8.3.2012 | 12:41
Sökin er hjá Alþingi, að hafa gengið í Evrópska efnahagssvæðið.
Eftir að Alþingi ákvað að Ísland yrði aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var landið stjórnlaust, innanlands, í bankamálum.
Alþingi og framkvæmdavaldið voru skuldbundin til að setja ekki aðrar reglur en þær sem giltu á EES.
Lagasetningarvaldið í bankamálum Íslendinga var komið til Evrópusambandsins (ESB).
Þar sem Íslendingar eru ekki í ESB hefði verið hægt að segja upp EES samningnum árið 2005.
Sem var síðasta árið til að bjarga íslenska bankakerfinu miðað við þær aðstæður sem urðu eftir það.
Þar sem mikill meirihluti utanríkisviðskipta Íslands er við lönd í EES kom engum til hugar að ganga þaðan út.
Íslenskir alþingismenn höfðu ekki minnsta grun um hvað fólst í samningnum um EES eins og síðar kom í ljós.
Til dæmis þá eftirá túlkun ESB að íslensk stjórnvöld ættu að bera ábyrgð á innstæðum í einkabönkum.
Og stóru ríkin í ESB hafa markmisst unnið að því að þröngva þeirri lögskýringu inn á Íslendinga.
Alveg nákvæmlega eins og allt gengur fyrir sig í Evrópusambandinu.
Þar sem forseti Frakklands og kanslari Þýskalands funda einir um evruna.
Og sýnir nákvæmlega hvernig Evrópusambandið myndi hugsa um hagsmuni Íslendinga.
Nú er öllum orðið ljóst að ábyrgð á íslenska bankakerfinu liggur ekki hjá Geir H. Haarde persónulega.
Þjóðin, flestir alþingismenn og saksóknarar Alþingis hafa því enga sannfæringu fyrir sekt.
Og eru því eðlilega ekki að sækja vitni til útlanda, einungis til að tefja málið.
Mál sem þegar er orðið þjóðarskömm, eins og það er vaxið að saksækja einungis einn ráðherra.
Pólitískar ofsóknir og sjúklegt hefndaræði sem gæti snúist síðar að upphafsmönnunum sjálfum.
Ekki sá uppbyggilegi baráttuandi sem okkur vantar inn í framtíðina.
Hreiðar Már mætir eftir hádegi í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Facebook
Athugasemdir
Góður Viggó, eins og svo oft áður, einkum hér framan af mestallri greininni, í því sem þú segir um samninginn ofarsæla um Evrópska efnahafssvæðið.
Nú ætlast þeir jafnvel til, með nýrri tilskipun, sem bíður okkar að innfæra hér í lög, að við tryggjum allar innistæður í bönkunum upp að 100.000 evrum (16 og hálfri milljón) og gerum það með BEINNI RÍKISTRYGGINGU, um leið og krafan um greiðslu tryggingarinnar er stytt úr nokkrum mánuðum niður í 2–3 daga!!!
Þetta eitt ætti að nægja til að sýna, hvað þetta er GEÐVEIKT!
Jón Valur Jensson, 8.3.2012 kl. 14:04
Er eitthvað í dag sem segir okkur að við getur ekki farið úr þessu EES samstarfi...
Að það verði hægt að gera okkur hin almenna skattborgara ábyrga fyrir þessum upphæðum ef að bankarnir haga sér nú ílla sem virðist vera ekkert mál hjá þeim ef út í það er farið á ekki að vera hægt...
Það að setja svona í lög gerir það að verkum að kæruleysi verður ofaná vegna þess að það verður þá gengið út frá því að öllu verður bjargað hvort sem er....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.3.2012 kl. 16:11
Þakka þér Jón Valur sem fyrr.
Já hugsaðu þér bara reglusetningaræðið hjá þessu fólki.
Svo verður refurinn friðaður og heimilt að flytja hér inn hrátt kjöt og þar með talið hundaæði
og fjölda annarra dýrasjúkdóma sem við höfum verið laus við.
Allt í lagi af að þeir eru í Evrópu og þá skulum við fá þá líka.
Og hvað með hvalveiðarar?
Viggó Jörgensson, 9.3.2012 kl. 22:19
Það heitir umboðsvandi í fræðunum Ingibjörg Guðrún.
Þegar menn eru að valsa með hagsmuni annarra og eigendurnir ekki til staðar að líta eftir hagsmunum sínum.
Og þeir sem aldrei eiga vona á neinum afleiðingum gjörða sinna persónulega
geta auðvitað látið vaða á súðum ef þeir vita að öllu verði bjargað hvort eð er á annarra kostnað.
Við höfum mikla viðskiptahagsmuni gagnvart EES löndunum.
En þær þjóðir eru ekki að kaupa t. d. fiskinn okkar af því að þeim þyki svo vænt um okkur.
Þær eru að kaupa hann af því að þær fá ekki betri, ferskari og ómengaðri fisk annars staðar.
Við getum vissulega sagt upp EES samningnum.
T. d. ef EFTA dómstóllinn dæmir okkur til að borga eitthvað bull.
EFTA dómstóllinn dæmir algerlega eftir nótum ESB dómstólsins.
Það sést vel á umræðunni í þjóðfélaginu og fjölmiðlum að menn átta sig ekki á þessum möguleika.
Ef þið dæmið einhverja vitleysu þá förum við ekki eftir því, heldur segjum EES samningnum upp.
Viggó Jörgensson, 9.3.2012 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.