Enda byggð á lögvillu.

Í frávísunartillögunni er því haldið fram að um málið gildi stjórnsýslureglur.

Það er rangt.

Stjórnsýslureglur og skilgreiningu á þeim er að finna í stjórnsýslulögum nr. 37/1993. 

 Þar segir svo í 1. gr. I. kafla laganna: 

"I. kafli. Gildissvið laganna.

1. gr. Gildissvið. Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga..."

Til að skilja þýðingu fyrstu greinar laganna ber að skoða athugasemdir þær sem fylgdu frumvarpinu:   

"Athugasemdir við einstakar greinar og kafla frumvarpsins.

Um I. kafla. Í þessum kafla er fjallað um hvert skuli vera gildissvið laganna,

þar á meðal gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum.

Um 1. gr.

Gert er ráð fyrir að lögin taki til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.

Skiptir í því sambandi ekki máli hvort stjórnsýslan er í höndum sérstakra stofnana á vegum ríkis eða sveitarfélaga né heldur hvort slíkar stofnanir lúta stjórn nefnda, ráða eða stjórna, kjörinna af Alþingi eða sveitarstjórnum.

Sem fyrr segir er það hins vegar skilyrði að um sé að ræða stjórnsýslu, þ.e. þá starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þeirri þrískiptingu ríkisvaldsins sem mælt er fyrir um í 2. gr. stjórnarskrárinnar.

Þannig taka lögin ekki til löggjafarvaldsins, þ.e. starfsemi Alþingis og stofnana þess, svo sem umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar..."

Saksóknari Alþingis er stofnun sem heyrir undir Alþingi.

Það getur því ekkert verið skýrara að stjórnsýslureglur eiga ekki við um störf saksóknara Alþingis. 

(Lit- leturbreyting V.J.) 

 


mbl.is Frávísun felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Mjög góð niðurstaða.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 20.1.2012 kl. 23:08

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Góð niðurstaða laganna og vandaðra vinnubragða við lagasetningu.

Þakka innlitið Marteinn Sigurþór. 

Viggó Jörgensson, 21.1.2012 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband