Dýr í mögulegri útrýmingarhættu á öll að gera upptæk, strax og þau finnast.

Ísland er aðili að alþjóðasamningi um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. 

Samkvæmt honum áttu tollverðir að gera marðardýrið upptækt þegar í stað. 

Sjá:  http://www.althingi.is/altext/125/s/0227.html

Þar fyrir utan getur kvikindið verið með hundæði, fuglaflensu og einhver ósköp af dýrasjúkdómum sem okkur vantar ekki.

Forkastanlegt ef kvikindið hefur sloppið inn í landið.

Hafi maðurinn hent dýrinu fyrir borð hefur það synt til lands. 

Sem gæti þá haft hörmulegar afleiðingar fyrir íslenskt dýralíf. 

Bæði út af smithættu og einnig ef þetta hefur verið hvolpafull læða. 

Rétt eins og þegar minkurinn slapp hér laus.  

Stærsta tegund marðardýra getur orðið 23 kíló að þyngd og getur drepið hreindýr. 

Mann þennan á að handtaka og rannsaka alla hans hagi í samráði við Interpol.

Reka hann svo úr landi með endurkomubanni. 


mbl.is Marðardýri smyglað til landsins með Norrænu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha þú ert ekki alveg með staðreyndirnar á hreinu kall :)

http://en.wikipedia.org/wiki/Ferret

ferrets, þessi týpa marðardýrs, er ekki í útrýmingarhættu. ekki nema þá þetta hafi verið black footed ferret en ég held að þeir séu yfirleitt ekki seldir í gæludýrabúðum á norðurlöndum. ég veit um nokkra á íslandi sem hafa átt merði og eru þeir hin gæfustu dýr.

það væri því afar forvitnilegt ef þú gætir bent mér á hvar ég get lesið um 23 kílóa tegundina :)

jónatan bói (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband