31.3.2012 | 02:50
Klár þjóð en landráðalýður við stjórn.
"... Auðlindir þeirra yrðu arðrændar, fiskimiðin þeirra tæmd og lýðræði þeirra eyðilagt.
Íslenska þingið yrði aðeins að héraðsþingi..."
Hér talar ÞINGMAÐUR Í EVRÓPUÞINGINU sjálfu.
Og segir okkur þann sannleika sem öllum er ljós í Evrópu.
Nema kófdrukknum kratahöfðingjum er kjassa þar einhverja melluna.
Og óska litlu evrópsku frænkunni til hamingju með fermingardaginn.
Svona a la Dominique Strauss Kahn með allan sinn búnað.
Sem á heiður skilið fyrir að dýpka skilning okkar á hinu evrópska bræðralagi.
Máski næsti forseti ESB?
Hver hlær núna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:23 | Facebook
Athugasemdir
veit ekki hvernig fólki dettur í hug að spillingin verði minni við að ganga í esb.
við höfum mun meiri tök á því að hreinsa útúr fjósinu nú , heldur en sem smáhérað í Esb.
við ættum frekar að taka bara það besta frá esb og fara okkar eigin leið.
hver veit, kannski á Esb og löndin þar, eftir að elta okkur, ekki öfugt.
við höfum lengi verið toppland í heiminum, og erum enn, þrátt fyrir ýmisleg mistök. og það er engin hroki að segja það.
ekki ef þú hefur ferðast um heiminn eitthvað að ráði, t.d í evrópu og þeirra topplöndum.
hugsanlega er það vegna smæðar okkar sem útskýrir hve mikil áhrif við í raun og veru höfum í stjórnmálum.
nokkuð sem við myndum tapa algerlega í esb.
við mættum láta af þessari gegndarlausu sýndarmennsku okkar, reisandi hallir eins og hörpuna og perluna á kostnað félagsmála og heilbrigðis..
þessari hroðalegu útlítsdýrkun sem tröllríður hér öllu (er reyndar að létta til í þeim málum.)
einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli, að allir hafi það gott og sem best.
hús, mat og heilbrigðisþjónustu. (og menntun)
hitt getur setið á hakanum um senn, sterk og sameinuð þjóð myndi hvort eðer rísa úr öskunni á nóinu.
enda
höfum
við
allt.
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 10:43
Daniel Hannan umgengst sannleikann greinilega með léttúð. Það hefur aldrei gerst að þjóð hafi þurft að láta frá sér auðlindir vigna inngöngu í ESB. Það er ekkert í reglum ESB sem gefur neinni þjóð rétt á að taka auðlindir frá annarri þjóð. Það er því rakið kjaftæði að við munum missa einhverjar auðlindir við það að ganga í ESB.
Ástæða þess að meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í ESB er ekki sá að þeir viti hvað í því felst heldur vegna þess að þeir vita það ekki. Þeir trúa mýtum og innistæðulausum hræðsluáróðri ESB andstæðinga eins og þeirri haugalygi að við mumum missa auðlindir við það að ganga í ESB.
Sigurður M Grétarsson, 31.3.2012 kl. 13:53
Völd spilla ekki. Völd laða að sér hinn spillta.
Hér er Dr. Matthew Logan hjá Þóru í Kastljósinu: "I feel we just need to get more education into society about this individual called the Psychopath."
http://www.youtube.com/watch?v=qS6uyi8Y2Bk&feature=related
Dr. Robert Hare: "Why wouldn't we want to screen them? We screen police officers, teachers. Why not people who are going to handle billions of dollars?"
http://www.fastcompany.com/magazine/96/open_boss.html
Ingvar (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 14:00
Þakka ykkur Sveinn Sigurður og Ingvar.
Viggó Jörgensson, 31.3.2012 kl. 19:09
En ekki þér Sigurður M.
Hvar er skýrslan sem þú varst að segja mér frá????
Ég bað þig að senda mér hlekkinn.
Getirðu það ekki, ertu ekki mjög trúverðugur sjálfur.
En því er ég svo sem orðinn vanur.
ESB sinnar hafa ALDREI getað bent mér á gögn sem styðja það sem þeir segja mér.
Og ég bíð áfram Sigurður.
Viggó Jörgensson, 1.4.2012 kl. 02:03
Sigurður Grétarsson hefur þetta á hreinu; sjávarauðlindir eru ekki auðlindir.
"Það hefur aldrei gerst að þjóð hafi þurft að láta frá sér auðlindir vegna inngöngu í ESB"
Það er þó huggun að við íslendingar fáum að halda kola-, járn-, kopar- , títan- og úraníum námunum okkar eftir ESB aðild.
Óskiljanlegt hvað þessir bretar og skotar eru að nöldra út af örfáum fiskum!
Kolbrún Hilmars, 1.4.2012 kl. 17:31
Kolbrún. Ég hef aldrei haldið því fram að sjávarauðlindir séu ekki auðlindir. Þú er greinilega í þeim hópi sem er haldinn þeim misskilningi að við missum sjávarauðlindirnar við það að ganga í ESB. Það hefur engin þjóð þurft að láta frá sér neina auðlind við það að ganga í ESB og eru sjávarauðlindir þar með taldar. Það er ekkert í reglum ESB sem skyldar þjóðir til að láta frá sér sjávarauðlidnir.
Viggó Jörgenson. Hvaða skýrslu ert þú að tala um?
Sigurður M Grétarsson, 1.4.2012 kl. 21:30
Þessa Sigurður:
Ert þú virkilega að líkja því við ástandið í Norður Kóreu ef útgerðarmenn fá ekki að nýta auðlindir þjóðarinnar til eigin auðsöfnunar nánast án þess að greiða fyrir þann afnotarétt? Það var í dag að koma út skýrsal að hvergi í Evrópu er lægra hlutfall en hér af þjóðinni með það lágar tekjur að það geti talist fátækt, Þetta er mikill munur frá góðærisárunum fyrir hrun þegar þáverandi stjórnarflokkar juku byrðar á þá lægst launuðu en lækkuðu þær á þá sem betur mega sín. Þá var meiri fátækt í miðju góðærinu en er nú. Þessi breyting hefur fyrst og fremst orðið vegan aðgerða núverandi ríkisstjórnar. Þessi orð þín um að Jóhönnu og Steingrími sé sama þó biðraðir eftir mat lengist eru því eins mikið út úr kú og hugsast getur.
Sigurður M Grétarsson, 26.3.2012 kl. 18:46
Viggó Jörgensson, 2.4.2012 kl. 06:49
Veit ekki annað Kolbrún
En að ESB þjóðir séu búnar að veiða síðasta sílið í Norðursjónum.
Bretar eru líka að nöldra yfir því.
Viggó Jörgensson, 2.4.2012 kl. 06:51
Spánverjar hafa sagt það alveg skýrt.
Að Íslendingar fái aldrei að ganga í ESB nema að þeir fái að koma hingað og veiða fiskinn okkar.
Og það eru nú röskir piltar með reynslu.
Sem nær alveg aftur til þess er þeir stálu öllu í Suður Ameríku.
Ég hef komið þrisvar til Spánar og þeir hafa svindlað á mér í öll skiptin.
Þeir virðast ekki skilja annað en að þeir megi svinda.
Viggó Jörgensson, 2.4.2012 kl. 06:55
Hér koma tvær skýrslur varðandi tekjudreifingu.
http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=9088
https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=13784
Spænsk stjórnvöld hafa aldrei sagt það að þau samþykki ekki aðild okkar að ESB án þess að fá veiðiheimildir frá okkur. Það má vel vera að einhverjir tilteknir þingmenn hafi sagt slíkt en þetta er ekki afstaða Spænskra stjórnvalda. Það hefur aldrei gerst að þjóð hafi verið látin afsala sér nokkrum auðlindum til að ganga í ESB og það hefur aldrei verið farið fram á það. Það kom skýrt frá á fundi með að aðalsamningamanni Íslands hér á landi að það eina sem Spánverjar gera kröfu til er að fá að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Það breytir því þó ekki að við munum hafa fulla heimild til að setja það skilyrði fyrir veiðum úr okkar kvóta að fiskinum sé landað til vinnslu á Íslandi enda er kvótinn sameign þjóðarinnar en ekki útgerðafyrirtækjanna.
Jafnvel þó svo færi að Spánverjar settu þetta sem skilyrði þá yrði það aldrei samþykkt af Íslands hálfu hvorki af samningnefnd Íslands né af þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að ef Spánverjar ætluðu að standa fastir á þessu þá einfaldlega næðust ekki samningar. Þetta er samninganefnd ESB ljóst. Svo gengur fiskveiðistefna ESB út á veiðar í samræmi við veiðireynslu og því er alveg á hreinu að engin önnur ESB þjóð myndi taka undis slíka kröfu frá Spánverjum.
Það er því ekki nokkur hætta á því að við séum að gerast aðilar að ESB gegn því að láta veiðiheimildir af hendi. Fullyrðinar um slíkt er einfaldlega hluri af þeim innistæðulausa hræðsluráróðri sem ESB andstæðingar hafa verið að bera á borð til að hræða fólk og fá það þannig með blekkingum til að taka undir kröfuna um að aðildarviðræðum okkar við ESB sé hætt.
Sigurður M Grétarsson, 2.4.2012 kl. 23:52
Þakka þér þetta málefnalega innlegg Sigurður.
Nú les ég þetta áður en ég segi fleira.
Blessi þig.
Viggó Jörgensson, 3.4.2012 kl. 23:01
Þú mættir einnig, í millitíðinni, skoða betur þær breytingar er orðið hafa á Evrópusambandinu í sögu þess.
Þessar sem enginn gat með nokkru móti séð fyrir.
Eins og þegar Evrópudómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að ESB rétturinn gengi framar landsrétti aðildarlandanna.
Og að hann gangi nú beint inn í landsrétt aðilarríkjanna án þess að þau fái nokkuð að gert.
Miðað við sögu ESB, og óróann í sambandinu,
getur ekki nokkur maður fullyrt eitt að neitt um hvernig fiskveiðiauðlindum okkar yrði skipað í framtíðinni, væru við komin þar inn.
Nema eitt virðist þó ljóst.
Að þar fer engin þjóð út aftur.
Viggó Jörgensson, 3.4.2012 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.