Hvað kostar að hætta í EES?

Það er kominn tími til að reikna út hvað það kostar okkur Íslendinga að segja upp EES samningnum. 

Þessi framkoma ESB segir allt sem segja þarf um yfirganginn í þessari nútímamiðstöð nýlendustefnunnar í Evrópu.

Er rækilega forsmekkurinn að áhrifum okkar í ESB, værum við komin þangað inn. 

Og var þó mælinn fullur fyrir og ýmsir aðrir.

Nú þarf að varpa landráðafólki í íslenskum stjórnmálum á dyr úr Alþingishúsinu. 

Í næstu þingkosningum þarf að refsa landráðafólki rækilega og hreinsa það burt.  


mbl.is Segir ESB vilja Íslendinga niður á hnén
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir með þér Viggó. Brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar er að losna við versta skaðvaldinn, sem er okkar eigin ríkisstjórn.

Núna er væntanlega fullreynt með að "skoða hvað er í boði" og "kíkja í pakkann" . Það er þetta sem er í boði, harka og kúgun.

Draga umsóknina til baka og boða til kosninga.

Sólbjörg, 12.4.2012 kl. 09:19

2 identicon

Landráðafólkið verður ekki í vandræðum að losa sig við Ögmund. Ráðherrar hafa fokið áður.

Ísland er bananalýðveldi, það vantar bara vopnin.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 09:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já fólks sammála ykkur.  En vonandi verða hér fleiri en Ögmundur sem ofbýður,  Jón nokkur Bjarnason til dæmis, ég hef ekki nokkra trú á því að Hreyfingin styðji þessi ósköp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 10:12

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Harka og kúgun Sólbjörg, það er það sem ég hef leyft mér að halda fram.



 

Viggó Jörgensson, 12.4.2012 kl. 12:56

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammálal V. Jóhannsson að þau munu reyna að losna við Ögmund.

Veistu að ég held að við séum ekki komin svo djúpt.

Að það sé vafamál að hægt að kalla okkur bananalýðveldi með tilvísun til Suður Ameríkulanda.

Held að samanburðurinn væri réttari við spillt Afríkulönd.

Viggó Jörgensson, 12.4.2012 kl. 12:58

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég spyr líka Ásthildur Cecil hversu vítt er eiginlega kokið á Jóni Bjarnasyni.

Hversu lengi ætlar hann að halda stólnum undir Jóhönnu og fylgifé?

Viggó Jörgensson, 12.4.2012 kl. 12:59

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann er að reyna að klóra í einhvern bakka, segist ekki ætla að samþykkja sjávarútvegsfrumvarpið.  En mér þykir kokið á þessum herramönnum ansi vítt svo ekki sé talað um Árna Pál, ætli honum hafi verið lofað einhverju?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 13:01

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Auðvitað er búið að lofa öllum einhverju, ýmist með beinum hætti eða gefa eitthvað í skyn.

Við munum þegar Steingrímur lofaði Guðfríði Lilju að verða umhverfisráðherra.

Einhverju hefur Sigmundi Erni verið lofað fyrir viðsnúninginn í máli Geirs Haarde. 

O. s. frv. o. s. frv.   

Viggó Jörgensson, 13.4.2012 kl. 12:34

9 Smámynd: Sólbjörg

Já, flottum lyklakippum - þarf ekki mikið meira fyrir fólk sem leggst lágt.

Sólbjörg, 13.4.2012 kl. 17:36

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Lítið gleður vesælan. 

Viggó Jörgensson, 15.4.2012 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband