Næstu kynslóðir ákveða þetta þá - Ekki við.

Ef að afkomendur okkar meta það svo að þeim henti að ganga í ESB. 

Þá gera þeir það bara.

Núna hentar það okkur alls ekki.

Við höfum ekkert leyfi til að binda slíkan klafa um hálsinn á afkomendum okkar.

Núna er það aðeins á borðinu að við eigum að greiða einhverja 13 miljarða á ári til ESB.

Við höfum mikil not fyrir þessa 13 miljarða hér heima.

Við getum notað þá í fólkið okkar á sjúkrahúsunum, menntakerfið, löggæslu o. s. frv.

Það er ekki okkar mál að greiða kostnaðinn fyrir aðalinn í Evrópu. 

Þó að þeir hafi verið að stækka markaðssvæðið sitt til Austur Evrópu.  

Þann kostnað verða þeir að greiða sjálfir.  Ekki íslenskt barnafólk, sjúklingar, aldraðir eða skattgreiðendur. 

Össur geta þeir fengið frítt. 

Og samfylkigarfólki vær rétt að flytja til ESB landa.

Góða ferð. 


mbl.is Össur: Aðild snýst um langtímahagsmuni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér með þetta Viggó.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 21:03

2 identicon

Hef oft sagt við þá sem sækjast að fara inní ESB

Flytjið til ESB landa, það er ekkert sem stoppar ykkur !

Jamm og góða ferð.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 21:53

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Birgir... ekki hafa áhgyggjur af því. Þúsundir Íslendingar eru að flýlja til ESB landa (ásamt Noreg) í hverjum mánuði.

Fólk er að kjósa með fótunum.

En nettó kostnaður við ESB aðild er í kringum 1-2milljarð.... á móti sparast vaxtakostnaður uppá 10milljarða á ári. 

Kostnaður við að vera í ESB margborgar sig á fyrstu dögunum.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2012 kl. 21:58

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Ásthildur Cesil.

Það er gott að Samfylkingin megi vita að við erum ekki öll

bæði sjónskert, heyrnardauf

og helst ólæs. 

Viggó Jörgensson, 27.4.2012 kl. 01:08

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er nefnilega nákvæmlega punkturinn hjá þér Birgir. 

Við getum vel skilið að þau vilji sjá sig um í veröldinni. 

Og hvað er það eiginlega sem stoppar þau? 

Viggó Jörgensson, 27.4.2012 kl. 01:10

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sleggjan og Hvellurinn.

Þú átt ennþá eftir að sýna okkur þessa útreikninga þína.

Ef þú heldur að við trúum þessum fullyrðingu þína án þess.

Bara ef þú endurtekur hana nógu oft.

Þá ertu alveg að misskilja bæði það og útreikninganna.

Og þetta með að vextirnir séu lægri í Evrópu. Hvað með það?

Þeir vilja ekki lána okkur núna á þessum fínu vöxtum þínum.

Og vilja það örugglega ekki þegar þeir verða komnir með okkur í hálstakið.

Þeir munu segja okkur að við höfum ekki efni á neinum lánum.

Ykkur ESB sinna langar svo óskaplega til að ESB hálstaki íhaldið hennar Jóhönnu.

ESB mun taka okkur öll í hálstak, ykkur líka í Samfylkingunni.

Hvað geturðu eiginlega verið mikill stagkálfur?

Að gleðjast yfir vöxtum sem þú færð aldrei?

Af hverju lána þeir okkur þá ekki núna á þessum gjafavöxtum þínum?

Þú átt líka eftir að svara því.

Hættu svo að berja þig í höfuðið með sleggjunni.

Þó að hvellurinn sé greinilega skemmtilegur.

Þá hefurðu bara orðið lasin af því.

Viggó Jörgensson, 27.4.2012 kl. 01:26

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í fyrsta lagi  þá er ég í Sjálfstæðisflokknum en ekki Samfylkingunni.

Spurning

Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?

Spyrjandi

Hrafn Arnarson

Svar

Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslendinga við að sækja um styrki. Útreikningar og samanburður við framlög aðildarríkja ESB gefa til kynna að nettóframlag Íslands, það er greiðslur til ESB að frádreginni heildarfjárhæð styrkja, gæti orðið á bilinu 3-6 milljarðar íslenskra króna á ári hverju, sé miðað við vergar þjóðartekjur árið 2010. Til samanburðar má áætla að nettóframlag Íslands til EES-samstarfsins hafi verið um 2,9 milljarðar íslenskra króna árið 2010. Þetta mat er háð þó nokkurri óvissu og ber því að taka með fyrirvara. Hér er einungis um að ræða beinan kostnað og tekjur íslenska ríkisins af hugsanlegri aðild en ekki kostnað eða hagnað þjóðarbúsins í heild sinni.



***

Heildarútgjöld Evrópusambandsins á tímabilinu 2007-2013 eru áætluð 975.777 milljarðar evra, eða rúmir 156 þúsund milljarðar íslenskra króna á genginu í október 2011. Útgjöldin skiptast á milli málaflokka á eftirfarandi hátt:





Smellið á myndina til að stækka hana.

Sjá nánari upplýsingar um hvern málaflokk fyrir sig í svari við spurningunni Í hvað er útgjöldum ESB varið?



Útgjöldin eru fjármögnuð með beinum framlögum aðildarríkja sem skiptast milli þeirra eftir umsömdum reglum og taka mið af fjórum gjaldstofnum: tollum, sykurframleiðslu, virðisaukaskatti og vergum þjóðartekjum, eins og sýnt er nánar í eftirfarandi töflu (miðað er við árið 2011):



TekjustofnHlutfall af gjaldstofniHlutfall af tekjum ESB
Vergar þjóðartekjur0,7821%75%
Virðisaukaskattstofn0,3%11%
Innheimtir tollar75%12,5%
Gjald á sykurframleiðslu*0,5%
Aðrar tekjur**1%
*Sykurgjald felur í sér sérstaka álagningu á fyrirtæki sem framleiða sykur en gjaldið er notað til að fjármagna endurgreiðslur á útflutningi umframframleiðslu. Framkvæmdastjórn ESB ákveður árlega upphæð gjaldsins og byggir mat sitt á framleiðslumagni og neyslu sykurs innan ESB og meðaltali áðurnefndrar endurgreiðslu.**Hér er einna helst um að ræða skatta á laun starfsmanna stofnana ESB, framlög frá ríkjum utan ESB til ákveðinna áætlana sambandsins og sektir fyrir brot á samkeppnislögum.



Eins og sjá má í töflunni fer stærstur hluti tolltekna sem aðildarríkin innheimta í sameiginlega sjóði sambandsins. Fjórðungur verður eftir hjá ríkjunum sjálfum og er ætlað að standa undir kostnaði við innheimtuna.



Síðastliðin fimm ár hafa samanlögð framlög aðildarríkja til sambandsins verið að meðaltali 1,12% af samanlögðum vergum þjóðartekjum þeirra. Samkvæmt reglum ESB getur hlutfallið að hámarki verið 1,23%. Sé miðað við þjóðartekjur Íslands árið 2010, sem voru rúmir 1.200 milljarðar, yrði beint framlag Íslands samkvæmt þessum forsendum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna. Á móti félli niður beint framlag til framkvæmdar EES-samningsins, sem var 3,5 milljarðar árið 2010. Samkvæmt mati Evrópunefndar forsætisráðherra frá árinu 2007 (sjá að neðan) þykir ólíklegt að Ísland myndi verða í hópi þeirra aðildarríkja sem greiða mest til ESB sem hlutfall af vergum þjóðartekjum, þá einkum vegna hnattstöðu landsins, harðbýlis og strjálbýlis.



Erfiðara er að meta hversu stóra upphæð Ísland fengi til baka í formi styrkja, sem yrðu þá einna helst til landbúnaðar, dreifbýlisþróunar, atvinnu- og byggðaþróunar og rannsókna. Þetta veltur bæði á niðurstöðum aðildarviðræðna og eins á frumkvæði Íslendinga við að sækja um þá styrki sem í boði verða.



Síðastliðinn áratug hafa fjórar greiningar verið gerðar á kostnaði við hugsanlega aðild Íslands að ESB. Hér er um að ræða greinargerð Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2002, skýrslu Deloitte & Touche fyrir utanríkisráðuneytið frá árinu 2003, skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra frá árinu 2007 og greinargerð utanríkisráðuneytisins frá árinu 2010. Í öllum skýrslunum er tekið fram að það kostnaðarmat sem lagt er fram sé háð mikilli óvissu og beri að taka með fyrirvara. Munurinn á mati þessara fjögurra aðila endurspeglar þessa staðreynd en hitt hefur einnig áhrif að greiningarnar voru unnar á mismunandi tímabilum. Í skýrslum Hagfræðistofnunar og Deloitte & Touche eru bæði settar fram greiningar á kostnaði Íslands fyrir og eftir stækkanir ESB til austurs sem þá voru fyrirhugaðar og urðu að veruleika árin 2004 og 2007, þegar fjöldi aðildarríkja fór úr 15 í 27. Hér verður aðeins skýrt frá þeim greiningum sem gerðu ráð fyrir stækkununum.



Beint framlag Íslands var hæst metið tæpir 15 milljarðar króna af utanríkisráðuneytinu árið 2010 en lægst um 7 milljarðar króna af Deloitte & Touche árið 2003. Nettóframlag Íslands var hæst metið rúmir 10 milljarðar af Hagfræðistofnun árið 2002 en lægst um 2,5 milljarðar af bæði Deloitte & Touche árið 2003 og Evrópunefnd forsætisráðherra árið 2007. Sjá nánari útlistingu á niðurstöðum greininganna fjögurra í eftirfarandi töflu.



 Beint framlagNettóframlag
Hagfræðistofnun HÍ 200212,2-13,28,3-10,1
Deloitte & Touche 20037,2-9,22,4-5,6
Evrópunefnd forsætisráðherra 200710,5-12,12,5-5
Utanríkisráðuneytið 201014,93,0


- Upphæðir eru í milljörðum íslenskra króna og reiknaðar á föstu verðlagi.



Evrópunefnd forsætisráðherra gerir ráð fyrir að nettóframlag Íslands sem hlutfall af vergum þjóðartekjum yrði um 0,25-0,5%, og miðar þar við greiðslur Finnlands og Svíþjóðar og áætlaðan meðaltalsgreiðslujöfnuð ESB-ríkja árin 2008-2013. Sé miðað við vergar þjóðartekjur Íslands árið 2010 mætti þannig gera ráð fyrir að nettóframlag Íslands til ESB yrði á bilinu 3,1-6,2 milljarðar íslenskra króna. Deloitte & Touche þykir hlutfallið 0,35-0,4% vera raunhæft, að teknu tilliti til íslenskra aðstæðna, samanburðar við greiðslujöfnuð þjóða ESB og stefnu ESB varðandi uppbyggingu á strjálbýlum svæðum með einhæft atvinnulíf. Samkvæmt því yrði nettóframlag Íslands 4,3-4,9 milljarðar króna ef miðað er við vergar þjóðartekjur árið 2010. Utanríkisráðuneytið miðar við útreikninga á framlagi Finnlands í áðurnefndri skýrslu Deloitte & Touche við mat sitt á nettóframlagi Íslands og Hagfræðistofnun styðst að mestu leyti við útreikninga frá ýmsum ESB-ríkjum, svo sem Danmörku, Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki.




Í skýrslum Hagfræðistofnunar og Deloitte & Touche er ennfremur greint hvaða málaflokkum mótframlögin myndu beinast að og hver skipting þeirra yrði. Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar myndu styrkir til landbúnaðar vera á bilinu 2,4-2,9 milljarðar íslenskra króna og styrkir til verkefna sem snúa að samkeppnishæfni og samheldni (e. cohesion) um 990 milljónir króna. Deloitte & Touche metur það hins vegar svo að styrkir til landbúnaðar yrðu 2,2-3 milljarðar, styrkir til verkefna sem snúa að samkeppnishæfni og samheldni 1,67-1,75 milljarðar og styrkir til innri málefna 470-940 milljónir króna.



Eins og áður sagði myndi framlag Íslands til EES-samstarfsins falla niður með aðild að Evrópusambandinu. Grundvöllur til þátttöku í samstarfsáætlunum á sviði rannsókna, mennta- og menningarmála, sem kom til með EES-samningnum, yrði sá sami eftir aðild en Ísland fengi aftur á móti fullan aðgang og þátttökurétt í stefnumótun og ákvörðunum um forgangsröðun og áherslur við mótun nýrra áætlana sem ekki hefur verið raunin til þessa. Enginn einn aðili hefur safnað tölfræði um þátttöku Íslands í helstu samstarfsáætlunum ESB frá því að EES-samningurinn tók gildi árið 1994, heldur hefur það verið í höndum þeirra sem sjá um framkvæmd einstakra áætlana. Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, metur það svo að heildarupphæð styrkja til íslenskrar þátttöku í verkefnum hafi numið um 150 milljónum evra eða um 10 milljörðum króna á tímabilinu 1995-2010. Það gera 625 milljónir króna á ári að meðaltali. Samkvæmt þessum útreikningum er hægt að áætla að nettóframlag Íslands til EES-samningsins hafi verið í kringum 2,9 milljarðar króna árið 2010. Rétt er að ítreka að hér er ekki um nákvæma útreikninga að ræða heldur gróflega áætlað mat.



Eins og fram kemur í skýrslu Deloitte & Touche má gera ráð fyrir að íslenska ríkið geri gagnráðstafanir til að mæta auknum útgjöldum ríkissjóðs og tekjutapi vegna aðildar, svo sem með lækkun framlaga til landbúnaðar, lækkun á framlögum til byggðaverkefna og hugsanlegri hækkun virðisaukaskatts á matvæli á móti lækkun tolla á landbúnaðarafurðir.



Að lokum er vert að benda á að þetta svar fjallar eingöngu um útgjöld, tekjur og hreinan kostnað íslenska ríkisins af hugsanlegri ESB-aðild. Kostnaður eða hagnaður þjóðarbúsins er enn annað mál og flóknara því að þá þarf meðal annars að meta hagnað og tap einkageirans og almennra borgara af greiðari aðgangi að mörkuðum, bæði í útflutningi og innflutningi.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2012 kl. 08:55

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=60980

Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2012 kl. 08:55

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kostnaður við gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands nam í fyrra 33 milljörðum króna. Þetta kemur fram í skriflegu svari Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokks, um kostnað við Evrópusambandsaðild.

Gangi spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsframvindu hér á landi eftir, fer vaxtakostnaður Seðlabankans vegna gjaldeyrisforðans minnkandi næstu ár og ætti, samkvæmt svari utanríkisráðherra, að enda í um 8 milljörðum króna á ári fyrir árið 2016. Reynslan sýni hins vegar að ríki sem taka upp evruna hafi getað minnkað gjaldeyrisforða sinn verulega og látið nægja að halda úti eigin gjaldeyrisforða sem nemur milli fjórum og fimm prósentum af landsframleiðslu. „Gjaldeyrisforði Íslands sem næmi um 4 til 5 prósentum af landsframleiðslu ársins 2010 væri því um 61 til 77 milljarðar króna. Áætlaður vaxtakostnaður af gjaldeyrisforða af þessari stærð næmi um 1,8 til 2,3 milljörðum króna á ári, miðað við 3 prósenta vexti," segir í svarinu. Árlegur sparnaður í vaxtakostnaði gæti því numið nálægt sex milljörðum króna á ári þegar fram í sækir.

http://www.visir.is/kostnadurinn-miklu-minni-med-evrunni/article/2012702299939

Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2012 kl. 09:01

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ASÍ: Sláandi munur á vaxtakostnaði íslenskra heimila og evrópskra

Íslenskir íbúðaeigendur greiða mun hærri vexti vegna fasteignalána sinna en gerist og gengur í Evrópu samkvæmt úttekt ASÍ

Gríðarlegur munur er á vaxtakostnaði íslenskra heimila og evrópskra samkvæmt úttekt hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Frá 1998 til 2010 voru nafnvextir á húsnæðislánum í Evrópu í hæsta lagi fimm prósent meðan hérlendis voru þeir tæp tólf prósent að meðaltali.

Hagdeild ASÍ hefur skoðað og borið saman vaxtakostnað heimila á Íslandi annars vegar og í Evrópu hins vegar og miðað við tölur European Mortage Foundation. Niðurstaðan er sláandi að sögn Ólafs Darra Andrasonar, deildarstjóra hagdeildarinnar.

Á árunum 1998–2010 voru nafnvextir af nýjum húsnæðislánum í Evrópu á bilinu 4-5%. Nafnvextir hér á landi (m.v. að raunvextir Íbúðalánasjóðs vegi 75% og raunvextir banka vegi 25% að viðbættri verðbólgu sl. 12 mánaða) hafa á sama tíma verði 11,7% að meðaltali. Munurinn er 7,2% stig að meðaltali og þegar gengið hefur fallið (2001, 2006 og 2008) rýkur þessi munur upp í 10-20% stig.

En hvað kostar þessi mikli vaxtamunur heimilin í landinu? Skoðum dæmi af hjónum með meðaltekjur skv. upplýsingum Kjararannsóknarnefndar og Hagstofu Íslands. Annað hjónanna er í fullu starfi en hitt í 60% starfi þegar þau kaupa þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu í árslok 1997. Tekjur þessara hjóna fyrir skatta voru kr. 257.400 árið 1998 og kr. 578.000 árið 2010. Til einföldunar er gert ráð fyrir að skattbyrðin sé 30% allt tímabilið til að útiloka áhrif skattkerfisbreytinga á útreikninganna. Kaupverðið var 9,7 mill.kr. og það fjármagnað með 65% láni frá Húsnæðisstofnun og 20% láni frá banka, samtals 8,2 mill.kr. og 15% af eigin sparnaði. Lánin eru verðtryggð til 20 ára og til einföldunar eru vextir annars vegar raunvextir af nýjum lánum Íbúðalánasjóðs og meðalvextir banka og sparisjóða. Af þessum lánum er reiknuð árleg greiðslubyrði í desember, þar sem tekið er tillit til verðbólgu sl. 12 mánaða. Jafnframt er þeim verðbótum, sem leggjast á höfuðstólinn á hverju ári, bætt við hefðbundna greiðslubyrði til að auðvelda samanburð við önnur lönd. Til samanburðar er sama lán reiknað miðað við meðalvexti á Evrusvæðinu.

Himinn og haf skilur að íslensku og evrópsku hjónin; þau evrópsku greiða á bilinu 5-800 þús.kr. á ári en þau íslensku borga 1-2 milljónir króna á ári. Ef þessi munur er reiknaður sem hlutfall af tekjum þeirra eftir skatta þurfa íslensku hjónin að eyða 18% meira af ráðstöfunartekjum sínum í greiðslur af húsnæðislánum en þau evrópsku.

http://eyjan.is/2012/01/31/slaandi-munur-a-vaxtakostnadi-islenskra-heimila-og-evropskra-segir-asi/

Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2012 kl. 09:01

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Sleggjan og Hvellurinn. 

Loksins komstu með eitthvað bitastætt.

Nú hef ég eitthvað að lesa yfir helgina.

Kærar þakkir og besta kveðja. 

Viggó Jörgensson, 27.4.2012 kl. 15:11

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú manst samt að við erum með óeðlilega háan gjaldeyrisvaraforða til að byggja upp traust.

Viggó Jörgensson, 27.4.2012 kl. 15:15

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við erum með gríðarlega stóran gjaldeyrisvaraforða tekin að láni frá AGS sem bera vexti. Gjaldeyri.

 Við losnum við megnið af þessum kostnað ef við tökum upp Evru gegnum ESB aðild.

Það er því eðlilegt að taka þennan kostnað með þegar fólk eru að ræða um svokallaðan nettó kostnað við ESB aðild.

Það er ekki nóg að líta bara á eina tölu... það þarf að sjá heildarsamhengið.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2012 kl. 15:30

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nei þetta er fölsun að reikna með tímabundnu og óeðlilegu ástandi til að fá betri útkomu.

Þú verður að gera betur en þetta. 

Viggó Jörgensson, 28.4.2012 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband