Samfylkingin sakfeld.

Vegna lausmælgis Björgvins G. Sigrðssonar, þáverandi viðskiptaráðherra, var ekki hægt að ræða öll mál í ríkisstjórn.

Björgvin var þekktur fyrir að hringja sjálfur í blaðamenn og segja þeim af málum sem leynt áttu að fara. 

Þess vegna vildi Samfylkingin ekki að í ríkisstjórninni væru borin upp viðkvæm stjórnarmálefni. 

Að Björgvin frátöldum þótti Össur Skarphéðinsson ekki heldur traustsins verður.

Nema í slíkum neyðartilfellum að formaðurinn væri hreinlega í öndunarvél. 

Sakfelling Landsdóms er því yfir Samfylkingunni.


mbl.is Sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

þið sjallar eruð alltaf jafn fyrirsjáanlegir og hlægilegir.  Auðvitað ber sjálfstæðisflokkurinn enga ábyrgð á hruninu - formaður flokksins var auðvitað fyrir mistök fyrir landsdómi. 

Óskar, 23.4.2012 kl. 15:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert með þetta, Viggó! Geir er sakfelldur fyrir að treysta ekki lausmælgi Björgvins G. Sigurðssonar. Vá Maður! Þetta toppar allar aðrar hugsanlegar afsakanir fyrir aumingjaskap Geirs. Ég tek ofan og meina það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2012 kl. 15:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mínu mati er þetta sakfelling yfir stjórnsýslunni í heild.  Vonandi taka menn þar á bæ sig saman í andlitinu og fara að fara eftir stjórnarskránni.  Komin tími til.  Eða eins og einhver sagði, nú er komin tími til að stjórnmálamenn fari að lesa og kynna sér stjórnarskrá Íslands.  Það var vitað mál að þetta gat aldrei orðið sakfelling eins manns.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 15:35

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Miðað við þennan dóm er hægt að sjá að kominn er grundvöllur fyrir því að kalla skal til landsdóm vegna gjörða núverandi ríkisstjórnar líka...

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 23.4.2012 kl. 15:36

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Óskar.

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn en fyrst og fremst kratar eiga sinn þátt í hruninu. 

Alþýðuflokksmenn - nú samfylkingarmenn - innleiddu hér reglurnar frá Brussel.

Geir H. Haarde var hins vegar ekki sekur um refsiverða háttsemi í því sambandi.

Ég get ekki ímyndað mér að einhver íslenskur stjórnmálamaður hafi viljandi brotið

lagareglur sem við liggur refsiábyrgð. 

En þú þekkir auðvitað vinstri mennina betur en ég.   

Viggó Jörgensson, 23.4.2012 kl. 21:57

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Axel Jóhann, mér þykir líka vænt um þig.  

Ég er byrjaður að lesa dóminn og er ekki alveg sannfærður um að dómstólar hafi lögsögu

yfir þessum þætti málsins.

Neyðarréttarsjónarmið stóðu til þess að ekki væri getið um bankamál í fundarboði,

eða fundargerðum ríkisstjórnarinnar. 

Á einnig eftir að kynna mér lagastoð einhverra reglna um fundargerðirnar.

Svo er spurningin hvort ekki á að skýra 17. stjórnarskrárinnar svo: 

1. Að halda beri ríkisstjórnarfundi um þau mál sem bera skal upp í ríkisráði.

2. Halda ríkisstjórnarfundi, þar fyrir utan, yfirleitt. 

Hér eru haldnir vikulegir ríkisstjórnarfundir um mikilvæg stjórnarmálefni

og spyrja mætti hvort það sé ekki nægjanlegt.

Viggó Jörgensson, 23.4.2012 kl. 22:01

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl Ásthildur Cesil.

Ég er sammála þér að Landsdómendur eru að nota þetta tækifæri til að hnykkja á mikilvægi formreglna.

En samanber svarið hér að ofan er ég ekki viss um að Landsdómur hafi mátt nota þetta tækifæri til þess.

Viggó Jörgensson, 23.4.2012 kl. 22:04

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Ólafur Björn.

Þessu er ég sammála þér um og hef lengi haldið þessu fram.

Um þrjú áru síðan ég fór að blogga um að icesave samningarnir væru landráðabrot.

Það heyrir hins vegar undir sérstakan kafla í almennum hegningalögum

og ber að reka fyrir almennum dómstólum.

Aðeins innanríkisráðherra getur mælt fyrir um slíka ákæru.

Það er hins vegar komið heilmikið til að ákæra núverandi ráðherra fyrir Landsdómi.

Eftir þeirra eigin aðferðafræði. 

Viggó Jörgensson, 23.4.2012 kl. 22:08

9 Smámynd: Jón Óskarsson

Það þarf ekki nema að benda á 2 glæný dæmi um hvernig ríkisstjórnin braut sömu grein stjórnarskrár.   Fyrst utanríkisráðherra með því að leyna aðra ráðherra mikilvægum upplýsingum í hálfan mánuð.  Síðan forsætisráðherra með því að boða ekki til skyndifundar í ríkisstjórninni þegar henni bárust þessi tíðindi í gegnum fjölmiðla.   Það er því ærin verkefni fyrir Landsdóm áfram og spurning hvort nokkuð á að senda hann heim ?

Jón Óskarsson, 24.4.2012 kl. 08:20

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já segðu Óskar.

Mér finnst saga þessarar ríkisstjórnar vera eitt samfellt klúður.

Þar sem stundum voru fleiri en eitt slys í gangi.

Viggó Jörgensson, 24.4.2012 kl. 12:35

11 Smámynd: Jón Óskarsson

@Óskar:   Össur var í blöðunum í dag að viðurkenna að Geir hafi farið fyrir Landsdóm fyrir mistök.

Jón Óskarsson, 24.4.2012 kl. 12:47

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar kemur það fram Jón Óskar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 13:35

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Jón Óskar, já sumir ættu að þegja og láta sem minnst fyrir sér fara.  Enginn var sýknaður í þessum dómi einungis sluppu með skrekkinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband