5600 svona festingar í Airbus A 380

Það er starf flugvirkja og flugvélaverkfræðinga, eftir að flugvél hefur verið smíðuð.

Að fylgjast kerfisbundið með ástandinu á öllum hlutum og skipta þeim út eftir þörfum. 

Á sínum tíma kom upp svipað vandamál í bæði Boeing 747 og 737 er var að sjálfsögðu leyst. 

Þessi stærsta farþegaþota heims hefur sína barnasjúkdóma eins og við mátti búast. 

Hér er rætt um stykki er tengja ysta lag vélarinnar við burðarrima í vængjum og bol.

(Rib to skin panel attachment eða rib feet).

Sprungurnar fundust fyrst í vél ástralska félagsins Quantas er skemmdist við hreyfilsprengingu í nóv. 2010.     

Hárfínar sprungur hafa fundist í festingum í vængjum en ekki bol vélanna. 

Fyrra vandamálið snýr að götum festinganna og lausnin er að gera götin á annan hátt í framleiðslu.  

Hitt vandamálið snýr að lóðréttu hliðum festinganna (vertical web) og endanleg lausn er ekki fyrirliggjandi.

Gríðarleg átök eru að sjálfsögðu í vængjum slíkra véla og þarna kemur tvennt til greina. 

Að álagið fari yfir áætluð mörk eða hitt, sem er sennilegra, að gallar séu í framleiðslu festinganna.   

Strax og flugvirkjar finna sprungur er skipt um festingarnar sem þó er aðeins tímabundin lausn.

Því hafa flugmálayfirvöld fyrirskipað fleiri skoðanir á vængjunum en þessar reglubundnu.  

Þegar framleiddar verða sterkari festingar verður skipt um þær í öllum vélunum á tilteknum stöðum. 

Það er einmitt út af svona málum sem menn eiga ekki að taka sér far með flugvélum þriðja heimsins.

Nema þeim sem sem hafa heimild til að fljúga inn í Bandaríkin og Evrópu. 

Fjöldi t. d. afrískra flugvéla mega ekki fljúga yfir til Evrópu þar sem viðhaldið hjá þeim er í skötulíki.

Enn sést ég fullkomlega áhyggjulaus upp í t. d. þotur Flugleiða eða skrúfuþotur Flugfélagsins. 

Við þurfum að gæta þess vel að missa ekki niður gæðastaðalinn á fluginu okkar. 


mbl.is Sprungur fundust í vængjum flugvéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Viggó þó ég sé einkaflugmaður þá hef eg ekki kynnt mér Arbus A380 aldrei haft áhuga á þessum Airbus dollum en er þessi A380 hvelja ekki smíðuð all over úr málmi? það er að mínu mati alveg fárnánlegt nú til dags að nota ekki koltrefjar í nýja hönnun eins og Boeing er að gera með Dreamlinerinn.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 23:40

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Kristján ég tók líka A-próf en það var 1982.

Er því íhaldssamur í þessu eins og öðru.

Hef enga trú á vélum sem flogið er eingöngu með rafmagni og tölvudóti.

Vil hafa gömlu góðu stýrin og stjórnvírana í sínum stað.

Svo eru menn búnir að missa tilfinninguna fyrir fluginu

með þessum stýripinnum sem ekki gefa rétta tilfinningu fyrir vélinni.

Eins og sást vél í slysinu hjá Air France AF-447.

Hugsa að allir séu þeir að fylgjast með því

hvort að eitthvað komi upp á með Dreamlinerinn og koltrefjarnar.

Og svo fara þeir auðvitað allir í koltrefjarnar.

Viggó Jörgensson, 22.1.2012 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband