10.5.2012 | 06:07
Of margir komnir í dópið hérlendis.
Réttast væri að vona að þetta sé alveg einstakt tilvik en við hverju er að búast?
Það líður ekki öllum vel á sálinni í þjóðfélaginu okkar.
Hérlendis er opið heimboð til erlendra glæpamanna til að markaðssetja og selja unga fólkinu eiturefni.
Þetta hefur verið að undirlagi íslenskra stjórnmálamanna sem létu landið verða aðila að Schengen.
Hér hafa leynst axarmorðingjar og hvers konar óþjóðalýður frá Schengen löndum.
Erlendur maður var fyrir nokkrum árum tekinn fyrir stórkostlegt smygl á eiturlyfjum.
Eftir fangelsisvist var hann rekinn úr landi fyrir fullt og allt.
Hann var samt kominn hingað til landsins eftir fáeina mánuði og er ábyggilega hérna ennþá.
Til margra ára hefur það verið þannig hérna sunnanlands.
Að þeir sem þurfa að skilja eftir bíla utan alfaraleiða, t. d. vegna bilunar yfir nótt.
Þurfa ekki að búast við að koma að bílnum í heilu lagi, þegar þeir hyggjast sækja hann.
Þá er vísast búið að stela hljómflutningstækjum og undan honum bæði dekkjum og felgum.
Eða jafnvel bílnum í heilu lagi og byrjað að brytja hann niður í varahluti af gestunum frá Schengen.
Þeir sem skilja bíla eftir til lengri tíma utan alfaraleiða mega svo búast við eyðileggingu þeirra.
Í malargryfjum eða á sambærilegum stöðum voru vinnuvélar einatt skotnar af byssumönnum.
Sjálfsagt þykir að brjóta ljós og rúður í öllum gömlum bílum og tækjum.
Auk þess er öllu er stolið steini léttara meira að segja á vöktuðum geymslusvæðum.
Það nýjasta er að gestirnir frá Schengen stela öllum hvarfakútum, hvar sem til þeirra næst.
Í þeim er dýr málmur sem hægt er selja til endurvinnslu.
Þessir sem skemmdu bíl grunnskólakennarans hafa hins vegar væntanlega verið íslenskir dópistar.
Og mögulega fundist upplagt að ná sér niðri á þeim sem ætti svona nýlegan og vandaðan bíl.
Kannski haldið að þetta væri bíll ráðherra eða alþingismanns.
Þá færi maður kannski að skilja þetta.
Að sjálfsögðu óþolandi þróun og algerlega ólíðandi.
En hér hefur löggæslan verið skorin niður við trog.
Úti á landi hefur lögreglan ekki efni á eftirlitsferðum lengur. Má þakka fyrir að komast í neyðarútköll.
Þökk sem alþingismönnum og ríkisstjórn.
Þegar búið er að greiða eðlilegan kostnað við utanríkisþjónustuna s. s. rekstur sendiráða.
Fara árlega yfir sex þúsund miljónir í utanríkismál sem Össur er hreinlega að leika sér með.
Þar vantar ekki peninganna enda er Össur búinn að heimsækja allar heimsálfur oft nema helst Suðurskautslandið.
Og svo var Jóhanna að panta nýja ráðherrabíla með öryggisgleri.
Ekki vantar peninganna þar.
Þetta eru ekki fífl nema það sjáist á einhverju.
Árið 2004 sagði Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður, í Viðskiptablaðinu, um áform um að kaupa nýja ráðherrabíla:
"...Hvarflar að ráðherrunum að hægt sé að spara á þessum útgjaldalið skattborgaranna á sama tíma og lögð er til lokun á bráðadeild Landspítalans, neyðarmóttöku í nauðgunarmálum eða að loka endurhæfingardeild fyrir 32 fjölfatlaða einstaklinga í Kópavogi?..."
Ef þetta er sama Jóhanna og nú pantar sér nýja ráðherrabíla.
Þá er hún gengin af því litla viti sem kannski var. Eða siðblind eftir allt saman.
Hér má sjá hlekk á Ríkiskaup þar sem fram kemur að búið er að semja við sjö bílaumboð um kaup á ráðherrabílum:
http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/15130
Eins og venjulega er ríkisstjórnin í feluleik við okkur fólkið í landinu.
Við megum ekki vita neitt um bílasamninginn.
Og til að auka á feluleikinn er kaupandinn Rekstrarfélag um stjórnarráðsbyggingar.
Þar verður kannski hægt að fela bifreiðakostnaðinn inni í einhverjum vaxtakostnaðarlið.
Allt uppi á borðum í opinni stjórnsýslu lofaði Jóhanna, þegar hún settist í stjórnarráðið, og dró gardínurnar niður.
Rústuðu bíl grunnskólakennara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2012 kl. 10:44 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Viggó, ertu nú ekki full fljótfær að dæma þetta sem verk útlendinga, og það frá Schengen...??. Eigum við ekki að leyfa lögreglunni að rannsaka málið og sjá hvort að einhver gefi sig ekki fram sem geti komið með upplýsingar um málið áður en að dómstóll götunar og heykvíslahjarðarinnar kveður upp sinn dóm, ætli það komi ekki síðan í ljós að þetta eru bara óalandi íslenskir landsbyggðarunglingar sem hafa fengið lámarks uppeldi af hálfu íslenskra foreldra sinna sem virðist vera lenska hér á landi.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 07:47
Ég held einmitt að þetta séu íslenskir pörupiltar sem skemmdu þennan bíl þarna fyrir norðan.
Við erum sammála um að það sé líklegast.
En ég á ekki von á að menn geri svona lagað nema dópaðir eða undir einhverjum áhrifum.
Ef menn eru að þessu án þess að vera í vímu er ástandið orðið enn alvarlegra en við héldum kannski.
Ég gef mér að þetta sé tilviljun en beinist ekki að kennslukonunni persónulega.
Hitt var ég að tala um að stórglæpamenn frá Balkanlöndunum eru búnir að hreiðra hér um sig.
Það hafa lögreglumenn staðfest við mig persónulega.
Þessir menn hafa flutt inn áður óþekkta hörku og ósvífni.
Menn frá þessum löndum hafa oftar en einu sinni ekki hikað við að lúberja, og nærri drepa, lögreglumenn okkar.
Þessir menn eru ekki bara að ræna hér Rolex úrum. Þetta er skipulagður og stórfelldur iðnaður.
Eitthvað sem ekki hefði þurft að koma til hér á þessari eyju norður í Atlantshafi.
Ef hingað væru bara ekki allir velkomnir, sama hvernig sakaskráin þeirra lítur út. Út af Schengen aðildinni.
Tölvukerfi Schengen átti að vera til stórkostlegra framfara. Það gat svo sem litið vel út af pappírunum í upphafi.
En þessar þjóðir þarna austur frá skrá glæpamennina einfaldlega ekki inn í kerfið. Ekki einu sinni menn sem eru eftirlýstir heima hjá sér.
Og þegar ég segi að of margir Íslendingar séu komnir í dópið. Þá kenni ég þessum glæpamönnum úr austurvegi að hluta til um það.
Það staðfesta einfaldlega dómabækurnar. Og hlutfall afbrotamann fyrir dómstólum hérlendis er mun hærra hjá útlendingum en Íslendingum.
Svo er ég sammála þér um margir hafa fengið lágmarksuppeldi eða minna.
En samkvæmt minni reynslu, af því að hafa unglinga í vinnu, þá eru þeirri betri í vinnu a. m. k., utan af landi.
En við hverju er að búast þegar foreldrarnir eru sjálfir óuppaldir hjá agalausri þjóð.
Sjáðu hvernig skríllinn hagar sér á Alþingi.
Viggó Jörgensson, 10.5.2012 kl. 09:18
Range Rover=Game over
Hummer=Bömmer
Land Cruiser=Grand Looser.
Allir sannir Íslendingar hata þá sem eiga ofangreinda bíla.
Hvers vegna haldið þið að svo sé???
sammi (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 10:16
Mikið rosalega býrð þú yfir miklum upplýsingum. Þú getur bara fullyrt án allra gagna að þetta hafi verið A)ungmenni B)að þauhafi verið undir áhrifum fíkniefna C)og að það sé útlendingum að kenna.
Það er engin bein tenging á milli fíkniefna og skemmdarverka. Sumt fólk gerir svona lagað aðeins útaf gamninu einu.
Fáfræðilegt blogg,
Vertu sæll
Óðinn (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 12:55
Fíkniefni geta reyndar aukið eyðileggingarhneigð fólks en á því sviði er áfengið líklega versta efnið.
En já sorglegt þegar fólk bullar svona út í loftið sérstaklega þegar kemur að svona alvarlegum málum.
Hallgeir Ellýjarson, 10.5.2012 kl. 18:06
Manni finnst samt óþarfi Sammi að fólk sé eitthvað á móti þeim sem eiga lítinn Land Cruser.
Sérstaklega vel heppnaður jeppi fyrir þá sem þurfa á slíkum bíla að halda.
Viggó Jörgensson, 10.5.2012 kl. 18:30
Það er verið að taka einfaldan hlut og gera hann flókinn.
Þetta hafa bara verið einhverjir krakkar sem gerðu þetta.
Þetta sannar enn og aftur hvað minni íslendinga er stutt, þetta hefur alltaf verið svona og verður.
Og þetta er bara bíll, þetta er engan vegin alvarlegur hlutur.
Teitur Haraldsson, 10.5.2012 kl. 18:34
Sæll Óðinn.
Ég er búinn að lesa töluvert mikið af refsidómum þar sem dópistar koma við sögu.
Þá er ég ekki að tala um þá sem nota kannabis, enda eru þeir yfirleitt friðsamir.
Friðsamari en brennivínsberserkir eins og ég hefur áður tekið fram.
Ég sagði:
A) "...ÍSLENSKIR PÖRUPITLAR..." en slíkir geta verið á ýmsum aldrei eins og þú vonandi veist.
B) "...Þessir sem skemmdu bíl grunnskólakennarans hafa hins vegar VÆNTANLEGA verið íslenskir dópistar..."
C) "...Og þegar ég segi að of margir Íslendingar séu komnir í dópið.
Þá kenni ég þessum glæpamönnum úr austurvegi AÐ HLUTA TIL UM ÞAÐ..."
Sem betur fer þekki ég engan sem stórskemmir augljóslega nýlegan bíl að gamni sínu.
Ég vissi sem sagt ekki eins mikið og þú um það.
Í minni heimsmynd þurfa menn að hafa skemmt sig með einhverjum efnum til að fá slíka hugmynd og framkvæma hana.
Nái lögreglan hinum seku mun þá koma í ljós hvers konar fólk var þarna á ferð.
Hvort það voru t. d. skátar eða einhverjir sem voru búnir að taka heldur hraustlega á því á djamminu.
Fíkniefni losa um hömlur og minnka sjálfsstjórn, dómgreind og svæfa siðferðiskennd. Og þá ég áfengi vissulega með.
Það getur þú sjálfur lesið um í fræðiritum eða í dómasöfnum margra landa.
Þannig að ef illa liggur á mönnum eru þeir töluvert líklegri til skemmdarverka undir áhrifum en allsgáðir.
Hinu sem þú ritar á milli línanna er ég svo sammála þér um.
Að þeir sem kalla dópist séu miklu líklegri til að brjóta af sér í auðgunarskyni.
Ekki sérstaklega til að eyðileggja.
Stjórnarskráin tryggir þér málfrelsi eins og öðrum.
Þannig að þér er meira en velkomið að segja bloggið fáránlegt.
Velkominn aftur.
Viggó Jörgensson, 10.5.2012 kl. 18:56
Sæll Hallgeir.
Sammála þér um fyrri setninguna samanber svarið til Óðins.
Um seinni setninguna vísa ég einnig í svarið til Óðins.
Viggó Jörgensson, 10.5.2012 kl. 18:58
Sæll Teitur.
Ekki var ég nú neinn fyrirmyndarunglingur á sínum tíma.
En að mér hefði komið til hugar að skemma eigur fólks fyrir miljónir eins og í þessu tilfelli.
Það hefði bara aldrei getað gerst og ég man ekki eftir neinum slíkum úr mínum uppvexti.
Menn brutu kannski rúðu með snjókúlu en það var samt ekki ætlun þeirra að brjóta rúðuna.
Og það kom vissulega fyrir á böllum að menn skemmdu innréttingar eða eitthvað annað undir áhrifum.
En það kæmi fyrir að menn gerðu slíkt og annað eins.
Allsgáðir í miðri viku.
Það hefur að minnsta kosti verið svo sjaldgæft að ég man bara ekki eftir slíku.
Þetta er bara bíll en tjónið á honum er á aðra miljón króna ef það þarf að rétta hann sprauta og skipta um einhverjar rúður.
Og hafi þetta bara verið einhverjir krakkar með enga sögu um neyslu.
Sem gerðu þetta bara að gamni sínu.
Þá erum við í enn meiri vandræðum en ég hafði gert mér grein fyrir.
Síðast þegar ég vissi voru kennaralaunin ekki svo há að þetta tjón sé ekki alvarlegur hlutur.
Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að afsaka með tilvísun til aldarháttarins.
Viggó Jörgensson, 10.5.2012 kl. 19:06
Viggó. Þarna bullar þú fram og til baka.
Í fyrsta lagi þá ruglar þú saman hlutum sem snúa að EES samningum og Shengen samningum. Þetta eru sitthvor samningurinn. Heimild ríksiborgara annarra EES ríkja til að setjast að hér á landi er ekki á grunvelli Shengen samningsins heldur EES samningsins. Shengen samningurinn snýst einungis um landamæraeftirlit og samvinnu á baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Ef við viljum ekki að ríksiborgara austur Evrópuríkja innan ESB hafi heimild til að setjast að hér á landi þá þurfum við að segja upp EES samningum til þess. Það breytir engu í því efni að segja upp Shengen samningum.
Ef við gerum það þá lokum við þannig á heimildir allra EES ríksiborgara til að setjast að hér á landi líka ríksborgara annarra Norðurlanda. Og það sem meira er þá falla niður heimildir okkar ríksiborgara til að setjast að í öðrum EES ríkjum þar með talið á hinum Norðurlöngunum. Þar til viðbótar missum við viðskiptasamninga við önnur EES ríki sem mun skaða atvinnuvegi okkar mjög mikið ef við segjum þessum samningum upp.
Hvað varðar Shengen samningin þá hefur aðgangur að upplýsingum á grunvelli hans einmitt hjálpað mjög mikið við baráttuna gegn alþjóðlegri glæðastarfsemi hér á landi. Hvernig heldur þú til dæmis að lögreglan hér á landi hafi getað fengið upplýsingar um ræningjana sem stálu Rolex úrunum frá Michalessan út frá litlu öðru en einni ljósmynd úr öryggismyndavél á örfáum dögum? Það var ekki nóg með það að aðeins örfáum dögum eftir ránið vissu lögreglan hver þessi maður var heldur líka úr hvaða glæpagengi hann er og hverjir aðrir eru í því gengi. Ert þú viss um að aðgangur að Shengen upplýsingabankanum hafi ekkert haft með það að gera? Heldur þú að það hefði breytt einhverju um möguleika þessara manna til að fremja þetta rán ef þeir hefðu þurft að sýna vegabréfin sín þegar þeir komi til landsins?
Shengen samstarfið snýr einungis að landamæraeftirliti og því mun uppsögn hans ekki stöðva neina glæpamenn sem eiga vegabréf. Það mun því í besta falli gera glæpamönnum í farbanni erfitt um vik að komast til landsins. Það er ef þeir eiga þá ekki falsað vegabréf til að sýna í Leifsstöð.
Í öðru lagi þá er vandi þeirra sem hér eru í neyslu ekki til komin vegna glæpagengja frá öðrum EES ríkjum sem hér hafa yfirekið dópmarkaðinn að hluta til. Við Íslendingar neyttum dóps löngu áður en þeir komi til skjalanna. Dópneyslan er einfalelga hluti af félagslegum vanda hér á landi. Ef þessir erlendu glæpamenn heðfu ekki komið hingað og tekið hluta markaðarins af íslenskum dópsölum þá væru þeir dópistar sem kaupa sitt dóp af erlendum glæpahringum einfaldlega að kaupa það af íslenskum dópsölum.
Í þriðja lagi þá er það fáránleg fullyrðing að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir uppgang glæpagengja hér á landi með því að vera utan Shengen. Bretland og Írland eru líka eyríki og eru ekki aðilar að Sherngen samningum. Samt eru þau ekki í neitt betri málum en ríki innan Shengen í baráttu sinni við alþjóðlega glæpastarfsemi. Það sama má segja um EES samningin. Rússneskar glæpaklíkur eru ekki minna vandamál í ríkjum EES og Shengen samninganna heldur en glæpagengi frá ríkjum austur Evrópu sem eru aðilar að EES og Shengen samningunum. Það virðist því ekki stoppa þær glæpaklíkur að hafa ekki þann aðgang að þessum ríkjum eins og glæpaklíkurnar frá ESB ríkjum austur Evrópu. Uppsöng Shengen samningsins mun því aðeins gera heiðarlegu fólki erfiðara um vik að ferðast milli Íslands og annarra Shengen ríkja.
Í fjórða lagi þá er það ekkert nýtt að bílar sem skildir eru eftir á fáförnum vegum séu skemmdir. Þetta hefur verið vandamál í marga áratugi og var alveg jafn mikið vandamál áður en við gerðumst aðilar að EES samningum árið 1994.
Í fimmta lagi þá er Jóhanna ekki að panta sér neina nýja ráðherrabíla. Þessi samningur sem þú vitnar í er einfaldlega afsláttarsamningur fyrir ríkisstofnanir. Það eru síðan forráðamenn hverrar ríkisstofnunar fyrir sig að ákveða hvort og hvenær þær kaupa bíla svo fremi að þau kaup séu innan fjárheimilda þeirra stofnanna. Þessi samningur tryggir þeim hins vegar aflátt af þeim bílum sem þær kaupa frá þeim aðila sem býður best í þessu útboði.
Þó forsætisráðuneytið sé samningaðilinn við það bílaumboð sem best býður þá kom það sýrt fram þegar þessir samningar voru gerðir að hvortk forsætisráðuneytið né nokkurt annað raðuneyti væri að kaupa bíl að svo stöddu. Þegar hins vegar talin er þörf á að endurnýja ráðherrabíl þá fæst nýr ráðherrabíll með afslætti á grunvelli þessa samnings.
Hér er því um að ræða samning sem hefur það að markmiði að fara betur með fé ríkssjóðs með því að ná fram sparnaði í formi magninnkaupa allra ríksstofnana í einum samningi og þar með að spara fé fyrir skattgreiðendur.
Í sjötta lagi þá er það fé sem fer í utanríkisþjónustuna ekki eitthvað fé sem Össur leikur sér með. Þetta er einfaldlega ksotnaðurinn af því að vera í samvinnu við aðrar þjóðir. Margt í þeirri samvinnu hefur verulegan ávinning í för með sér fyrir okkur auk þess sem hluti af þessum útgjöldum eru einfaldlega vegna aðildar okkar af ýmsum alþjóðastofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum, Alþjóða hafrannsóknarstofnuninni og fleiri stofnunum. Ert þú viss um að það væri okkur til hagsbóta að segja okkur úr öllum alþjóðlegum og fjölþjóðlegum stofnunum sem við erum aðilar að og loka öllum okkar sendiráðum jafnvel þó það sparaði okkur einhverja milljarða sem við notum núna í utanríksþjónustuna?
Sigurður M Grétarsson, 10.5.2012 kl. 21:05
Merkilegt hvað menn eru meðvirkir í þessu bílabroti hjá kennurunum.
Halda þessir menn að þetta hafi verið ellilífeyrisþegar í skemmtiferð sem gerðu þessa hluti? Það virðist ekki mega anda á þetta dópistapakk og rumpulýð sem kominn er frá Balkanlöndunum. Glæpalýður sem ætti að senda heim með frímerki á afturendanum. Nei það virðist ekki mega hrófla við eiturlyfjainnflytjendum... Gaman væri að vita hverjir kippa í spottana þar.
Jóhanna (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 21:07
Þegar ég var krakki úti á landi fyrir löngu síðan áður en austurevrópsk tungumál heyrðust töluð nema í þau einstöku skipti þegar Rússatogari lagðist bið bryggju, þá gerðist það ítrekað að menntaskólanemendur á fylleríi skáru á dekkin á bíl rektorsins, sem allir í plássinu vissu auðvitað hvar bjó. Fjölskylda mín átti svipaðan bíl og vorum oft smeyk um að skorið yrði á hann í misgripum en það gerðist þó aldrei.
Það skyldi ekki vera að skýringa á skemmdarverkum á bifreið grunnskólakennarans nú megi e.t.v. rekja til óánægðra og óstýrilátra (íslenzkra) nemenda í ærslagangi?
Loks má ekki gleyma því að einn eiturlyfjainnflytjandi á landinu er stærri en allir hinir samanlagt: það er sjálft íslenzka ríkið.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2012 kl. 23:03
Þú stendur ekki vel málefnalega Sigurður M. Grétarsson.
Byrjar á því að segja að ég sé að bulla. Þú verður að gera betur en vísa í þínar tilfinningar.
Ólíkt þér ætla ég að taka saman svar sem verður byggt á þekkingu og staðreyndum.
Það kemur innan skamms.
Viggó Jörgensson, 11.5.2012 kl. 14:56
Þakka þér Jóhanna.
Þú bendir á eitt stærsta vandamálið í samtíð okkar.
Sem er meðvirkni og endalaus afsláttur á siðferðisgildunum.
Alveg sama upp á hverju menn taka.
Allt skal afsakað.
Hvernig skyldi það enda?
Viggó Jörgensson, 11.5.2012 kl. 14:57
Þakka þér Guðmundur.
Þú ert greinilega yngri en ég.
Við hefðum aldrei skemmt bíla skólastjórans eða kennarans.
Sammála þér um ríkið sem fíkniefnasala og vísa í fyrri skrif mín um kannabis.
Viggó Jörgensson, 11.5.2012 kl. 14:59
Viggó það er því miður mjög algengt í dag að íslensk ungmenni beri ekki virðingu fyrir eigum annarra og þetta á líka við um fólk sem er ekki í neinu rugli. Nú er ég það ungur að ég þekki ekki hvort þetta hafi verið algengt fyrir einhverjum áratugum síðan en ég ef tekið eftir þessu hjá minni kynslóð og þeim sem yngri eru.
Nú nefni ég þetta ekki vegna þess að ég ætla að fullyrða að edrú íslensk ungmenni hafi gert þetta, ég er einfaldlega að benda á að það er ekki bara einn hópur fólks sem kemur til greina.
Það er mjög fordómafullt að reikna með því að einn ákveðinn hópur hafi staðið á bak við þetta og þú ættir að skammast þín fyrir að hugsa á þennan hátt. Það er alveg hægt að gagnrýna Schengen án þess að missa sig í fordómum, það er ekki að hjálpa málstaðnum þínum.
Hallgeir Ellýjarson, 11.5.2012 kl. 17:56
Viggó. Mín skrif snúast einmitt um staðreyndir en ekki tilfinningar og fordómumj eins og þín skrif. Ég er heldur ekki að rugla saman því sem tengis Shengen og því sem tengist EES samningum eins og þú. Það eina sem þú hefur síðan að segja um mín skrif er "þú stendur ekki vel málefnanlega" án þess að færa svo mikið sem eina röksemd fyrir því að ég fari með rangt mál.
Sigurður M Grétarsson, 12.5.2012 kl. 00:22
Þetta er góð athugasemd hjá þér Hallgeir.
Ég skal skammast mín svolítið.
Ég hef það mér til afsökunar að lesa of mikið af sakadómum þar sem fólk í vímu kemur við sögu.
En eiginlega aldrei allsgáð fólk nema þá sjaldan að fólk hafi misst geðheilsu sína.
Og ég skal fúslega viðurkenna að stundum er um áfengisvímu að ræða en hitt er einhvern veginn orðið yfirgnæfandi.
Og enn einu sinni tek ég fram að ég er ekki að tala um kannabisneytendur sem er oftast afar seinþreytt til vandræða.
Viggó Jörgensson, 16.5.2012 kl. 10:49
Sæll Sigurður.
Þú byrjaðir ekki vel með því að tala um bull.
Það bendir ekki til að þú sért sterkur á svellinu málefnalega.
Ég sagðist ætla að taka saman svar til þín, þar sem ég ætla að fara yfir þetta lið fyrir lið.
Þakka þér þolinmæðina.
Viggó Jörgensson, 16.5.2012 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.