16.3.2012 | 19:30
Tímasetningin er samt sem áður pólitík.
Við sem höfum fylgst með stjórnmálunum lengi.
Vitum að nú eru allir að reyna að endurskrifa söguna, sjálfum sér í hag.
Það er mannlegt eðli og ekkert við það að athuga frekar, nema bara að átta sig á því.
Og Jóni Baldvin Hannibalssyni, og fleiri krötum, líður auðvitað ekki vel vegna afleiðinga af veru í EES.
Og að hann og Alþýðuflokkurinn, nú Samfylkingin, hafi staðið fyrir því að opna hér allt upp á gátt.
Í einu stökki var samfélag hafta, og skömmtunar, orðið hurðalaust í fjármálum og gjaldeyrismálum.
Og breyttist í hruninu í svokallað hurðalaust helvíti.
Fyrst voru kratarnir ákvaflega stoltir af því að hafa komið okkur svona snögglega.
Inn í þann nútíma í fjármálum sem fundinn var upp í London og þróaður áfram í New York.
Og varð þar að mesta sóðaskap sem mannkynið hefur nokkru sinni kynnst í sögunni.
Með velþóknun flutti ESB þessar sóðaaðferðir aftur til Evrópu þar sem þeim var fagnað við skál.
Og varð að regluverki allra landanna í Evrópusambandinu um bankamál og fjármálin þar.
Og kratarnir fluttu herlegheitin til Íslands í gegnum EFTA og EES samninginn og enn var skálað.
Aðeins Sviss afþakkaði þessar reglur, þar vissu þeir líklega betur.
Og nú í fyrra var ljóst að Jón Baldvin og félagar ætluðu að koma, af sér, allri þessari hörmung.
Og á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem hefði klúðrað þessum málum sem formaður Samfylkingar.
Vissulega gerði Ingibjörg Sólrún sjáanlega ekkert með viðvörunarorð Jóns Sigurðssonar.
Sem hann samdi í stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar árið 2007.
Jón fjallaði þar ekkert um bankamál en sagði mjög skýrt að veislan væri búin hérlendis.
En þetta er of ódýr söguskýring hjá Jóni Baldvin sem boðaði, um hana, námskeiðshald í nýárinu.
Sem átti að vera hjá Samfylkingarfélagi Reykjavíkur, og varð af mikill titringur.
Stuðningsmenn ISG ætluðu ekki að láta yfir sig ganga, slíkar söguskýringar JBH.
Að þjóðarétti hafði Ísland skuldbundið sig með EES samningnum.
Til að setja hér engar lagareglur um bankamál nema þær sem ESB sendi okkur í gegnum EES.
Stjórn landsins í bankamálum í var, í stærstu atriðum, komin til ESB.
Íslensk stjórnvöld höfðu framselt þau völd úr landi með þeim fyrirvara að geta sagt EES upp.
Gátu mögulega stjórnað opnunartíma bankanna en líklega ekki einu sinni því.
Það er því ekkert víst að Ingibjörg Sólrún hafi vitað af því.
Og ekkert víst að frænkan hafi gert sér grein fyrir því.
Og kannski alls ekki ritstjórinn Þóra Tómasdóttir.
En ekkert er líklegra en að tímasetningin á þessu útspili sé engin tilviljun.
Nákvæmlega þegar Jón Baldvin ætlaði að koma hrunsökinni af sér á Ingibjörgu Sólrúnu.
Og það með sérstöku námsskeiði til allt færi nú rétt ofan í rétttrúaða ESB sinna.
Tilviljun? Því mun ég aldrei trúa.
Engu breytir það um málið sjálft sem er þyngra en tárum taki.
Ég hef meðtekið minn hluta af afsökunarbeiðni JBH, til þjóðarinnar, að því leyti sem það er hægt.
Og ætlaði ekki að fjalla frekar um þetta mál og alls ekki efnisatriði þess.
Nema auðvitað spjall kratahöfðingja, á barnum, við mellurnar um evrópumál.
Slíka hreinskilni kann ég að meta og einnig að heyra skoðanir hins víðlesna heimsmanns.
Þó ég deili ekki trú hans á gæsku auðvaldsins í Evrópu í garð Íslendinga og vilji því ekki í ESB.
Gott fyrir þjóðina að vita hvaðan góðu ráðin koma, hvort sem þau eru um ESB eða evruna.
Og vita hvernig þetta skolast allt saman til hjá krötunum, frá mellunum á barnum og hingað heim.
Og getur endað í öðru eins óráðsbulli og hjá þeim Össuri og Jóhönnu.
Hélt annars að fjölskylda JBH hefði beðið okkur að ræða ekki fjölskylduþáttinn í málinu.
Og skil því ekki þetta útspil þegar við vorum rétt að gleyma þessu bak við eyrað.
Við sáum bréfin sem ekki verður breytt með grátstaf yfir annarri sorg eða sút.
Þó að við skiljum mannlegan breyskleika og raunir við mismunandi aðstæður.
Sumt er þar afsakað, og sumt ekki, og talar þar hver fyrir sig.
Mannfyrirlitning í skrifum Þóru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Athugasemdir
Spilling og siðblinda á Íslandi lætur ekki deigan síga, ráðamönnum líkt og Jóni finnst ekkert að háttalagi sínu og gefa sér því lausan tauminn í því sem þá lystir. Sökinni ef upp um kemst er ávallt varpað yfir á þá sem upplýsa um "glæpina". Speglast víða í þjóðfélaginu, ef reynt er að koma á réttlæti og upplýsa um hvítflibbaglæpi hvort sem það er gegn barni eða fjármálamisferli er rannsakandinn umsvifalaust sviptur æru.
Treyst er á undirlægjuhátt fólks og hugleysi að það kjósi frekar að vera í náðinni hjá elítunni en að stuðla að réttlátara þjóðfélagi.
Sólbjörg, 16.3.2012 kl. 23:15
Gleymdu ekki sjálfsritskoðuninni sem flestir fjölmiðlamenn stunda gagnvart þeim sem hafa völdin hverju sinni.
Viggó Jörgensson, 16.3.2012 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.