Rökleysa til að tefja tímann.

Steingrímur veit að hann missir ráðherrastólinn blaki hann við ESB þráhyggju Samfylkingarinnar.

Svo hann tefur tímann með óskiljanlegri rökleysu og þvættingi eins og venjulega.

Fyrst slær hann því út að þessar aðildarviðræður séu svo góðar til að átta sig á framtíðartengslum okkar við ESB. 

Eins og að við höfum ekki EES samninginn. 

Það sé þó þessu skýru framtíðartengsl sem við Íslendingar fáum út úr aðildarviðræðunum. 

Svo telur hann að ekki eigi að fresta viðræðunum, frekar eigi þá bara að hætta þeim. 

Hvernig hann ætlar að fá niðurstöðu um framtíðar tengsl okkar við ESB? 

Út úr viðræðum sem hann vill slíta frekar en fresta? 

Sannleikurinn er sá að fyrra atriðið, um framtíðartengslin, er til að friða Samfylkinguna og halda ráðherrastólnum. 

Og ef til vill til að friða hræið af hans eigin samvisku ef það er með einhverju lífsmarki. 

Seinna atriðið, um að slíta viðræðunum, er til að friða fyrrverandi kjósendur hans, til að koma aftur. 

Nú ætlar minn maður að endurnýta kosningaloforðin og býður bland í poka; með en samt á móti sko.     

Sem er litlum þremur árum of seint, því þeir ætla að kjósa Lilju Mósesdóttur. 

En við ættum nú að vera farin að þekkja hann Steingrím okkar. 

Er reynir að spinna sig fastan í ráðherrastólinn með endalausum lygavef. Bara að hann kæfi sig ekki. 

Kannski man hann bara ekkert af lygaspunanum sjálfur.

Þeir félagar Steingrímur, og lygaspuninn, eru orðnir okkur kjósendum nægilega minnisstæðir. 

Til að minnast þeirra í kjörklefanum næst. 


mbl.is Betra að hætta en setja málið á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er nefnilega frábært að bera kápuna á báðum öxlum til að komast í gegnum hlið Heljar eins og Sæmundur forðum.  Enda maðurinn með tvíklofna tungu og talar sitt með hvorri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2012 kl. 17:41

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já alveg nákvæmlega Ásthildur. 

En alveg stórfurðulegt að enn séu til stjórnmálamenn er telja sig geta bjargað sér á spuna. 

Kannski hægt í Norður Kóreu

en ekki hérna á upplýsingatækniöldinni á Vesturlöndum.  

Viggó Jörgensson, 16.4.2012 kl. 19:04

3 identicon

Steingrímur veit að hann er búinn að klúðra öllu sem hann getur selt kjósendum og flokkurinn hans er að þurrkast út, Telur sér örugglega best hanga meðan hægt er því það er ekki öruggt að hann nái þingsæti og hvað þá ráðherrastól eftir næstu kosningar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 20:32

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú ert alveg með þetta Kristján.

Ég var einmitt að hugleið þetta í dag:

Hvort að VG, í norðausturkjördæmi, muni yfirhöfuð vilja bjóða Steingrím fram aftur. 

Viggó Jörgensson, 16.4.2012 kl. 22:32

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega hann mun ekki hljóta nægilegt traust til að vera í forystu fyrir VG í næstu kosningum.   Han sér sína sæng útbreydda, en þannig fyrir þeim sem svíkur sína huldumey. Honum verður erfiður dauðinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2012 kl. 23:04

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já það verða miklir kveinstafir Ásthildur Cesil. 

Viggó Jörgensson, 18.4.2012 kl. 14:33

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef svona grun um það.  Nú eru VG með KatrínuJúl í foystu að reyna fyrir sér með að sameinast Samfylkingunni, slík er örvæntingin orðin í þeim herbúðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2012 kl. 16:17

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Áttu við Katrínu Jakobsdóttur?

Er ekki hin stelpan í Samfó?

Viggó Jörgensson, 18.4.2012 kl. 23:43

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

En ef þú átt við Katrínu Jakobsdóttur þá skil ég það vel.

Burt séð frá ESB vitleysunni, þá á Katrín Jakobsdóttir miklu meiri samleið með jafnaðarmönnum en gömlum komúnistum.

Og kannski flestir í VG.

Verst að forysta íslenskra jafnaðarmanna hefur alltaf verið ónýt frá sjónarhóli Íslendinga.

Nú stendur enn yfir tilraun um komúnisman í Norður Kóreu.

Hvernig ætli þeim Svavari, Steingrími, Svandísi, Álfheiði, Árna Þór og þeim öllum, þyki hún ganga?

Stjórnarformið er að minnsta kosti eins og þau dreymdi um þegar þau voru ung.

Að stjórnmálamenn (þau sjálf) ættu að hugsa fyrir okkur.

Steingrím langar ekkert meira en að verða hér einræðisherra.

Viggó Jörgensson, 18.4.2012 kl. 23:50

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú auðvitað Katrínu Jakobs að sjálfsögðu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 10:47

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það virðist því miður vera svo blautur draumar um algjör yfirráð eða dauða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband