Hvað líður rannsókn á markaðsmisnotkun vogunarsjóða.

Fyrir um þremur árum setti ég hér inn á bloggið breska grein um gamlan og virðulegan enskan banka.

Sá á vogunarsjóði í svokölluðum skattaparadísum á eyjum niður við miðbaug í fyrrum nýlendum Breta.

Einn af þessum vogunarsjóðum stofnaði félag með fáránlegu nafni er keypti hluti í Glitni og Kaupþing.

Það var gert hinu megin á hnettinum í gegnum kauphöll í Japan.

Þessi vogunarsjóður keypti sér svo tryggingu þannig að hann græddi á því að þessir bankar færu í þrot.

Slíkir aðilar virðast hafa gert áhlaup á íslensku krónuna árið 2001. 

Gert aðsúg að íslenska bankakerfinu, og þar með íslensku efnahagslífi, oftar en einu sinni, t. d. árið 2006. 

Og enn gerðu einhverjir skipulagt áhlaup á íslensku krónuna, rétt fyrir páskanna árið 2008. 

Hér er um að ræða aðila sem hagnast á nýlegum og sjúklegum aðferðum á fjármálamarkaði. 

Þessir aðilar hafa hagnað af því að koma fyrirtækjum, bönkum, gjaldmiðlum og hagkerfum í vandræði.

Þeir dreifa kerfisbundið slæmum upplýsingum, réttum eða röngum, eftir að þeir hafa tekið sér stöðu  gegn viðkomandi. 

Þannig sáum við furðulega ýkt viðbrögð vegna frétta af íslensku fyrirtæki, Gnúpi, sem komust í heimspressuna. 

Þarna voru augljóslega mjög öflugir aðilar sem komu þessum ómerkilegu upplýsingum inn á helstu fjölmiðla.

Augljóslega í þeim tilgangi að grafa undan íslenskum fyrirtækjum, bönkum, gjaldmiðli og efnahagslífi. 

Í viðtali við Jón Sigurðsson, þá formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins í blaðinu Moment, kemur hann inn á þetta.

Hann segir íslenska Fjármálaeftirlitið í samstarfi við yfirvöld annarra landa sem þá voru að rannsaka þetta mál. 

Veit einhver hvað kom út úr þeirri rannsókn?

Og hverjir hinu seku eru?

Það er nefnilega nauðsynlegt að Íslendingar þekki sína andskota og þjóðaróvini.

Og hvort þetta séu t. d. þeir sömu og eiga, um þessar mundir, mestan hlut í íslenska bankakerfinu.

Eða hvort þetta séu þeir sem bíða í ofvæni eftir að gjaldeyrishömlum verði aflétt. 

Svo að þeir komist burt með þýfið.  

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vildi stöðva Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband