9.5.2012 | 22:41
Samfylkingin ætlar að selja það til Kínverja.
Ágangur kínverskra stjórnvalda í að kaupa hér landið í heildsölu er ekki út af engu.
Nú nýlega var kínverski forsætisráðherrann hér á landi til að ýta á eftir landakaupum kínverska ríkisins.
Útsendari Kína, dulbúinn sem auðmaður, vill ólmur kaupa hér eitt prósent af landinu í heildsölu.
Með ljóðalestri og fögrum loforðum er hann búinn að ljúga sig inn á þá kjána í Samfylkingunni.
Sem trúa öllu sem sagt er við þá á útlensku.
Kínverjar eru búnir að kaupa upp auðlindir í Afríku í stórkostlegum mæli.
Og líta á okkur með sama hætti og Afríkubúa.
Að við eigum engra annarra kosta völ en að selja undan okkur landið og auðlindir þess.
Verði kínverskum útsendurum selt hér landið í heildsölu er það rétt aðeins byrjunin.
Það yrði stærra slys en heimildirnar til að selja fiskveiðikvótann til einkaaðila.
Rof á þjóðfélagssáttmálanum og rétt að byrja smíðina á fallöxinni eins og í París forðum.
Ísland ríkast allra landa að ferskvatni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2012 kl. 10:53 | Facebook
Athugasemdir
Persónulega finnst mér þú vera svartsýnn um málið, en þú hefur að sjálfsögðu rétt á því
Garðar Valur Hallfreðsson, 10.5.2012 kl. 14:08
Ha...?!?
Bíddu nú við... Ég hef einmitt verið að lesa mér til um þessa svokölluðu "land- og auðlindasölu" sem þú og fleiri hérna á blog.is eruð að rægja þessa aula í Samfylkingunni endalaust um...
Og þetta blogg þitt er algjört bull...!
Það kemur hvergi fram að stjórnvöld hafi "selt" eitt eða neitt og hvað þá nýtingarréttinn á einhverri ferskvatnsauðlind, hvaðan í andskotanum hefurðu það...? Þú ert að ala á útlendingahatri, heimskri vanþekkingu og rasisma með svona BULLI...!
Það má margt slæmt benda á í fari Kínverja og þeirra hegðunnar í mörgum heimshlutum, en hvernig væri nú að fara með sannleikann en ekki svona rugl og hatursáróður gagnvart þessu uppátæki þeirra þarna með þessa Grímsstaði...
Þú ættir að skammast þín að halda þessum lygum svona blákalt fram...
Sævar Óli Helgason, 11.5.2012 kl. 00:22
Þakka þér Garðar Valur.
Ég las bara mannkynssöguna.
Rauði þráðurinn í henni er barátta um völd yfir lífsgæðum. Þar var eignarréttur yfir landi lykilatriði.
Þegar stórveldi reynir að seilast hér til áhrifa yfir landi er full ástæða til að vera svartsýnn.
Viggó Jörgensson, 16.5.2012 kl. 10:56
Sæll Sævar Óli.
Man eftir skrifum þínum af eyjan.is, og veit að þér er ekki alls varnað.
En við þurfum reglulega að rifja upp mannkynssöguna og mun að hún gengur meira og minna í hringi.
Mannlegt eðli hefur ekkert breyst.
Að hleypa Kínverjum til áhrifa yfir hálendinu er meira slys en þegar fiskveiðikvótinn var einkavæddur.
Ég stend við hvert orð.
Viggó Jörgensson, 16.5.2012 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.