26.4.2012 | 22:36
Þóra er fulltrúi Samfylkingar og ESB. Bróðurdóttir Jón Baldvins, barnabarn Hannibals. .
Þóra Arnórsdóttir sagði það dónaskap.
Að segja sig fulltrúa Samfylkingarinnar sem er flokkur jafnaðarmanna á Íslandi og arftaki Alþýðuflokksins.
Í blaðaviðtali Eiríks Bergmanns Einarssonar, árið 1996, kynnti Eiríkur Þóru með þessum hætti:
"...Í framvarðarsveit ungra jafnaðarmanna er hin 21 árs Þóra Arnórsdóttir, sem nýverið var ráðin framkvæmdastjóri þeirra.
Þóra er reyndar fædd inn í eina helstu jafnaðarmannafjölskyldu landsins.
Faðir hennar er Arnór Hannibalsson heimspekiprófessor, bróðir Jóns Baldvins formanns.
Faðir þeirra og afi Þóru var síðan vitaskuld Hannibal Valdimarsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokks..."
Þóra var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Kópavogi árið 1994, og var formaður ungra jafnaðarmanna þar.
Þóra var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjaneskjördæmi, í alþingskosningunum árið 1995.
Og svaraði þá spurningu í Alþýðublaðinu:
...af hverju Alþýðuflokkurinnn?
"... Alþýðuflokkurinn er einfaldlega eini flokkurinn sem hefur skýra stefnu í stórum málefnum sem varða mig og mína framtíð. Þar vil ég nefna ESB..."
Einn af ágætustu sonum þjóðarinnar er Ólafur Hannibalsson föðurbróðir Þóru Arnórsdóttur.
Ekki er eiginkona Ólafs síðri; dr. Guðrún Pétursdóttir, er bauð sig fram til forseta árið 1996.
Guðrún er dóttir eins af uppáhaldssonum þjóðarinnar á sinni tíð; Péturs Benediktssonar.
Hann var sendiherra, alþingismaður og bankastjóri Landsbankans og var bróðir Bjarna forsætisráðherra.
Móðir Guðrúnar var Marta Thors dóttur Ólafs forsætisráðherra Thors og frú Ingibjargar.
Árið 1996 var Þóra í framboðsvinnunni fyrir þessa frábæru konu sem dr. Guðrún Pétursdóttur er.
Í blaðaviðtalinu, við Þóru, spyr Eiríkur Bergmann Einarsson:
"... Á Guðrún nokkurn séns úr þessu þegar Ólafur Ragnar mælist með yfir sextíu prósent í skoðanakönnunum?
Það eru tveir mánuðir til kosninga og það er heil öld í pólitík.
Ég trúi ekki öðru en þetta breytist mikið
þegar fólk fer að tengja forsetaframbjóðandann Ólaf Ragnar Grímsson
við stjórnmálamanninn Ólaf Ragnar Grímsson." (Leturbreytingar VJ.)
Spurning hvort að Þóra hafi lengi hugsað Ólafi þegjandi þörfina.
Það er verst að hún skuli vera fulltrúi jafnaðarmanna, Samfylkingar og ESB.
Og ekki fer maður að kjósa ginningarfífl ESB á Bessastaði.
Sem að kjósendur fara bráðum að átta sig á.
Þegar þeir fara að tengja forsetaframbjóðandann Þóru Arnórsdóttur.
Við stjórnmálakonuna Þóru Arnórsdóttur fulltrúa Samfylkingarinnar og ESB á Íslandi.
Það hefur hún þó ráðlagt okkur sjálf.
Þóra mælist með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2012 kl. 01:39 | Facebook
Athugasemdir
Það eru akkúrat svona skrif sem fæla kjósendur frá Ólafi forseta. Sem stuðningsmaður Ólafs Ragnars finnst mér það afskaplega dapurlegt.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 22:55
ég mun veita 'Olafi mitt atkvæði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2012 kl. 00:27
En finnst þér þá að karlinn eigi að vinna Helgi,
ef hann ætlar bara að sitja sem fastast og láta sem honum komi kosningabaráttan ekki við.
Er hann eitthvað ofgóður til að skella sér í hringferð um landið eins og hinir?
Og tala við okkur fólkið í landinu?
En ef þú ert leynilegur aðdáandi Þóru.
Finnst þér það þá heiðarlegt af henni að láta sem eigi enga pólitíska fortíð.
Hvað var svona dónalegt í fortíðinni?
Viggó Jörgensson, 27.4.2012 kl. 00:49
Ég líka Ásthildur, út frammistöðu hans í icesave.
En ekki ef hann ætlar að sitja eins og uppstoppaður inni á Bessastaðastofu.
Þá myndi ég verða að kjósa Ara Trausta.
Er kenndi mér nokkrum sinnum jarðfræði og stjörnufræði í forföllum.
Afbragðsmaður er yrði frábær forseti, þar sem hann er svo hvetjandi fyrir nýsköpunarfólk framtíðarinnar.
Ólafur Ragnar hefur einnig stórkostlega hæfileika til að vera forseti.
Hann sýndi heimsmeistaratakta við að skamma erlenda fjölmiðlamenn í icesave deilunni.
Þegar Jóhanna læsti að sér í taugaáfallinu yfir því að vera orðin forsætisráðherra og vissi ekki sitt rjúkandi ráð.
Þóra Arnórsdóttir sýnist líka afbragðskona en hvar í ósköpunum hefur konan haldið sig um daganna?
Vitum við nokkuð um þessa stúlku?
Ekki ég að minnsta kosti nema þetta að mér finnst hún óheiðarleg að vilja ekki kannast við að vera jafnaðarkona.
Með því að þykjast ekkert vera á vegum jafnaðarmanna í Samfylkingunni.
Eins og að hún hafi aldrei komið þar á bæ.
Það þykir mér ekki byrja vel.
Og svo sé ég ekki hvernig landráðasinnar geta verið í forsetaframboði fyrir okkur íslensku þjóðina.
Hvernig er hægt að vera bæði forseti íslensku þjóðarinnar
og að vilja ganga hér erinda ESB.
Og að ætla að svíkja okkur inn í gömlu nýlendukúgunina aftur?
Viggó Jörgensson, 27.4.2012 kl. 01:06
"Og svo sé ég ekki hvernig fótboltabulla getur verið í forsetaframboði fyrir okkur íslensku þjóðina. Hvernig er hægt að vera bæði forseti íslensku þjóðarinnar og að vilja ganga hér erinda KSÍ. Og að ætla að svíkja okkur inn í gömlu 14-2 vitleysuna aftur?"
Kemur málinu nákvæmlega jafn mikið við og yfirlýsingar að ofan, þ.e.a.s. ekki neitt!
Hólmar (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 08:07
Viggó ... sjálfur er ég ekki stuðningsmaður ESB en mér finnst það fáranlegt og barnalegt að kalla þá sem styðja inngöngu Íslands í ESB landráðasinna. Landráð er alvarlegur glæpur og það er alvarans mál að kalla einstakling landráðamann. Það að vera fylgjandi inngöngu í ESB er ekki landráð. Vitaskuld er í lagi að gagnrýna ESB en þá verður að grípa til skynsamlegrar orðræðu.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 10:28
Ég held að það sé ekki verið að tala um þá sem eru fylgjandi ESB landráðamenn. En ég er afar hugsi til dæmis yfir hvernig ráðamenn reyna endalaust að fara á bak við umræðuna og kalla þessar aðgerðir ekki réttu nafni. Eins og að tala sífellt um að verið sé að semja, þegar raunin er að það er verið að taka upp regluverk ESB upp á fir 100.000 bls sem eru ekki umsemjanlegar. Af hverju ekki segja hlutina eins og þeir eru?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2012 kl. 10:41
Sú ríkisstjórn sem nú situr áætlar að vísa fullgildingu aðildarsamningsins ESB í þjóðaratkvæði. Ef útkoman verður jákvæð er gert ráð fyrir að fara í nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar en til að þær gangi í gegn þarf til samþykki sitjandi Alþingis, þingrof og kosningar, og þá samþykkt nýs Alþingis. Hið nýja þing mundi þannig veita ríkisstjórninni heimild til að fullgilda aðildarsamninginn við ESB. Skil ekki hvernig forsetinn á að geta gripið inn í þennan feril.
Svanur Gísli Þorkelsson, 27.4.2012 kl. 12:53
Sæll Hólmar.
Til hamingju með að vera orðinn sendibréfsfær.
Vonandi nærðu svo einnig tökum á röksemdafærslunni.
Einhvern tímann í framtíðinni. Og áttar þig á að afkoma þjóðarinnar er mikilvægari en fótboltaútslit.
Þakka þér innlitið.
Viggó Jörgensson, 27.4.2012 kl. 15:17
Sæll H. T. Bjarnason.
Ég væri að breyttu breytanda fullkomlega sammála þér.
Ef að forystumenn ESB sinna; ríkisstjórnin sjálf, hefði ekki gripið til landráðabrota í baráttu sinni.
Ég hef margsinnis á síðast liðnum þremur árum.
Rökstutt það ítarlega með tilvísun í viðkomandi grein í landráðakafla almennra hegningalaga.
Sýnt fram að á að icesavesamningarnir voru hrein landráð.
Þannig að ég tel mig í fullum rétti til að kalla það fólk landráðafólk og þjóðníðinga.
Þú ert kannski búinn að gleyma því að Ögmundur Jónasson gekk út úr ríkisstjórninni út af þessu.
Og hæstaréttarlögmaðurinn Atli Gíslason forðaði sér frá þessum samningum.
Og að bresk menntaði doktorinn í þjóðhagfræði Lilja Mósesdóttir forðaði sér líka frá þessu.
Og að Lilja forðaði okkur einnig frá þessu ásamt forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni.
Það var Lilja sem afhjúpaði icesamninganna og þýðingu þeirra á þeim tímum.
Við hefðum átt gjaldeyri fyrir eldsneyti, mat og lyfjum. Búið. Og lífskjörin aftur um áratugi.
Þetta fannst ESB sinnum bara ekkert tiltökumál. Hagsmunir til framtíðar segir Össur.
Við eigum að hokra í fátækt í nokkra áratugi af því að við fáum þá verðlaun í eilífðinni.
Ósk krata um að ganga inn í Evrópusambandið hefur ekkert orðið að gera með skynsamlega orðræðu.
Þetta eru hrein trúarbrögð. Samfylkingin er orðin að trúfélagi.
Svo kvarta þeir trúfélagarnir yfir því skorti á rökum hjá okkur andstæðingum aðildar að ESB.
Fyrir um þremur árum t. d. einn samfylkingarbloggarinn, sem aldrei er með nein efnisrök.
Að það væri ekki hægt að rökræða neitt við okkur. Ég sagðist fús til þess að ræða þetta við hann.
Og spurði hann hvaða áhrif hann teldi að við Íslendingar fengjum á Evrópuþinginu.
Við yrðum með 6 þingmenn þar af um 750.
Fjórum sinnum hef ég ítrekað spurninguna en aldrei fengið svar.
En hann er öflugur á blogginu, með sitt röksemdalausa ESB trúboð, eftir sem áður.
Í þrjú ár hef ég með alls konar röksemdafærslum haldið því fram að við eigum ekki að ganga í ESB.
Ég hef aldrei fengið nein haldbær rök frá ESB sinnum.
Aðeins þessi trúarrök og kvartanir sem eru byggðar á tilfinningum en lítilli eða engri þekkingu.
Ef einhver vildi vera að svo vænn að sýna mér fram á ávinninginn af inngöngu í ESB.
Þá skal ég storma þar inn fyrstur.
En eins og staðan er núna sé ég enga kosti við aðildina umfram það sem við höfum af EES aðild.
En ég sé hins vegar stórkostlega ókosti og miklar hættur.
En ég hef séð aðildarsinna beita öllum brögðum, allt frá landráðum og niður úr.
Og þeir hafa einnig beitt miklum fölsunum og ósannindum.
Einfaldt dæmi að þegar allir forystumenn ESB og helstu þjóðarleiðtogar álfunnar.
Hlupu á milli neyðarfunda um evruna.
Þá hikuðu þau Össur, og Jóhanna, ekki við að segja okkur að þarna væri allt í sjöunda himni.
Þegar okkur hinum sýndist evran vera hreinlega á leiðinni til himna fyrir fullt og allt.
Og rökin vantar áfram.
Þakka þér kærlega fyrir innlitið sem fyrr.
Viggó Jörgensson, 27.4.2012 kl. 15:50
Sæl Ásthildur Cesil.
Ég set hérna inn, til upprifjunar, 91. grein úr landráðakafla almennra hegningalaga.
"91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum. Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin. Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri."
Og það var sem sagt stjórnarþingmaðurinn Lilja Mósesdóttir sem taldi það mikilvægara.
Að segja þjóðinni sannleikann um þessa samninga. Mikilvægara en ríkisstjórnin.
Hún sýndi okkur fram á að icsave samningum hefði hagur íslenska ríkisins verið borinn fyrir borð.
Og það eru landráð.
En þar með er auðvitað ekki sagt, eins og þú segir H. T. Bjarnasyni,
að allir ESB sinnar séu landráðamenn.
En forystumenn þeirrar ferðar eru að mínu mati landráðamenn og ég mun áfram kalla þá réttu nafni.
Og hvað á svo að kalla þessar endalausu blekkingar og falsanir, eins og þú bendir okkur á?
Besta kveðja og þakkir.
Viggó Jörgensson, 27.4.2012 kl. 16:07
Ég fellst efnislega á allt sem þú segir Svanur Gísli.
Nema að ekki er heimilt að fullgilda aðildarsamning, í þjóðréttarlegum skilningi.
Nema að áður sé búið að breyta stjórnarskránni þannig að það sé stjórnskipulega heimilt.
En ég skil þig þannig að þú eigir við að þjóðin verði spurð álits á samingsdrögunum.
Og ég hefði aldrei heldur getað skilið.
Ef einhver hefði sagt mér að íslensk ríkisstjórn.
Myndi einhvern tímann reyna að semja um annað eins og icesave samninganna.
Og ég hefði aldrei nokkurn tímann geta skilið að nokkurri íslenskri ríkisstjórn.
Gæti hugkvæmst að sækja um aðild að ESB án þess að hafa til þess heimild frá íslensku þjóðinni.
Það hafði þessi ríkisstjórn ekki og hefur ekki ennþá.
Og Guð má því einn vita. Upp á hverju þetta fólk gæti tekið.
Það er því nauðsynlegt af hafa forseta er hiklaust nýtir málskotsréttinn til þjóðarinnar.
Hvenær sem þjóðin krefst þess.
Þakka þér kærlega fyrir innlitið.
Viggó Jörgensson, 27.4.2012 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.