga sjálf og erum óttalegir bölvaðir aumingjar að hafa ekki getað sett upp álver sjálf.

Kom ekki hérna amerískur lögfræðingur og setti upp álver, si svona, í Hvalfirði?

Já við ætlum seint að læra af sögunni.    

Viggó Jörgensson, 27.9.2012 kl. 20:09

10 identicon

Þannig að titillinn er öfugmæli, við erum aumingjarnir. En fyrir starfsmenn þessa fyrirtækis eru það sem betur fer ekki Íslendingar sem eiga það. Ávöxtunarkrafa Íslenskra fyrirtækja er það miklu hærri að uppsagnirnar hefðu byrjað miklu fyrr og fjöldinn hefði verið margfaldur.

Íslendingar meiga eiga það að þá skortir ekkert í frekju, öfund og græðgi þó vitið skorti og útlendingahræðslan sé að kæfa okkur. Það má varla minnast á að einhver hafi hærri laun en meðaljóninn eða að fyrirtæki dirfist að skila hagnaði svo bloggheimur rísi ekki upp á afturfæturnar í heilagri vandlætingu heimtandi "réttlæti". Og ef útlendingar eiga fyrirtækið þá eru það hinir mestu vargar og illmenni að dirfast að hagnast á viðskiptum við Íslendinga.

Okkur er ekki við bjargandi.

sigkja (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 21:04

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Flottur.

Viggó Jörgensson, 27.9.2012 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband