Hótanir eru vinnulag Jóhönnu.

Stjórnmálaferill Jóhönnu er samfelld röð af heimtufrekju og hótunum. 

Að heimta og hóta eru hennar sterkustu hæfileikar.

Nú hótar hún að hrinda Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur niður í gólfið úr forsetastólnum á Alþingi.

Hvort sem hún hefur til þess þingstyrk eða ekki. 

Enn eitt dæmið um að Jóhanna Sigurðardóttir er fullkomlega vanhæf til að húka á stól forsætisráðherra.

Starfi sem felst í því að laða fram það besta hjá sínu samstarfsfólki.  

Enda lítur þjóðin ekki á hana sem forsætisráðherra frekar en gamla skán í suðupotti. 

Og ekki frekar en Halldór Ásgrímsson sem fékk stólinn fyrir snuð svo að hann hætti að suða.     


mbl.is Ekki útilokað að Ásta R. víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er hægt að una við að svona manneskja hafi yfirstjórn á æðstu ráðamönnum þjóðar? 'Eg segi nei, það kann ekki góðri lukku að stýra að stjórna með hatri og hefnd.  Enda eru stjórnmálin í dag á sífelldri niðurleið og þótti mörgum hún ekki beysin fyrir, en það er víst endalaust hægt að bora sig neðar í drullupollinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2012 kl. 18:05

2 identicon

Sæll.

Mikið til í orðum ÁCÞ.

Ég veit ekki betur en þingmenn séu einungis bundnir af samvisku sinni og ef samviska þeirra hefur í för með sér einhverjar hefndaraðgerðir þykir mér undarlegt ef slíkt er ekki ólöglegt.

Listinn yfir þau atriði sem valda því að Jóhanna er ekki hæf í starf sitt er langur. Hvað þykist hún hafa skapað mörg störf í landinu? Hver er staða efnahags- og atvinnumála? Hver er staðan í fjármálum meðalfjölskyldunnar? Mín staða versnar á milli mánaða þökk sé stjórnvöldum sem og sveitarstjórnarfulltrúum mínum.

Helgi (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 19:05

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Alveg nákvæmlega, Ásthildur og Helgi.

Viggó Jörgensson, 25.1.2012 kl. 03:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég segi nú eins og Birgitta með öðrum formerkjum þó ég á ekki orð yfir meðferðinni á Ástu Ragnheiði,  fólkið er augljóslega gjörsamlega veruleika fyrrt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 14:15

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Annað hvort það eða í algerri afneitun.

Hvort sem það er þá eru þau algerlega ófær um sitja við stjórn landsins.

Enda er þessi ríkisstjórn ekki annað en starfsstjórn sem ætlar að hanga fram yfir kosningar.

Þau eru að hugsa um eftirlaunin.   

Viggó Jörgensson, 25.1.2012 kl. 18:45

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Get alveg tekið undir það, en eigum við engan mótleik þarna?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 18:48

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Einnig er Jóhanna byrjuð að hóta Guðbjarti Hannessyni um að það verði mögulega aftur skipt út ráðherrum.

Jóhanna hefur ekki þingstyrk til að skipta út Ástu Ragnheiði. 

Og ég er alls ekki viss um að hún styrk í eiginn þingflokki til að sparka út Guðbjarti Hannessyni. 

Viggó Jörgensson, 25.1.2012 kl. 18:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er hann ekki einn af vonarstjörnum þessa margskipta flokks?  Traustur og góður maður.  Það virkar ekki fyrir harðstjóra með veruleikafirringu.  Þeir hljóta hreinlega að losa sig við hana þ.e. JS:

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband