Þá fáum við hundaæði og fullt af nýjum sjúkdómum, í viðbót við ESB sýkina.

Þegar farið verður að flytja hingað hrátt kjöt. 

Og þvælast til og frá landinu með lifandi hunda og ketti án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví.

Þá segja dýralæknar að við fáum eftirtalda sjúkdóma hingað, ýmist oftar en nú er.

Eða alveg nýja og áður óþekkta sjúkdóma hérlendis sem bæði geta lagst á dýr og fólk:   

Njótið í boði Samfylkingarinnar og ESB:  

Þessir dýrasjúkdómar geta lagst bæði á dýr og fólk:    

Veirusjúkdómar:

Aujeszkys veiki (A)

Orsök sjúkdómsins er Herpesviridae genus alphaherpes. Veiran er sjaldgæf. Hundar, kettir, svín, nautgripir og sauðfé geta smitast. Fólk getur smitast. Rottur geta borið smitið. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Sjúkdómurinn dregur hunda hratt til dauða. Veiran getur borist með hundasæði. A-sjúkdómur (B052). 

Kattabólusótt

(C) (Feline poxvirus) Orsök sjúkdómsins er Poxviridae genus orthopox. Veiran er mjög sjaldgæf en fyrirfinnst a.m.k. í Evrópu. Hundar, kettir, hestar, nautgripir, sauðfé og geitur geta smitast. Fólk getur smitast. Veiran getur smitað eftir að hafa verið í mörg ár utan hýsils. Mjög náið samband þarf til að smitið berist frá einu dýri til annars. Greining er staðfest með rafeindasmásjá eða ræktun. Sýking veldur húðeinkennum, hita og öðrum almennum einkennum. C-sjúkdómur (I003).

Hundaæði

Alvarlegar afleiðingar af sjúkdómnum. 

Mikil hætta á að hann berist til landsins ef að varnir verða aflagðar.

Mikil hætta á að dýr og fólk smitist. 

Hættan er af hundum eða köttum sem kæmu frá löndum þar sem sjúkdómurinn er landlægur. 

(A) Orsök sjúkdómsins er Rhabdoviridae genus lyssa. Veiran fyrirfinnst um allan heim að undanskildum eftirtöldum löndum: Ástralíu, Bretlandi, Finnlandi, Færeyjum, Hawaí, Noregi, Nýja-Sjálandi, Írlandi, Íslandi, Japan og Svíþjóð. Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Kettir geta borið smitið án þess að sýna einkenni. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Meðgöngutími getur verið meiri en fjórir mánuðir. Sýking veldur alvarlegum einkennum. Sjúkdómurinn dregur dýr og fólk til dauða. Bólusetning er möguleg. Krafa er gerð um bólusetningu áður en hundar og kettir eru fluttir hingað til lands frá löndum þar sem hundaæði fyrirfinnst. A-sjúkdómur (B058).

Bakteríusjúkdómar

Gulusótt

Sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar og mikil hætta er á að berist með hundum eða köttum frá löndum þar sem smitið er landlægt og dýr eða fólk smitist, séu engar varnaraðgerðir viðhafðar (B) (Canine leptospirosis) Orsök sjúkdómsins eru Leptospira canicola og Leptospira icterohaemorrhagiae. Bakteríurnar fyrirfinnst um allan heim. Hundar geta smitast og flest önnur spendýr en kettir þó sjaldan. Fólk getur smitast. Dýr geta verið einkennalausir smitberar. Smitið getur m.a. borist með þvagi og biti frá sýktu dýri. Greining er staðfest með mótefnamælingu eða smásjárskoðun á blóði. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur m.a.valdið lifrarbólgu. Sjúkdómurinn getur dregið dýr til dauða. Bólusetning er möguleg en dregur aðeins úr fjölda klíniskra tilfella. Lækning með lyfjum er möguleg. Blóðsýni er tekið úr öllum hundum sem fluttir eru hingað og rannsakað m.t.t. þessa sjúkdóms. Bakterían getur borist með hundasæði. B-sjúkdómur (B056).

Ígerðarsótt (C) (Melioidosis)

Orsök sjúkdómsins er Pseudomonas pseudomallei. Bakterían fyrirfinnst a.m.k. í Burma, Filipseyjum og fleiri stöðum í Asíu. Hestar, kettir og nagdýr geta smitast. Fólk getur smitast. Greining er staðfest með ræktun á bakteríum í blóðsýnum. Meðgöngutími er minni en ein vika. Sýking getur m.a. valdið lungnabólgu. Sjúkdómurinn getur dregið dýr og fólk til dauða. Lækning með lyfjum er möguleg. C-sjúkdómur (C613).

Murine typhis

Orsök sjúkdómsins er Rickettsia typhi. Bakterían fyrirfinnst um allan heim. Hundar og nagdýr geta smitast. Fólk getur smitast. Flær eru nauðsynlegir millihýslar. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Meðgöngutími er minni en ein vika. Sýking getur valdið hita og öðrum almennum einkennum. Lækning með lyfjum er möguleg.

Svarti dauði (Plague)

Orsök sjúkdómsins er Yersinia pestis. Bakterían fyrirfinnst a.m.k. í Norður- og Suður-Ameríku, Asíu, Indlandi og Afríku. Hundar, kettir og nagdýr geta smitast. Fólk getur smitast. Flær eru nauðsynlegir millihýslar. Greining er staðfest með mótefnamælingu, smásjárskoðun eða ræktun á bakteríum í blóðsýnum. Meðgöngutími er minni en ein vika. Sýking getur valdið hita, eitlastækkunum, uppköstum, niðurgangi og lungnabólgu. Sjúkdómurinn getur dregið dýr og menn til dauða. Lækning með lyfjum er möguleg. Bólusetning er möguleg. Krafa er gerð um meðhöndlun við útvortis sníkjudýrum áður en kettir eru fluttir til landsins.

Rocky mountain spotted fever

Orsök sjúkdómins er Rickettsia rickettsi. Bakterían fyrirfinnst a.m.k. í Vesturheimi. Hundar og nagdýr geta smitast. Fólk getur smitast. Blóðsjúgandi maurar eru nauðsynlegir millihýslar. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Meðgöngutími er minni en ein vika. Sýking getur valdið hita og útbrotum. Lækning með lyfjum er möguleg. Krafa er gerð um meðhöndlun við útvortis sníkjudýrum áður en hundar eru fluttir til landsins.

Salmonellusýking

Sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar og mikil hætta er á að berist með hundum eða köttum frá löndum þar sem smitið er landlægt og dýr eða fólk smitist, séu engar varnaraðgerðir viðhafðar (B) Orsök sjúkdómsins er Salmonella (ýmsar tegundir). Bakterían fyrirfinnst um allan heim. Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Dýr geta verið einkennalausir smitberar. Mjög náið samband þarf til að smitun verði. Greining er staðfest með ræktun á saursýni. Meðgöngutími er minni en ein vika. Sýking getur valdið þarmabólgum og blóðsýkingu. B-sjúkdómur (C619/C855).

Hérasótt

Alvarlegar afleiðingar af sjúkdómnum og nokkur hætta á að hann berist til landsins ef að varnir verða aflagðar. (A) (Tularemia) Orsök sjúkdómsins er Francisella tularensis. Bakterían er sjaldgæf. Hundar, kettir og nagdýr geta smitast. Fólk getur smitast. Greining er staðfest með mótefnamælingu eða ræktun á bakteríum í blóðsýnum. Meðgöngutími er minni en ein vika. Sýking getur valdið bólgum í eitlum og lungnabólgu. Lækning með lyfjum er möguleg. A-sjúkdómur (B352).

Berklar

Alvarlegar afleiðingar af sjúkdómnum og nokkur hætta á að hann berist til landsins ef að varnir verða aflagðar. (A) (Tuberculosis) Orsök sjúkdómsins er Mycobacterium tuberculosis, M. bovis eða M. avium. Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Greining er staðfest með smásjárskoðun á blóði eða ræktun á bakteríum í blóðsýnum. Sýking getur valdið hita, slappleika og vanþrifum. Sjúkdómurinn getur dregið dýr og fólk til dauða. Lækning með lyfjum er möguleg. A-sjúkdómur (B105).

Miltisbrandur (A) (Anthrax)

Orsök sjúkdómsins er Bacillus anthracis. Bakterían er sjaldgæf. Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Greining er staðfest með smásjárskoðun á blóði. Meðgöngutími er minni en ein vika. Sýking getur valdið háum hita, erfiðleikum með öndun, hröðum hjartslætti og bráðum dauða. Sjúkdómurinn getur dregið dýr og fólk til dauða. Lækning með lyfjum er möguleg. Bólusetning er möguleg. A-sjúkdómur (B051).

 Borreliosis 

( Veldur Lyme sjúkdómi sjá hér;   http://en.wikipedia.org/wiki/Lyme_disease

( 13 tilfelli í fólki á árinu 2011. Sjá:  http://www.landlaeknir.is/pages/1514?query=

Blóðsjúgandi skógarmítlar geta einnig borið veiru sem veldur mítilborinni heilabólgu.  Sama heimild.  

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar Orsök sjúkdómsins er m.a. Borrelia burgdoferi. Bakterían er frekar sjaldgæf. Hundar og hestar geta smitast. Fólk getur smitast. Nauðsynlegir millihýslar eru blóðsjúgandi maurar (skógarmaurar, Ixodes ricinus). Greining er staðfest með mótefnamælingu. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið þreytu, slappleika, hita, eitlastækkunum o.fl. Lækning með lyfjum er möguleg. Krafa er gerð um meðhöndlun við útvortis sníkjudýrum áður en hundar eru fluttir til landsins.

Boutoneneuse fever

Orsök sjúkdómsins er Rickettsia conorii. Bakterían er frekar sjaldgæf. Hundar og nagdýr geta smitast. Fólk getur smitast. Nauðsynlegir millihýslar eru blóðsjúgandi maurar. Meðgöngutími er minni en ein vika. Lækning með lyfjum er möguleg. Krafa er gerð um meðhöndlun við útvortis sníkjudýrum áður en hundar eru fluttir til landsins.

Campylobactersýking

Alvarlegar afleiðingar af sjúkdómnum og nokkur hætta á að hann berist til landsins ef að varnir verða aflagðar. Orsök sjúkdómsins er Campylobacter (ýmsar tegundir). Bakteríurnar fyrirfinnast um allan heim. Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Dýr og fólk geta verið einkennalausir smitberar. Greining er staðfest með ræktun á bakteríum í saursýnum. Meðgöngutími er minni en ein vika. Sýking getur valdið niðurgangi, uppköstum og lystarleysi. Lækning með lyfjum er möguleg.

Smitandi fósturlát í hundum

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómasins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar (A) (Canine brucellosis) Orsök sjúkdómsins Brucella canis, B. abortus, B. melitensis, B. suis. Bakteríurnar fyrirfinnast um allan heim.Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Dýr og fólk geta verið einkennalausir smitberar. Greining er staðfest með mótefnamælingu.. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið fósturláti og ófrjósemi. Lækning með lyfjum er möguleg en árangur óviss. Algengi sjúkdómsins er lágt í Evrópu. Bakterían getur borist með hundasæði. A-sjúkdómur (B103/B253).

Canine ehrlichiosis

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar Orsök sjúkdómsins eru Ehrlichia (ýmsar tegundir). Hundar og hestar geta smitast. Fólk getur smitast. Nauðsynlegir millihýslar eru blóðsjúgandi maurar. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið þreytu, slappleika og atferlisbreytingum. Lækning með lyfjum er möguleg. Krafa er gerð um meðhöndlun við útvortis sníkjudýrum áður en hundar eru fluttir til landsins.

Sníf

Alvarlegar afleiðingar af sjúkdómnum og nokkur hætta á að hann berist til landsins ef að varnir verða aflagðar. (A) (Glanders) Orsök sjúkdómsins er Pseudomonas mallei. Bakterían er frekar sjaldgæf. Hestar og rándýr geta smitast. Fólk getur smitast. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Meðgöngutími getur verið meiri en fjórir mánuðir. Sýking getur valdið lungnabólgu, sárum, eitlastækkunum o.fl. Sjúkdómurinn getur dregið dýr til dauða. Lækning með lyfjum er möguleg. A-sjúkdómur (B209).

Sveppasjúkdómar

Hringskyrfi

Sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar og mikil hætta er á að berist með hundum eða köttum frá löndum þar sem smitið er landlægt og dýr eða fólk smitist, séu engar varnaraðgerðir viðhafðar (B) Orsök sjúkdómsins er Trichophyton mentagrophytes, Microsporum canis eða Microsporum gypseum. Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Dýr og fólk geta verið einkennalausir smitberar. Greining er staðfest með smásjárskoðun á sýnum úr útbrotum og ræktun. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið útbrotum. Lækning með lyfjum er möguleg. B-sjúkdómur (I002).

Sjúkdómar vegna einfrumunga

Babesiosis

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar Orsök sjúkdómsins er Babesia (ýmsar tegundir). Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Blóðsjúgandi maurar eru nauðsynlegir millihýslar. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið niðurgangi, gulu, hita og öðrum almennum einkennum. Lækning með lyfjum er möguleg. Krafa er gerð um meðhöndlun við útvortis sníkjudýrum áður en hundar og kettir eru fluttir til landsins.

Leishmaníuveiki (B)

Orsök sjúkdómsins er Leishmania trypanosomatidae. Hundar, kettir og nagdýr geta smitast. Fólk getur smitast. Smitið dreifist með blóðsjúgandi sandflugum eða við snertingu. Greining er staðfest með smásjárrannsókn á blóði eða mótefnamælingu. Meðgöngutími er minni en ein vika. Sýking getur valdið margvíslegum einkennum. Sjúkdómurinn getur dregið dýr til dauða. B-sjúkdómur (B501).

Chagas veiki

Orsök sjúkdómsins er Trypanosoma cruzi. Hundar, kettir og nagdýr geta smitast. Fólk getur smitast. Þefflugur og blóðmítlar eru nauðsynlegir millihýslar. Greining er staðfest með smásjárrannsókn á blóði eða ræktun. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið einkennum í sogæða-, blóðrásar- og taugakerfi. Lækning með lyfjum er möguleg. Sjúkdómurinn getur dregið dýr og fólk til dauða. Krafa er gerð um meðhöndlun við útvortis sníkjudýrum áður en hundar eru fluttir til landsins.

Giardia

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar Orsök sjúkdómsins er Giardia (ýmsar tegundir). Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Dýr og fólk geta verið einkennalausir smitberar. Greining er staðfest með rannsókn á saursýni. Smitið getur valdið magakvölum og niðurgangi. Lækning með lyfjum er möguleg. Við komu til einangrunarstöðvar eru tekin saursýni til rannsóknar á sníkjudýrum.

Sjúkdómar af völdum agða

Lungnaögður

Orsök sjúkdómsins er Paragonimus westermani. Hundar og kettir geta smitast. Fólk getur smitast. Krabbadýr og ferskvatnsfiskar eru millihýslar. Meðgöngutími getur verið allt að fjórum mánuðum. Smitið getur valdið einkennum í öndunarfærum og heila. Lækning með lyfjum er möguleg.

Blóðögður

Orsök sjúkdómsins er Schistosoma japonicum. Flest spendýr geta smitast. Fólk getur smitast. Sniglar og ferskvatnsfiskar eru millihýslar. Meðgöngutími getur verið allt að fjórum mánuðum. Ögðurnar geta lagst á lifur (gallgöng). Lækning með lyfjum er möguleg.

Sjúkdómar af völdum bandorma

Sullaveikifár

Sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar og mikil hætta er á að berist með hundum eða köttum frá löndum þar sem smitið er landlægt og dýr eða fólk smitist, séu engar varnaraðgerðir viðhafðar (A) Orsök sjúkdómsins er Echinococcus multilocularis. Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Dýr geta verið einkennalausir smitberar. Margar tegundir spendýra eru nauðsynlegir millihýslar. Greining er staðfest með rannsókn á saursýni, mótefnamælingu, röntgenmyndatöku o.fl. Meðgöngutími getur verið meiri en fjórir mánuðir. Sýking getur valdið alvarlegum veikindum hjá fólki og jafnvel dauða. Lækning með lyfjum er möguleg. Krafa er gerð um að hundum og köttum séu gefin lyf gegn bandormum áður en dýrin eru flutt til landsins. Hundum og köttum eru gefin lyf gegn bandormum á meðan á einangrun stendur. A-sjúkdómur (I504).

Sullaveiki

Sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar og mikil hætta er á að berist með hundum eða köttum frá löndum þar sem smitið er landlægt og dýr eða fólk smitist, séu engar varnaraðgerðir viðhafðar (B)Orsök sjúkdómsins er E. granulosus eða E. vogelli. Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Sýking getur valdið alvarlegum veikindum hjá fólki og jafnvel dauða. Margar tegundir spendýra eru nauðsynlegir millihýslar. Greining er staðfest með rannsókn á saursýni, serologiu, röntgenmyndatöku o.fl. Meðgöngutími getur verið meiri en fjórir mánuðir. Dýr geta verið smitberar án einkenna. Lækning með lyfjum er möguleg. Krafa er gerð um að hundum og köttum séu gefin lyf gegn bandormum áður en dýrin eru flutt til landsins. Hundum og köttum eru gefin lyf gegn bandormum á meðan á einangrun stendur. B-sjúkdómur (B053).

Sjúkdómar af völdum þráðorma

Anchylostoma caninum

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar Orsök sjúkdómsins er Anchylostoma caninum. Hundar og kettir geta smitast. Fólk getur smitast. Greining er staðfest með rannsókn á saursýni. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið blóðugum niðurgangi. Lækning með lyfjum er möguleg. Hundum og köttum eru gefin lyf gegn þráðormum á meðan á einangrun stendur.

Strongyloides

Orsök sjúkdómsins er Strongyloides stercoralis. Ormurinn fyrirfinnst um allan heim. Hundar og kettir geta smitast. Fólk getur smitast. Greining er staðfest með rannsókn á saursýni. Meðgöngutími er minni en ein vika. Sýking getur valdið einkennum í húð, öndunarfærum og meltingarfærum. Lækning með lyfjum er möguleg. Hundum og köttum eru gefin lyf gegn þráðormum á meðan á einangrun stendur.

Útvortis sníkjudýr

Áttfætlumaur (Kattamaur) (Cheyletiellosis) 

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar (C))  Orsök sjúkdómsins er Cheyletiella yasguri og Cheyletiella parasitovorax. Hundar, kettir og nagdýr geta smitast. Maurinn getur lagst á fólk. . Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Lyfjagjöf er möguleg. Krafa er gerð um meðhöndlun hunda og katta gegn útvortis sníkjudýrum áður en dýrin eru flutt til landsins. C-sjúkdómur (I511).

Flær

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar

Hundar og kettir geta smitast. Flærnar geta lagst fólk. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Lækning með lyfjum er möguleg. Krafa er gerð um meðhöndlun hunda og katta gegn útvortis sníkjudýrum áður en dýrin eru flutt til landsins.

Lýs

Hundar og kettir geta smitast. Lýsnar geta lagst á fólk. Meðgöngutími er minni en fjórir mánuðir. Lækning með lyfjum er möguleg. Krafa er gerð um meðhöndlun hunda og katta gegn útvortis sníkjudýrum áður en dýrin eru flutt til landsins.

Tunguormur

Orsök sjúkdómsins er Linguatula serrata. Ormurinn er sjaldgæfur. Hundar, kettir og refir geta smitast. Fólk getur smitast. Greining er staðfest með saursýni. Meðgöngutími getur verið meiri en fjórir mánuðir. Sýking getur valdið hnerra, hósta, öndunarerfiðleikum og blóðnösum.

Maurakláði

Sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar og mikil hætta er á að berist með hundum eða köttum frá löndum þar sem smitið er landlægt og dýr eða fólk smitist, séu engar varnaraðgerðir viðhafðar (A) (Scabies) Orsök sjúkdómsins er Sarcoptes scabiei, Notoedres cati o.fl. Flestar dýrategundir geta smitast. Fólk getur smitast. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið kláða og útbrotum. Lækning með lyfjum er möguleg. A-sjúkdómur (I501).

Eyrnamaur

Miklar líkur eru á að smitefni  sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar (C) Orsök sjúkdómsins er Otodectes cyanotis. Hundar og kettir geta smitast. Maurinn getur lagst á fólk. Greining er staðfest með smásjárrannsókn á sýni. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking veldur kláða og óþægindum. Lækning með lyfjum er möguleg. C-sjúkdómur (I509)...."

Hér koma svo þeir dýrasjúkdómar sem ekki leggjast á fólk: 

"...Veirusjúkdómar

Afríkönsk hrossapest (A) (African horse sickness)

Orsök sjúkdómsins er Reoviridae genus orbi. Veiran er sjaldgæf. Hundar og hestar geta smitast. Greining er staðfest með einangrun veiru og mótefnamælingu. Blóðsjúgandi flugur eru nauðsynlegir millihýslar. Bólusetning á hestum er möguleg. Sjúkdómurinn getur dregið hesta til dauða. Veiran getur borist með hundasæði. A-sjúkdómur (A110).

 Kattakvef

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar (Feline calicivirus) Orsök sjúkdómsins er Caliciviridae genus calici. Veiran fyrirfinnst um allan heim. Kettir geta smitast. Sýking veldur einkennum í efri hluta öndunarfæra. Líkur á lækningu eru góðar. Bólusetning er möguleg. Krafa er gerð um bólusetningu áður en kettir eru fluttir hingað til lands. Margir kettir hér á landi eru bólusettir.

Hundafár

Sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar og mikil hætta er á að berist með hundum eða köttum frá löndum þar sem smitið er landlægt og dýr eða fólk smitist, séu engar varnaraðgerðir viðhafðar (B) (Canine distemper) Orsök sjúkdómsins er Paramyxoviridae genus morbilli. Veiran fyrirfinnst um allan heim en þó ekki hér á landi. Hundar, refir og minkar geta smitast. Veiran getur borist frá móður til fósturs. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking veldur ýmis konar alvarlegum einkennum. Sjúkdómurinn dregur dýr oftast til dauða. Bólusetning er möguleg. Krafa er gerð um bólusetningu áður en hundar eru fluttir hingað til lands. Ekki er leyfilegt að bólusetja hunda hér á landi gegn hundafári þar sem notkun lifandi bóluefnis er bönnuð. B-sjúkdómur (I505).

 Kattahvítblæði

Alvarlegar afleiðingar af sjúkdómnum og nokkur hætta á að hann berist til landsins ef að varnir verða aflagðar. (C) (Feline leukemivirus) Orsök sjúkdómsins er Retroviridae genus onco. Veiran er sjaldgæf. Kettir geta smitast. Kettir geta verið einkennalausir smitberar. Náið samband þarf til að smitið berist frá einu dýri til annars. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Sýking getur valdið ónæmisbælingu og æxlismyndun. Sjúkdómurinn dregur dýr til dauða. Bólusetning möguleg en ekki örugg. C-sjúkdómur (I510).

Smitandi lífhimnubólga í köttum

Sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar og mikil hætta er á að berist með hundum eða köttum frá löndum þar sem smitið er landlægt og dýr eða fólk smitist, séu engar varnaraðgerðir viðhafðar (Feline infectious peritonitis) Orsök sjúkdómsins er Coronaviridae genus corona. Veiran fyrirfinnst um allan heim. Kettir geta smitast. Kettir geta verið einkennalausir smitberar. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Sýking getur valdið margvíslegum einkennum. Sjúkdómurinn dregur dýr oft til dauða.

Kattaalnæmi

Alvarlegar afleiðingar af sjúkdómnum og nokkur hætta á að hann berist til landsins ef að varnir verða aflagðar. (Feline immunodeficiency virus) Orsök sjúkdómsins er Retroviridae genus lenti. Veiran er sjaldgæf. Kettir geta smitast. Kettir geta verið einkennalausir smitberar. Kettir bera smitið ævilangt. Náið samband þarf til að smitið berist frá einu dýri til annars. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Sýking veldur ónæmisbælingu. Sjúkdómurinn dregur dýr til dauða.

Hundaherpes

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist í dýr eða fólk hér á landi, frá smituðum innfluttum hundum eða köttum, ef - smitefnið dreifist mjög hratt eða - dýrin geta verið einkennalausir smitberar. Orsök sjúkdómsins er Herpesveira Veiran fyrirfinnst um allan heim. Hundar geta smitast. Hundar geta verið einkennalausir smitberar. Smitið getur borist frá móður til fósturs. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Sýking getur valdið nasakvefi og fósturláti. Veiran getur borist með hundasæði.

Kattafár

Sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar og mikil hætta er á að berist með hundum eða köttum frá löndum þar sem smitið er landlægt og dýr eða fólk smitist, séu engar varnaraðgerðir viðhafðar Orsök sjúkdómsins er Parvoviridae genus parvo. Veiran fyrirfinnst um allan heim. Kettir geta smitast. Kettir geta verið einkennalausir smitberar. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Meðgöngutími er minni en ein vika. Sýking getur valdið alvarlegum almennum einkennum. Sjúkdómurinn getur dregið dýr til dauða. Bólusetning er möguleg. Krafa er gerð um bólusetningu áður en kettir er fluttir hingað til lands. Margir kettir hér á landi eru bólusettir.

Smitandi hóstapest í hundum (Kennelcough)

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar Orsök sjúkdómsins er sennilega Parainfluensuveira, Adenoveira, Herpesveira, Mycoplasma og Bordetellabaktería. Veirurnar og bakteríurnar fyrirfinnast um allan heim. Hundar geta smitast. Hundar geta verið einkennalausir smitberar. Bordetellabakterían getur fundist í barka hunda í allt að þrjá mánuði. Greining er staðfest með ræktun. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking veldur þurrum hósta.

Smitandi lifrarbólga í hundum (C) (Hepatitis contagiosa canis)

Miklar líkur eru á að smitefni  sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar Orsök sjúkdómsins er Adenoviridae genus mastadeno. Veiran fyrirfinnst um allan heim. Hundar geta smitast. Veiran getur skilist út með þvagi í allt að níu mánuði eftir bata. Veiran getur smitað eftir að hafa verið utan hýsils í marga mánuði. Meðgöngutími er minni en ein vika. Bólusetning er möguleg. C-sjúkdómur (I513). Krafa er gerð um bólusetningu áður en hundar eru fluttir hingað til lands. Margir hundar hér á landi eru bólusettir.

Kattaflensa (Rhinotracheitis)

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar. Orsök sjúkdómsins er Herpesviridae genus alphaherpes. Veiran fyrirfinnst um allan heim. Kettir geta smitast. Greining er staðfest með ræktun. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið hita, kvefi, sárum á hornhimnu og fósturláti. Bólusetning er möguleg. Krafa er gerð um bólusetningu áður en kettir eru fluttir hingað til lands. Margir kettir hér á landi eru bólusettir.

Smáveirusótt í hundum (C)

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar. Orsök sjúkdómsins er Parvoviridae genus parvo. Veiran fyrirfinnst um allan heim. Hundar geta smitast. Veiran skilst út með saur í allt að átta vikur eftir bata. Greining er staðfest með rafeindasmásjá eða mótefnamælingu. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið hita, uppköstum og niðurgangi. Bólusetning er möguleg. Krafa er gerð um bólusetningu áður en hundar eru fluttir hingað til lands. Hundar hér á landi eru margir bólusettir. C-sjúkdómur (I512).

Gin- og klaufaveiki

Sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar og mikil hætta er á að berist með hundum eða köttum frá löndum þar sem smitið er landlægt og dýr eða fólk smitist, séu engar varnaraðgerðir viðhafðar (A) Orsök sjúkdómsins er Picorna genus aphto. Veiran fyrirfinnst í Asiu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Öll klaufdýr geta smitast. Hundar, kettir og rottur geta verið einkennalausir smitberar. Greining er staðfest með mótefnamælingum. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið hita og blöðrum í kjafti og á fótum. Bólusetning er möguleg. A-sjúkdómur (A010).

Sjúkdómar vegna einfrumunga

Canine hepatozoonosis

Miklar líkur eru á að smitefni sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar Orsök sjúkdómsins er Hepatozoon canis. Hundar og kettir geta smitast. Blóðsjúgandi maurar eru nauðsynlegir millihýslar. Greining er staðfest með smásjárrannsókn á blóði. Meðgöngutími er minni en fjórir mánuðir. Sýking getur valdið hita, blóðleysi og slappleika. Sjúkdómurinn getur dregið dýr til dauða. Krafa er gerð um meðhöndlun við útvortis sníkjudýrum áður en hundar og kettir eru fluttir til landsins. Við komu til einangrunarstöðvar eru tekin saursýni til rannsóknar á sníkjudýrum.

Sjúkdómar af völdum þráðorma

Angiostrongylus vasorum

Orsök sjúkdómsins er Angiostrongylus vasorum. Hundar geta smitast. Sniglar eru nauðsynlegir millihýslar. Greining er staðfest með rannsókn á saursýni. Meðgöngutími getur verið allt að fjórum mánuðum. Sýking getur valdið einkennum frá öndunarfærum og hjarta. Sjúkdómurinn getur dregið dýr til dauða. Lækning með lyfjum er möguleg. Hundum og köttum eru gefin lyf gegn þráðormum á meðan á einangrun stendur.

Hjartaormur

Miklar líkur eru á að smitefni  sjúkdómsins berist til landsins með hundum eða köttum, frá löndum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir, ef engar varnaraðgerðir eru viðhafðar og - sjúkdómstíðni er að jafnaði mjög há eða - dýrin eru einkennalausir smitberar. Orsök sjúkdómsins er Dirofilaria immitis. Hundar og kettir geta smitast. Mýflugur (Culex, Aedes o.fl.) eru nauðsynlegir millihýslar. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Meðgöngutími er meiri en fjórir mánuðir. Sýking getur valdið slappleika og einkennum frá öndunarfærum. Sjúkdómurinn getur dregið dýr til dauða. Lækning með lyfjum er möguleg. Hundum og köttum eru gefin lyf gegn þráðormum á meðan á einangrun stendur.

Neosporosis

Alvarlegar afleiðingar af sjúkdómnum og nokkur hætta á að hann berist til landsins ef að varnir verða aflagðar. (B) Orsök sjúkdómsins er Neospora caninum. Sníkjudýrið fyrirfinnst um allan heim. Sníkjudýrið er frekar sjaldgæft. Hundar, hestar, nautgripir, sauðfé og svín geta smitast. Smitið getur borist frá móður til fósturs. Greining er staðfest með mótefnamælingu. Meðgöngutími getur verið allt að fjórum mánuðum. Sýking getur valdið vöðvabólgum, húðeinkennum o.fl. B-sjúkdómur (I003).

Trypanosoma

Orsök sjúkdómsins er Trypanosoma evansi. Flestar dýrategundir geta smitast. Kleggjar, stingflugur og fleiri flugnategundir eru nauðsynlegir millihýslar. Greining er staðfest með smásjárrannsókn á blóðsýni. Meðgöngutími er minni en einn mánuður. Sýking getur valdið hita, kláða og bjúgmyndun. Sjúkdómurinn getur dregið dýr til dauða

Sjúkdómar af völdum príona

Kattariða (Feline spongiform encephalopathy)

Orsök sjúkdómsins er prion. Smitefnið er sjaldgæft. Kettir geta smitast. Greining er staðfest með krufningu. Meðgöngutími er meiri en fjórir mánuðir. Sýking getur valdið taugaeinkennum. Sjúkdómurinn dregur dýr til dauða

(Lit- og leturbreytigar VJ). (Sjúkdómar með feitletruðu sjúkdómsheiti eru alvarlegir. Miklar eða nokkrar líkur eru á að sjúkdómar með stækkuðu sjúkdómsheiti, komi til landsins, ef að lifandi dýr hætta að fara í sóttkví. )

 -------------

Heimild: 

Aðalbjörg Jónsdóttir, Auður Lilja Arnþórsdóttir, Gísli Sverrir Halldórsson og Helga Finnsdóttir. 

Áhættugreining vegna innflutnings á hundum og köttum til Íslands, Reykjavík september 2002.

-------------- 

Sótt á vef Landbúnaðarráðuneytisins 14. ágúst 2011. 

Höfundar eru líffræðingur, sóttvarnadýralæknir, sérgreinadýralæknir og dýralæknir. 

Nú er hægt að sjá skýrsluna hér:

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/Skyrslur/ahaettumat_gaeludyr.pdf

Svo er kötturinn minn til sölu. 

 

Several vector-borne diseases in dogs and cats appear to be emerging in the United States, including

babesiosis, cytauxzoonosis, bartonellosis, leishmaniasis, hepatozoonosis, and feline ehrlichiosis.

This article focuses on babesiosis, cytauxzoonosis, and bartonellosis, which have been reported with increased frequency in the United States over the past decade.

http://veterinarymedicine.dvm360.com/vetmed/article/articleDetail.jsp?id=509557

Abstract In Italy, dogs and cats are at risk of becoming infected by different vector-borne pathogens, including protozoa, bacteria, and helminths. Ticks, fleas, phlebotomine sand flies, and mosquitoes are recognized vectors of pathogens affecting cats and dogs, some of which (e.g., Anaplasma phagocytophilum, Borrelia burgdorferi, Dipylidium caninum, Leishmania infantum, Dirofilaria immitis, and Dirofilaria repens) are of zoonotic concern. Recent studies have highlighted the potential of fleas as vectors of pathogens of zoonotic relevance (e.g., Rickettsia felis) in this country. While some arthropod vectors (e.g., ticks and fleas) are present in certain Italian regions throughout the year, others (e.g., phlebotomine sand flies) are most active during the summer season. Accordingly, control strategies, such as those relying on the systematic use of acaricides and insecticides, should be planned on the basis of the ecology of both vectors and pathogens in different geographical areas in order to improve their effectiveness in reducing the risk of infection by vector-borne pathogens. This article reviews the current situation and perspectives of canine and feline vector-borne diseases in Italy. http://www.parasitesandvectors.com/content/3/1/2At the Bayer Animal Health-sponsored 6th Canine Vector Borne World Forum held recently in France, researchers called for greater awareness of canine vector borne diseases (CVBD) and the danger they pose to both animals and humans. The vectors that transmit these diseases are parasites such as fleas, flies, mosquitoes and ticks. Per Veterinary Practice News: “A number of the CVBDs cause real suffering and even death in dogs, and many CVBDs represent a zoonotic risk,” said Dwight Bowman, Ph.D., a professor of parasitology at Cornell University’s College of Veterinary Medicine. “It’s vital that veterinarians and pet owners everywhere understand the seriousness of the threats posed, and take action to prevent transmission of these diseases.” Attendees of the forum are concerned serious diseases like Tick-Borne Encephalitis (TBE) are being underestimated and underreported. TBE is an example of a potentially life-threatening infection that has moved beyond its usual geographical boundaries into Europe and Asia. Because CVBDs are spreading into new regions of the world, forum attendees feel veterinarians should consider testing for rare or exotic infections during diagnosis of sick animals.http://healthypets.mercola.com/sites/healthypets/archive/2011/05/10/researchers-fear-spread-of-canine-vector-borne-diseases.aspx http://cmr.asm.org/content/17/1/136.full.pdfhttp://wwwnc.cdc.gov/eid/article/14/7/pdfs/07-1589.pdfhttp://www.prnewswire.com/news-releases/veterinary-experts-highlight-the-growing-concern-of-canine-vector-borne-diseases-cvbdtm-90886894.htmlhttp://www.2degreesc.com/Files/CCandHealthCh5.pdfhttp://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK45729/ http://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK45727/ http://wwwnc.cdc.gov/travel/
mbl.is Baráttan aðeins til heimabrúks?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband