Ekki með afglapa í forystu.

Þau Össur og Jóhanna sannfærðu þjóðina um að þau eru hreinustu fífl í efnahagsmálum, við vitnaleiðslur í Landsdómi.

Samt eru þau í hópi þeirra stjórnmálamanna Evrópu sem helst treysta sér til að fullyrða um góða stöðu evrunnar.

Og að þar sé allt eins og best sé á kosið þó að forystumenn ESB hafi verið þar á stöðugum neyðarfundum.

Og þau Össur og Jóhanna ljúga því hiklaust að íslensku þjóðinni að best sé fyrir okkur að ganga í ESB. 

Í Landsdómi sögðu þau ráðherrarnir Össur og Jóhanna að þau hafi verið alveg róleg frá maí 2008.

Því að þá hafi þau lesið rit Seðlabankans Fjármálastöðugleiki.  Hér neðar má sjá tilvitnanir í þann lestur.

Það er alvarlegt lögbrot að ljúga sem vitni fyrir dómi.

Fyrir Landsdómi útlistuðu þau Össur og Jóhanna að þau hafi lítinn áhuga á efnahagsmálum og skilji ekkert í þeim. 

Slíkt fólk á alls ekki að vera í forystu þjóðar á alvarlegum tímum og það einmitt í efnahagsmálum.

Það kann vel að vera rétt að jafnaðarmenn ættu að sækja fram. 

En flokk sem einatt velur sér því meiri fífl til forystu sem ástandið verður alvarlegra er ekki hægt að kjósa. 

Það er útrætt mál.   

Sú afsökun Jóhönnu, að Davíð Oddson hefði átt að lesa þetta fyrir hana, er aumingjaleg svo ekki sé nú  meira sagt.    

Úr Fjármálatíðindi, maí 2008:   (Leturbreyting VJ.) 

"...Atburðarás sem hófst eftir mitt síðasta ár og afleiðingar hennar á alþjóðlegum fjármálamarkaði voru óvæntar. Áhættusækni vék fyrir áhættufælni og ekki sér fyrir endann á óvissu sem birtist m.a. í lausafjárþrengingum og áhyggjum af efnahagshorfum.

...Seðlabankinn gerði ekki ráð fyrir að veðrabrigðin yrðu svo skörp sem raun ber vitni. Í skýrslu bankans í fyrra var engu að síður varað við hættum sem framundan kynnu að vera.

...Í niðurstöðukafla skýrslunnar sagði: „Seðlabanki Íslands leggur áherslu á að skilyrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum geta breyst skyndilega til hins verra. Því er rík ástæða til þess að hafa vara á og viðbúnað til þess að mæta erfiðari aðstæðum. Tími lausafjárgnóttar og lágra vaxta sem er óskaumhverfi áhættusækinna fjárfesta kann að breytast fyrr en varir.”

...Töp af þessum og öðrum áhættusömum fjárfestingum hafa komið illa niður á fjölda banka í Bandaríkjunum og Evrópu.

...Framboð á skammtímalánsfé dróst verulega saman þar sem bankar hömstruðu lausafé og vantreystu hver öðrum í viðskiptum sín á milli.

...Fjöldi banka hefur orðið að afskrifa háar fjárhæðir sem hefur veikt eiginfjárstöðu þeirra

...Bankarnir voru á margan hátt vel búnir undir að mæta lausafjárþrengingum og efnahagslegum áhrifum þeirra á starfssvæðum sínum. Að nokkru má rekja það til viðbragða þeirra við andstreyminu sem þeir mættu á fyrri hluta árs 2006 en sá vandi var ekki alþjóðlegur.

takast þeir á við lækkun eignaverðs, hækkun fjármagnskostnaðar og takmarkaðan aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum.

...Nauðsynlegt er þó að benda á áhættuþætti sem gætu reynst erfiðir viðfangs við þær aðstæður sem framundan kunna að vera.

...Á liðnu ári hækkaði hlutfall stórra áhættuskuldbindinga af eigin fé bankanna sem og hlutfall eignarhaldsfélaga í útlánum. Ástæða er til að gefa þeirri þróun gaum. Þá er enn töluvert um útlán með veði í hlutabréfum. Verðmæti veðanna hefur lækkað á síðustu misserum.

...Skilyrði á helstu markaðssvæðum bankanna eru viðunandi en óvissa hefur aukist.

...Ójafnvægið í þjóðarbúskapnum sem fjallað hefur verið um í Fjármálastöðugleika undanfarin ár hefur nú m.a. leitt til snarprar gengislækkunar krónunnar. Hún veikir efnahagsreikning heimila og fyrirtækja sem á undanförnum árum hafa aukið skuldir sínar og tekið á sig gjaldmiðlaáhættu.

...Við eðlilegar aðstæður á banki sem hefur viðunandi eiginfjárstöðu ekki að eiga erfitt með að fjármagna starfsemi sína. Vegna óvissu og áhættufælni hefur aðgengi að fjármagni verið takmarkaðra en áður og lánshæfi hefur skerst. Þessar aðstæður hafa meiri áhrif á íslensku bankana en ella þar sem erlend markaðsfjármögnun er stór hluti af skuldum þeirra.

...Brýnasta verkefni bankanna í bráð er að tryggja aðgang að erlendu lánsfé og minnka lánsfjárþörf. Þá skiptir traust fjárfesta og innstæðueigenda mjög miklu. Ólíklegt er að skilyrði á alþjóðlegum mörkuðum batni verulega innan tíðar...

...Því hefur verið haldið fram að íslensku bankarnir séu orðnir of stórir. Það má til sanns vegar færa ef stórfellt fjármálaáfall yrði ekki umflúið og íslensk stjórnvöld stæðu ein að úrlausn áfalls sem tæki til

...Helstu áhættuþættirnir fyrir fjármálakerfið eru tilgreindir í töflu hér á eftir

...Þeir eru viðkvæmur gjaldeyrismarkaður og tregt aðgengi að fjármagni sem felur í sér skammtímaáhættu... 

...Sömu þættir voru tilgreindir í síðustu skýrslu en staða bankanna hefur veikst frá því sem þá var, einkum vegna minna framboðs lánsfjár á alþjóðamarkaði.

...Margt af því sem talið var til áhyggjuefna í síðustu skýrslu hefur þegar komið fram, svo sem lækkun á gengi krónunnar, lækkun hlutabréfaverðs, kólnun fasteignamarkaðar, hækkun vaxtaálags og fleira.

...Viðbúið er að glíma þurfi við fjölþætta áhættu en lágmarka þarf líkur á fjármálaáfalli sem skaðað gæti afkastagetu efnahagslífsins og lífskjör.

...Viðskiptahallinn og hugsanlegar breytingar í vaxtamunarviðskiptum fela enn í sér hættu á flökti og gengislækkun umfram það sem þegar er orðið.

...Gjaldeyrismarkaður, bæði stundar- og skiptamarkaður, er háður þremur viðskiptavökum og er fremur grunnur.

...Bankarnir eru sjálfir vel varðir fyrir lækkun gengis en hluti lánþega þeirra lítt eða ekki varinn fyrir sveiflum í gengi.

...Vegna markaðsfjármögnunar og óbundinna innlána skiptir lánshæfi bankanna miklu sem og aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum. Bankarnir hafa brugðist við breyttum aðstæðum en því þarf að fylgja eftir.

...Aðgengi að fjármagni er takmarkaðra en áður og lánshæfismat hefur lækkað.

...Lausafjárstaða bankanna hefur verið viðunandi en á hana reynir í ár..."
mbl.is Segir jafnaðarmenn geta sótt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband