Steingrímur setur upp boxhanskanna.

Nú er kominn verulegur kosningaskjálfti í Steingrím J. Sigfússon. 

Gamla frjálsíþróttakempan búin að finna hlaupaskóna í geymslunni, auk þess að reima á sig boxhanskanna.

Nú á að berja á Samfylkingunni og ESB til að reyna að skerpa á einhverjum mun á VG og Samfylkingunni.

Tæpum þremur árum of seint en hvað með það.

Þegar kemur að grundvallaratriðunum mun þjóðin nefnilega sjá að það er ekkert um að semja við ESB og það veit Steingrímur. 

Það er ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann eins og Samfylkingin reynir að ljúga að landsmönnum.

Íslendingar fá að sjálfsögðu engan annan samning en allar hinar þjóðirnar hafa fengið, það er grundvöllur ESB. 

ESB ræður einfaldlega öllu á málefnasviðum sambandsins og allt annað er blekking. 

Tímabundnar undanþágur eru það eina sem hægt er að semja um.

TÍMABUNDNAR. Eftir það mun ESB ráða öllu eins og verið hefur.

Nú ætlar Steingrímur að koma þessu á framfæri og ná í nokkur atkvæði. 

Og pólitískt framhaldslíf í ráðherrastól.

Ef þið vilduð vera svo væn.  

Steingrímur hefur í þrjú ár kysst á rassinn á frjálshyggjumönnunum í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 

Hann hefur kysst á rassinn á alþjóðlegum fjárglæframönnum og selt þeim bankanna fyrir sem minnst. 

Og nú ætlar hann loksins að sparka í Samfylkingunni af baki á helreiðinni til Brussel.

Steingrím munar því ekkert um að læra að kyngja ælunni, af fjármálasóðum í stjórnmálum.

Og mynda með þeim ríkisstjórn. 


mbl.is Þrýstir á ESB að opna lykilkaflana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr!

Sigurður Haraldsson, 10.4.2012 kl. 09:36

2 identicon

Viggó! er ekki að verða heldur seint í rassinn gripið hjá Steingrími?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 12:26

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Takk Siggi. 

Jú Kristján, þetta er allt saman löngu orðið að hreinum farsa hjá karlinum.

Og alltaf heldur hann að við séum öll þau fífl að sjá ekki í gegnum hann.  

Viggó Jörgensson, 12.4.2012 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband