24.1.2012 | 17:09
Framsóknarmenn munu ráða úrslitum.
Þessir þingmenn vilja ekki afturkalla ákæru Alþingis á Geir H. Haarde:
Álfheiður Ingadóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir (eða Árni Þór Sigurðsson), Birgitta Jónsdóttir, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Magnús M. Norðdahl (varamaður Katrínar Júlíusdóttur, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Torfadóttir, Róbert Marshall, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman.
Þetta eru 28 þingmenn.
Óvíst er um afstöðu Guðbjarts Hannessonar og einnig hvort Björgvin G. Sigurðsson mun kalla inn varamann.
Þá er ljóst að Lilja Mósesdóttir telur forsendur ekki hafa breyst en spurning hvort hún sæti hjá.
Alls eru því í mesta lagi 31 þingmaður sem fyrirsjáanlega gætu greitt atkvæði á móti niðurfellingu ákæru.
Eftirtaldir þingmenn vilja afturkalla ákæru Alþingis á Geir H. Haarde:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Árni Páll Árnason, Ásbjörn Óttarson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján L. Möller, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Norðdal, Pétur Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.
Alls eru þetta 29 þingmenn.
Þá eru ótaldir þingmenn Framsóknarflokksins þeir Birkir Jón Jónsson, Höskuldur Þórhallsson og Vigdís Hauksdóttir.
Þau munu annað hvort fylgja því að fella niður ákæru á Geir H. Haarde einan, eða sitja hjá.
Nú er því líklegast að Alþingi muni afturkalla ákæruna á Geir H. Haarde sem er eðlileg niðurstaða.
Enda Jóhanna byrjuð að hóta Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur að sparka undan henni þingforsetastólnum.
Þó að hún sé hölt, skökk og fótaveik.
Viðbót við færslu dagsett 2. mars 2012.
Hér hef ég misreiknað Sigmund Erni Rúnarsson, hann hefur látið snúa sig niður.
Guðbjartur Hannesson er orðinn ráðherra hjá Jóhönnu og stendur því ekki við sannfæringu sína.
Jafn ómerkilegir og flúðu af hólminum
eru Björgvin G. Sigurðsson, Kristján Möller og Árni Páll Árnason.
Erfitt fyrir stjórnmálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.3.2012 kl. 16:21 | Facebook
Athugasemdir
Einnig er Jóhanna byrjuð að hóta Guðbjarti Hannessyni um að það verði mögulega aftur skipt út ráðherrum.
Jóhanna hefur ekki þingstyrk til að skipta út Ástu Ragnheiði.
Og ég er alls ekki viss um að hún styrk í eiginn þingflokki til að sparka út Guðbjarti Hannessyni.
Viggó Jörgensson, 25.1.2012 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.