Hárrétt viðbrögð hjá lögreglunni.

Lýðræðisleg skoðanaskipti, og málfrelsið, eru grundvallarstoðir undir þjóðfélögum Vesturlanda.

Þau réttindi eru tryggð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og stjórnarskrám. 

Í þúsundir ára er málfrelsi frjálsra manna eðlilega inngróið í menningu okkar Germana. 

Svo rækilega að tilraunir til að afnema málfrelsið eru öllum óheimilar. 

Það væri einnig óheimilt að afnema málfrelsið með stjórnlögum, eða almennum lögum. 

Slík lög teldust rjúfa þjóðfélagssáttmálann og teldust ólög sem að engu væru hafandi.

Fylgismenn kannabisneyslu eru því í fullkomnum rétti til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu. 

Þeir hafa nokkuð til síns máls þó að samfélag þeirra hafi ekki náð þeim þroska að geta tekið þátt í slíkri umræðu.

Fordómalaus skoðun á því máli rennir stoðum undir tvennt.

Að þjóðfélagið muni aldrei ná að útrýma vímuefnum, hvorki áfengi, kannabis eða öðrum.

Því væri mögulega betra að ríkið seldi öll þau vímuefni sem almenningur vildi kaupa.

Þá væri stigu stemmt við glæpastarfsseminni er fylgir sölu ólöglegra fíkniefna. 

Ríkisvaldið hefði meiri upplýsingar um neysluna er nýttust til áhrifa.  

Neysluþjóðþjóðfélög Vesturlanda hafa breytt samfélögum sínum í markaðsvæna keppni.   

Þar sem keppnisgreinarnar eru um fegurð, einkunnir, líkamsrækt, próf, peninga, tekjur og kaupgetu. 

Minna þykir til um mannauð þeirra er höfðu ekki áhuga á þessum keppnisgreinum.

Og helst ekkert er gefið fyrir mannauð þeirra er aldrei komust í lið í þessum markaðsvænu greinum.      

Svo er komið að stór hópur fólks treystir sér ekki til að takast á við tilveru sína án þess að vera í vímu.

Og til þess að hafa ráð á vímunni eru auðgunarbrot þeirra aðalstarfi.

Innbrot, þjófnaður og skemmdarverk eru þeirra framlag til samfélagsins. 

Sumir af þessum einstaklingum nota morfín sem er mjög ódýrt lyf í hinum löglega hluta samfélagsins.

Mín skoðun er sú að óbetranlegir morfínistar eigi einfaldlega að fá hjá lækni sínum, allt það morfín sem þeir vilja. 

Það væri ódýrast fyrir samfélagið og ekki okkar hinna að ætla að stýra lífi annarra fullorðinna einstaklinga.

Og verði það til að stytta líf þessarra einstaklinga er það bara þeirra mál úr því sem komið er.  

Rétt eins og að við tökum ekki tóbakið af einhverjum öðrum þó að það væri auðvitað öllum fyrir bestu.   

Eða færum að stýra matnum ofan í fólk samkvæmt fitumælingu á hverju menn hafa smurt í sig og á.   

Um kannabisefnin gegnir nokkruð öðru máli en um morfín.    

Þau eru ein og sér, minna ávanabindandi en nikótín og jafnvel alkóhól. 

Þeir sem nota kannabis eru yfirleitt friðsamir og til mun minni vandræða en brennivínsberserkir. 

Mögulega valda kannabisefnin, fyrr en alkóhólið, tjóni á vitsmunalífi neytendanna en hvað kemur okkur það við? 

Meginókosturinn við lögleiðingu kannabisefna virðist vera sá:

Að þegar menn hafa yfirstigið þær lagahömlur að vera farnir að nota ólögleg kannabisefni.

Þá virðist styttra í að þeir fari einnig að nota önnur, og afdrifaríkari, efni en kannabis.

Ástæðurnar eru mér ekki ljósar, þó að ég hafi hugleitt þær frá því á unglingsárum er ég kynnti mér þessi mál.  

Gæti það verið vegna þess að viðkomandi er, hvort sem er, kominn röngu megin við lögin?

Gæti það verið vegna þess að sá sem selur þeim kannabisefnin er einnig með sterkari efnin á boðstólnum?

Og býður þau óspart fram af því að hann hefur meiri tekjur af þeirri sölu?

Væri kannabis leyfilegt, og selt af ríkinu, væru að minnsta kosti þessir áhættuþættir úr sögunni.

Hollendingar láta það yfir sig ganga að kannabis sem selt í reykkofum sem þeir nefna kaffihús. 

Gagngert til að slíta sambandið á milli kannabisneytenda og þeirra sem selja sterkari efni.  

Persónulega sé ég orðið engan eðlismun á því að ríkisvaldið selji reyktóbak, áfengi eða kannabis. 

Og í framhaldinu mætti spyrja.  

Ættu menn ekki einnig að geta fengið sterkari efnin hjá lækni? 

Með öllum þeim sömu rökum og um að þá minnkuðu glæpir?  

 
mbl.is Reyktu að vild á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fáránlegt að ríkið selji eitt.. reyndar nokkur ríkiseiturlyf.. en banni efni eins og kannabis: Að auki er eiturlyfjastríðið óvinnandi stríð, stríð sem er verra en efnin sjálf. Þetta óvinnandi stríð færir markaðinn með þessi lyf í hendur glæpamanna, glæpamanna sem einskis svífast, glæpamanna sem geta engöngu lifað og viðhaldið glæpaklíkunni svo lengi sem ríkið viðheldur stríðinu gegn eiturlyfjum...

Það þarf nýja hugsun í þennan málaflokk... 

DoctorE (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 11:28

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér DoctorE. 

Nákvæmlega; nýja hugsun. 

Það er það sem ég var að segja.

Að samfélagið sé ekki óviðræðuhæft út af fordómum, byggðum á vanþekkingu. 

Viggó Jörgensson, 25.4.2012 kl. 11:49

3 identicon

vel skrifað hjá þer og þú hittir naglann beint á höfuðið.

racicalopeness (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 12:02

4 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Þetta finnst mér vera góð grein.

Takk fyrir.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 25.4.2012 kl. 12:49

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér kærlega racicalopeness. 

Þó að þú skrifir c en ekki d.  

Væri gaman að vita hvort að radical openess starfi eitthvað hérlendis ???

Viggó Jörgensson, 25.4.2012 kl. 13:56

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér alveg kærlega, Birgir Hrafn.   

Viggó Jörgensson, 25.4.2012 kl. 14:07

7 identicon

Vil benda öllum á samtök okkar "Reykjavík Homegrown" en þau er að finna meðal annars á Facebook.  Takk fyrir :)

Trausti Traustason (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 14:12

8 identicon

ég er óvikrur fíkill og hef kynst hörðum heimi sprautuneyslu já ég get því miður ekki notað nein efni mér að skaðlausu (líka áfengi) ég vill láta lögleiða allt einfaldlega af 2 ástæðum

1 þó að ég sé ein af 20% sem ekki geta notað áfengi og hörð fíkniefni og 1 af 6% sem ekki ræð við kannabiz þá er það ekki góð ástæða fyrir banni á fíkniefnum heldur ástæða fyrir því að ég get ekki notað þau...

2 í ALVÖRU talað fyndist ykkur ekki fáránlegt að gera bipolar eða Geðklofa ólöglegan og þarmeð stimpla alla með þá sjúkdóma sem glæpamenn? þessi einstaklingar sem ekki ráða við fíkniefni eru samkvæmt WOH og íslensku heilbrigðisstöðlum Veikir einstaklingar.... en samt eru þeir gerðir að gæpamönnum af lögum? fynst ykkur þetta ekkert rangt? það að nota fíkniefni fyrir virkan fíkil (veikan einstakling) er svipað og fyrir mann með kvef að hnerra!!!! eigum við að banna hnerra því að hann getur verið Smitandi?

óvirkur fíkill (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 14:49

9 identicon

gateway drug kenningin er ósönnuð, og raunar eru fleiri ransóknir sem benda til þess að hún sé röng. http://en.wikipedia.org/wiki/Gateway_drug_theory

Langtíma heilaskaði hefur aldrei verið sannaður, en er samt haldið fram af áróðurssamtökum eins og SÁÁ. http://en.wikipedia.org/wiki/Effects_of_cannabis#Effects_on_driving

Annars er þetta rosalega vel skrifuð grein.

Viggó (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 17:20

10 identicon

Mjög vel skrifuð grein, það þarf gjörsamlega að breyta um áherslur í þessum málaflokki og helst fyrr en seinna. Ég er líka sammála einstaklingnum sem skrifar undir sem óvirkur fíkill. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er fólk sem getur ekki notað vímugjafa sér að skaðlausu og er ég einn af þeim. Ég vill líka ganga alla leið í sambandi við þetta og lögleiða alla vímugjafa, eða í það minnsta að afglæpa neysluskammta. Það þarf að gera vímugjafana óspennandi með því að líta á fólkið sem skaðar sjálft sig sem veika einstaklinga(Það er meirihluti fólks sem hefur prófað eitthvað af þessu á lífsleiðinni og á við enginn vandamál að stríða). Það eru notuð nákvæmlega sömu rök gegn ólöglegu vímugjöfunum núna og voru notuð á áfengi á "bannárunum". Mér finnst sjálfsögð mannréttindi að valið hvaða vímugjafa maður notar en ekki bara það sem samfélagið samþykkir hverju sinni.

Óvirkur (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 21:24

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir Trausti.

Viggó Jörgensson, 25.4.2012 kl. 22:22

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér óvirkur fíkill fyrir þessar upplýsingar.

Og til hamingju með að hafa áttað þig á málunum.

Viggó Jörgensson, 25.4.2012 kl. 22:33

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll nafni og þakka þér þessar upplýsingar.

Ég kynnti mér þennan málaflokk talsvert þegar ég var unglingur.  

Hef fylgst með þessu svona með öðru auganu í gegnum tíðina. 

Ég hef aldrei komið því til að koma heim og saman

þessu sem þú nefnir upp á ensku "gateway drug theory" 

Eina skýringin á þessari fylgni sem menn segjast sjá, sem ég gæti skilið.  

Er að þarna eru oft eða oftast sömu sölumennirnir á ferð,

Eða svo nægilega margir að það dugi til að menn sjái fylgni þarna á milli. 

Mig misminnir vonandi ekki en held að læknar SÁÁ segi að þarna sé fylgni á milli sem ég rengi þá ekkert. 

Nema bara sem sagt þessar efasemdir leikmannsins um skýringarnar á þeirri fylgni. 

Á unglingsárunum þekkti ég helling af fólki sem hafði prófað kannabis. 

En bara nákvæmlega engan sem hafði leiðst út í notkun á sterkari efnum.  

Þetta er rétt hjá þér að rannsóknir vantar um langtímaáhrif kannabis á heila og miðtaugakerfið. 

Nema að vísindamenn segjast sjá þar allt að sexfalda fylgni á milli geðklofa og kannabisnotkunnar. 

Ekki dettur mér í hug að rengja það.  

Hitt sá ég sem starfsmaður geðdeildanna í gamla daga að allnokkrir þeirra er fengu geðsjúkdóma reyndu,

eins og aðrir sjúklingar, ýmsar óhefðbundnar lækningar t. d. notkun á ýmsum vímuefnum. 

Mín vegna gætu því, í hluta af þeim tilfellum, geðklofaeinkennin hafa komið á undan tilraun viðkomandi

til að lækna sig með kannabis.  

Hitt taldi ég mig mögulega sjá að einhverjir LSD neytendur hippaáranna

hefðu ef til vill framkallað hjá sér geðsjúkdóma. 

En það eru aðeins getgátur mínar sem leikmanns, ég hef auðvitað enga vísindaþekkingu á því,

þó að ég geti, eins og aðrir, lesið mér til um það sem vísindamenn segja.     

Viggó Jörgensson, 26.4.2012 kl. 00:14

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér kærlega Óvirkur.  

Til hamingju með að ljúga ekki að sjálfum þér um eigið neysluþol. 

Að mínu mati eru það aðeins þeir allra heilsuhraustustu sem þola sæmilega reglubundna áfengisneyslu eða reykingar hvort sem það er á reyktóbaki eða kannabis.  

Þakka þér frábært innlegg í umræðuna.   

Viggó Jörgensson, 26.4.2012 kl. 00:32

15 identicon

ég át sveppi eitthvetíman þegar ég var búinn að reykja kannabis um smá tíma. og trippið var allt hálfmikið mindfuck sem þróaðist síðan seinna meir í geðveiki sem endaði síðan í maníu flashbacki sem stóð í 3 daga. indjanar notuðu þessi lyf mikið saman kannabis og sveppi en þó aðalega töfralæknar. Þessi sveppamanía sem ég fékk þróaðist síðan í að ég þurfti að leysa hvern hlut dag eftir dag eftir þetta ákast og tók mig gott ár og langann vetur til að komast yfir það. Rastafarinn trúið að kannabis hreinsi sálina. Cannabinoid móttakari er líka þróað innra með nánast öllum dýrum og plöntum og þar á meðal meðal manna. ég fór að vera rosa mikið fullur og víraður eftir þetta sveppatripp því mér fannst ég ekki meika kannabisið lengur eftir það. eitthvað við hvað cannabis er þróað með okkur. Vísindamenn töldu sveppi verðuga til að rannsaka sem lækningu við geðklofa. ég sigraðist á minni minor geðveiki á þessu ári sem ég var að átta mig aðeins með að pússla sveppatripps partana saman. og þegar þeir voru komnir þá fannst ég mér vera mun meira jarðtengdur en ég var áður. En margt og slæmt þurfti ég að ganga í gegnum með hausinn á mér á þeim tíma. En loks healaðist ég og ég veit ekki alveg hvað það hefur verið en svona svo ég komi mér að pointinu: ólögleg fíkniefni eins og cannabis, kókaín og sveppir og mescalín hafa verið til í mörg þúsundir ára ( veit ekki með kókið ekki búinn að fræða mig nóg um það ) og hampið hefur verið notað í allskonar iðnað og sækadelik drugs hafa verið rannsökuð á 20 öldini til nýtingar sem geðlyf. Svo fíkniefni hafa bæði góðar og slæmar hliðar. Það er þessi heimur sem rastafarinn kallar babylon bacicly undirheimar sem myndar þessa geðveiki og minnimáttarkennd og glæpahneigð hjá notendum. Þessi dópheimur er harður og hættulegur og þar lifa nánast allir í noju og hræðslu og fara oft að byggja sterkari mann upp á það að endast þar. sem fer síðan í dópsölu, peninga og meira rugl. samfélagið er unnið áfram af peningum alveg eins og undirheimarnir. þar er spillingin bara augljós og greinilega hættulegri. Kannabis notendur held ég finna oft fyrir: "Er ég dópisti? er ég krimmi? er ég skíthæll?" bara því þannig er það sem samfélagið lítur á það og á endanum fara þeir að trúa því sjálfir sem lætur þá byrjað vilja gera þetta oftar og leiðast síðan útí harðari efni og glæpi og þegar þeir eru komnir þangað finnast þeir rosa erfitt að snúa til baka eins og allt var vegna fortíðar og fordómum almennt. Ég mæli með að allir takist á við að halda í friðinn og reynað byggja samfélagið opnari skoðunum hvor annara. Eins og hippinn. því hann var ekkert alvitlaus þótt alskonar rugl væri þarna í gangi á sjötta áratugnum. Allir lífstýlar og tónlist, mótmæli og orð fólks þarf að rísa mikið betur upp í samfélaginu svo við getum lært að meta hvorn annann. smá wisdom til ykkar frá mér, sveppuðum geðsjúklingi. bæjó

Drunkie D (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 00:43

16 identicon

og svo á fólki i dag barað farað vera skítsama hvernig fólk klæðir sig eða hvað það notar til að líða betur. neysla þín er ekki buisness neins meðann þú ert ekki að valda neinum skaða.

Drunkie D (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 00:45

17 Smámynd: Viggó Jörgensson

Frábærir punktar í þessari skemmtilega framsettu reynslusögu Drunkie D.

Kærar þakkir og bestu óskir á batabrautinni.  

Viggó Jörgensson, 26.4.2012 kl. 02:01

18 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kíkti inná visindavefur.is og samkvæmt tilvísun þaðan inn á vef NIDA (National institude on drug abuse hjá Kananum)

Þar er þetta það nýjasta um Gateway drug theory:

"...Moreover, a study of over 300 fraternal and identical twin pairs found that

the twin who had used marijuana before the age of 17 had elevated rates of other drug use and drug problems later on,

compared with their twin who did not use before age 17..."

Gaman væri að vita hvað "elevated rates" þýðir í þessu sambandi.   

http://www.drugabuse.gov/publications/research-reports/marijuana-abuse/how-does-marijuana-use-affect-school-work-social-life

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=242

Viggó Jörgensson, 26.4.2012 kl. 02:22

20 identicon

http://www.medicalmarijuana.net/

Sykursjúkur (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 06:01

21 identicon

Langar að benda á að reynslusögur eru því miður ekki sannanir og að fylgni sannar ekki orsök. 

Góð lesning var þetta annars og áhugaverð komment . :)

Þór (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 10:47

22 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Þór. 

Og sammála þér um að reynslusögur eru ekki sannanir.

Og að fylgni er ekki sjálfkrafa sönnun um orsök.

Þangað til að fylgnin telst orðin svo mikil og óbrigðul,

skv. viðurkenndum aðferðum vísindanna, að niðurstaðan teljist sönnuð.

Þá er ég að tala um blindprófanir með samanburðarhópum o. s. frv.

Hérlendis eru hins vegar of stórir óvissuþættir í þessari fylgni á milli kannabisnotkunar

og notkunar á sterkari efnum.

Hollendingar eru einmitt með þessi reykhús sín, kaffihúsin

til að slíta sundur sambandið á milli kannabisneytenda og sölumanna sterkari efnanna.

Viggó Jörgensson, 26.4.2012 kl. 14:17

23 Smámynd: Viggó Jörgensson

Af vef SÁÁ: 

"...Greinilegt er að veruleg viðhorfsbreyting meðal neytenda er samfara aukinni kannabisneyslu eða jafnvel undanfari hennar eða orsök.

Nú er algeng sú skoðun að efnin séu skaðlítil eða skaðlaus og er slíku viðhorfi haldið við með upplýsingum sem stangast á við nýjustu vísindarannsóknir og þekkingu.

Þessar röngu upplýsingar berast ungu fólki í gegnum fjölmiðla og Netið og koma frá þeim sem berjast fyrir auknu frjálsræði varðandi kannabis.

Kannabisefni eru einu ólöglega vímuefnin á Vesturlöndum sem eiga sér aðdáendahóp, "kannabisbullurnar" sem berjast skipulega fyrir lögleiðingu þeirra.

Kannabis ryður á ýmsan hátt brautina fyrir önnur ólögleg vímuefni eins og LSD, amfetamín og kókaín.

Þjóðfélagslega er kannabis jafnan fyrsta ólöglega vímuefnið sem notað er og neytandinn lærir lögmál vímuefnamarkaðarins þegar hann kaupir sér efnið og kynnist þannig sölumönnum sem seinna selja honum önnur vímuefni.

Með daglegri notkun kannabis venjast neytendur á að leysa flest vandamál sín með því að nota vímuefni og það er grunnurinn sem önnur ólögleg vímuefnafíkn byggist á..."

(Leturbreyting VJ.)

Viggó Jörgensson, 26.4.2012 kl. 14:36

24 identicon

http://www.sigurfreyr.com/vimuefni/ mæli með greinunum þarna ef þið viljið fræða ykkur um fíkniefni í kringum söguna og rannsóknir sem hafa verið gerðar á þeim

Drunkie D (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband