24.3.2012 | 15:14
Sigurður yrði frábær biskup.
Sigurður Árni Þórðarson er yfirburða predikari og yrði frábær biskup.
Hann lauk guðfræðinámi við HÍ, með ágætiseinkun.
Þá meistaraprófi í guðfræði- og heimspekisögu og doktorsprófi í trúfræði og heimspeki vesturlanda.
Sigurður nam einnig í Þýskalandi og Noregi og hefur starfað á biskupsstofu og verið skólastjóri í Skálholtsskóla.
Sigurður var fræðslustjóri á Þingvöllum, hefur kennt við Guðfræðideild og kennt leikmönnum Þjóðkirkjunnar.
Hann hefur verið fulltrúi Þjóðkirkjunnar erlendis, kirkjuþingsmaður og staðið fyrir fjölbreytilegu trúarlegu starfi.
Til dæmis framkvæmdastjóri fjölþjóðlegrar ráðstefnu um trú og vísindi sem haldin var hérlendis árið 2000.Öll þessi frábæra undirstaða auk prestsstarfanna er ávísun á að Sigurður yrði frábær biskup.
Sigurður hefur allt til að bera til að leiða Kirkjuna á þessum miklu breytingatímum.
Þar sem Kirkjan þarf að fóta sig inn í framtíðina undir traustri handleiðslu með víðsýni og þekkingu að leiðarljósi.
Engu skiptir, á þeirri vegferð, hvors kyns biskupinn er að breyttu breytanda.
Að kjósa einhvern, aðeins af því að hann sé karlmaður eða kvenmaður, er fráleitt sjónarmið.
Skýrt kall eftir breytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Athugasemdir
"Að kjósa einhvern, aðeins af því að hann sé karlmaður eða kvenmaður, er fráleitt sjónarmið." Já, ef það væri aðeins af því - en ef að báðir frambjóðendur eru frambærilegir og kirkjan vinnur eftir jafnréttisstefnu sem felur það í sér að jafna kynjahlutföll í stjórnunarstöðum? - Hvað ef að einhver lítur á kirkjuna sem fyrirmynd í jafnrétti kynjanna og sér að þar eru þrír æðstu menn karlar? - Ég er ekki að gera lítið úr hæfileikum Sigurðar, sem er flottur kandidat, - það er bara kominn sá tímapunktur að kirkjan þarf að fara að vera trúverðug hvað jafnréttissjónarmið varðar og fylgja eigin áætlunum og stefnum. -
Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2012 kl. 18:50
Þá erum við sammála Jóhanna.
Nema bara um að ef þetta er jafnrétti þá þarf sá af því kyninu sem hallar á,
(getur verið karl að sækja um yfirmannsstöðu í hjúkrun)
þá þarf sá að vera að minnsta kosti jafnhæfur og hinn sem gengið er framhjá.
Hitt heitir forréttindi í minni orðabók, sem ég er á móti í öllum myndum.
Sá sem vill á toppinn, á hvaða sviði sem er, verður að vinna fyrir því.
Ég er ekki sammála þér um hvað sé mikilvægast fyrir Kirkjuna við að fóta sig á nýjum, og breytilegum, tímum.
Ég tel ekki að þar sé trúverðugleiki í jafnréttismálum slíkt úrslitaatriði að velja eigi konu sem biskup.
Bara einhverja konu úr hópi guðfræðinga ekki frekar en bara einhvern karl.
Íslenska Kirkjan hefur í verki sýnt að þar geta konur orðið prestar, prófastar eða biskup.
Kaþólsku kirkjunni myndi hins vegar ekki veita af því að samþykkja konur til sömu embætta.
Rétt eins og að endurskoða skírlífskröfur og afstöðu til getnaðarvarna.
En þín skoðun er alveg jafnréttmæt og mín og ég ber fulla virðingu fyrir ykkur báðum.
Viggó Jörgensson, 25.3.2012 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.