Flutningur í dótturfélög hefði flýtt fyrir falli bankanna.

Aðalatriðið í Landsdómshaldi gærdagsins var ábending Arnórs Sigurjónssonar aðstoðarbankastjóra Seðlabankans.

Sem ítrekaði að það voru hinar íslensku höfuðstöðvar bankanna sem vantaði erlendan gjaldeyri.

Og fóru því að safna erlendum innlánum, einkum í Bretlandi og Holllandi. 

Mun minna gagn hefði verið að slíkri innlánssöfnun undir hatti erlendra dótturfélaga. 

Þá hefðu viðkomandi yfirvöld, í þeim löndum, haft fleiri ráð til að halda því fjármagni innanlands. 

Um það snérust einmitt kröfur Breta á árinu fyrir hrun.  Kröfur þeirra um hærri bindiskyldu innan Bretlands.

Kvartanir og kröfur Breta voru vegna þess að innlánin færu nær öll til höfuðstöðva íslensku bankanna á Íslandi. 

Þeir gerðu kröfu um að innlánin væru bindisskyld í Bretlandi í miklu meira mæli en bankarnir gátu þá  ráðið við.

Undir lokin voru Bretar orðnir öskureiðir yfir flutningi Kaupþings á stórum fjárhæðum til Íslands. 

Og veltu þá íslenska bankakerfinu fram af brúninni.  

Furðulegt er að í Landsdómi séu heilu dagarnir ónýttir í að ræða um ómöguleika og útópíu. 

Eins og á stóð var íslensku bönkunum ekki hálft gagn að innlánssöfnun undir hatti dótturfélaga erlendis. 

Eins og að það hefði þá bjargað einhverju að koma innlánsstarfsseminni í það form þegar herti meira að. 

Þegar aðstoðarbankastjóri Seðlabankans er búinn að benda á að það hefði einmitt verið öfugt.

Reglur Evrópusambandsins áttu fullkomna sök á bankahruninu hérlendis.

Reglur er Íslendingar skuldbundu sig til að fara eftir, samkvæmt þjóðarétti, með aðild sinni að EES.

Íslensk yfirvöld innleiddu samninginn í íslensk lög eins og samið var um við inngönguna í EES. 

Eftir það höfðu íslensk yfirvöld nær ekkert sjálfstætt lagasetningarvald um bankamál á Íslandi. 

Það er því fáránlegt að fjalla um hvort stjórnvöld hefðu átt að setja þessar reglur eða hinar.

Stjórnvöld sem engar reglur gátu sett, né gripið til neinna gagnlegra ráða, eftir að gengið var í EES. 

Það eina sem stjórnvöld hefðu getað gert var að segja upp samningnum um EES árið 2005. 

Eftir það veltust íslensk bankamál einfaldlega eftir veðri og vindum alþjóðlegra fjármálamarkaða.

Með aðferðum sem okkar verstu pörupiltar höfðu lært í Ameríku.  

Svo vitlaust var kerfið að allar upplýsingar voru meira og minna leyndarmál á milli stofnanna stjórnvalda.

Engin einn aðili hafði því yfirsýn yfir þróunina, stöðuna eða einstaka atburði.  

Það var einmitt íslenskt samfylkingarfólk sem tróð þessum EES samningi upp á Íslendinga.

Og nú vill Samfylkingin ganga alveg inn í ESB og slátra okkur sem sjálfstæðri þjóð. 

Þá yrðum við aftur þrælar eins og á miðöldum, með leiguhirðstjóra úr Samfylkingunni en ekki danska.

Það yrði nú mestur munurinn að hafa Össur Skarphéðinsson delerandi sem hirðstjóra. 

Frekar en Jón skráveifu og Smið Andrésson.   

Finnst mönnum ekki komið nóg af evrópskri stjórn á málum okkar? 


mbl.is Vill stöðva greiðslur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega komið nóg.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 20:49

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það var ég farinn að halda líka,  þakka þér Ingibjörg Guðrún.

Viggó Jörgensson, 8.3.2012 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband