1.7.2012 | 01:00
Þjóðin heiðrar Ólaf en niðurlægir Jóhönnu.
Ólafur Ragnar Grímsson stóð sig glæsilega í sjónvarpinu í kvöld.
Hann beindi umræðunni frá sjálfum sér og að hagsmunum þjóðarinnar í framtíðinni.
Tryggja þyrfti að þjóðinni gæfist betri tími til að kynna sér frambjóðendur framtíðarinnar.
Helst með að tryggja að Alþingi lyki tímalega störfum fyrir forsetakosningar.
Þóra Arnórsdóttir var eðlilega í miklu spennufalli eftir annasamt vor.
Í byrjun hennar kosningabaráttu sýndu skoðannakannanir að hún væri næsti forseti.
Á þeim bæ virtust menn hreinlega trúa því að Þóra næði kjöri.
Sem var frámunalega barnalegt þar sem lítið er vitað um Þóru.
Hvaða námi lauk hún?
Hvað hefur hún starfað um daganna?
Annað en að lesa upp fréttir og spurningar í sjónvarpi?
Eftir að hafa leitað með logandi ljósi í því landráðabæli sem kallar sig Samfylkingu.
Fann forystan þar engan hæfan til forsetastarfa sem ekki var von.
Og lagðist því á Þóru Arnórsdóttur að bjóða sig fram svo fella mætti Ólaf Ragnar í hefndarskyni.
Þóra fæddist inn í Alþýðuflokkinn sem núna heitir Samfylkingin.
Allt var þetta afleit hugmynd hjá þeim Össuri og Jóhönnu.
Eins og allt annað.
Held að úrslitin séu ráðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:04 | Facebook
Athugasemdir
Alþýðubandalagið tók þátt í að stofna Samfylkinguna. Ólafur Ragnar var formaður Alþýðubandalagsins í 8 ár.
http://is.wikipedia.org/wiki/Al%C3%BE%C3%BD%C3%B0ubandalagi%C3%B0
Heiðar (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.