20.1.2012 | 00:59
Skammast mín að tryggja þar.
Maður á þessan engan kost að hætta að skipta við Norðurál.
En við Sjóvá get ég hætt að skipta. Rétt að vinna í því.
Tryggingafélög eru einmitt til að við borgum saman, sanngjarnar tjónabætur, hvort til annars.
Ekki fyrir eigendurna að raka saman auð fjár eða stela bótasjóðunum sem þar eiga að vera til staðar.
Skamm, skamm.
Í Bandaríkjunum eru tryggingafyrirtækin yfirleitt rétt og slétt glæpastarfssemi svo að talað sé hreint út.
Þar sem mest öll starfssemin snýst um að koma í veg fyrir að fólk fái þær bætur sem það á rétt til.
Öllu þarf að snúa við sem Íslendingar hafa lært í amerískum viðskiptum.
Eða senda námsmennina út aftur.
´
Málarekstur í höndum Sjóvár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:03 | Facebook
Athugasemdir
Sammála! Mál tryggingafélaganna er eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórnin hefði átt að vera að skoða, og breyta lögum í kring um þau. Þetta segi ég vegna þess að ég hef lent í málarekstri við þau, sá málarekstur tók sjö ár, og var búin að fara fyrir Héraðsdóm,læknaráð,aftur fyrir Héraðsdóm, óteljandi læknaskoðanir,endaði fyrir Hæstarétti og þá var samið við tryggingafélagið um greiðslur. Annað dæmi: var með innbústryggingu sem ég greiddi af í mörg ár og þurfti sem betur fer aldrei að nota,þar til dag einn nýverið að það kviknaði í einu tækinu,ég fór og ætlaði að láta reyna á trygginguna, en nei heimilistækið var orðið of gamalt sögðu þeir,en eftir þó nokkurt þref fékk ég greiðslu sem svarar til helmings kosnaðar á nýju tæki mínus sjálfsábyrgð. Mér finnst nú að ef fólk kaupir tryggingar og greiðir af þeim, þá eigi það að fá greiðslur refjalaust, en ekki alltaf einhverjar mótbárur,og ábendingu um að þetta eða hitt hafi staðið í smáaletrinu.
Sandy, 20.1.2012 kl. 06:26
Ekki gleyma því að Sjóvá er "ríkisvátryggingafélag Íslands" í samræmi við þjóðnýtingarstefnu VG.
Ég hef aldrei skilið það og sé verulega eftir þeim skattpeningum sem fóru í að endurreisa Sjóvá eftir að Milestone og félagar voru búnir að ryksuga allan bótasjóðinn.
Þeir menn sem stóðu að þeirri glæpsamlegu hegðun að ræna bótasjóðinn hefðu átt að vera fyrir lifandis löngu komnir í ævilangt fangelsi og búið að gera allar mögulegar eigur þeirra upptækar. Þarna var og er enginn vafi á glæpsamlegri hegðun og því með öllu óskiljanlegt af hverju það virðist ekkert vera að gera í rannsókn og saksókn þeirra mála.
Hitt er svo annað mál að það var algjörlega forkastanlegt af hálfu Steingríms J. Sigfússonar að dæla á annan tug milljarða inn í félag sem einfaldlega var komið á hausinn.
"Ríkisvátryggingafélagið" launar svo skattgreiðendum landsins greiðann með því að neita jafn sjálfsögðum bótagreiðslum og í tilfelli þeirrar hetju sem kom samstarfsmanni sínum til hjálpar.
Jón Óskarsson, 20.1.2012 kl. 08:09
Hæstiréttur og héraðsdómur ekki sammála. Hvar liggur þekkingarskorturinn? Eða eru kannski mútur?
Tryggingafélög á Íslandi eru , samber lýsingu á þeim Amerísku, glæpafyrirtæki.
Þegar ég tryggði í fyrsta skipti hjá skandinafísku tryggingafyrirtæki, tók það mig langann tíma að átta mig á því, hvað var innifalið í tryggingunni og þá sá ég hverslags þjófagengi stýra þeim Íslensku.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 08:20
Þakka þér kærlega innleggið Sandy.
Þeir borguðu þér sem sagt loks eftir 7 ár þegar
málið var svo komið til Hæstaréttar.
Minnir töluvert á vinnubrögðin Ameríku.
Svo eru þeir alltaf að lagfæra hjá sér smáaletrið
eins og þú nefnir í seinna dæminu.
Ég hef einnig séð tryggingaskilmála í einhverju sem þeir
kalla málskostnaðartryggingu.
Þar eru undanþágurnar nokkurn veginn allt það sem venjulegt fólk
gæti lent í málshöfðun með.
Tryggingin gæti vart verið ónýtari.
Hvað á að kalla svona viðskipti við fólk sem ekkert þekkir til???
Viggó Jörgensson, 22.1.2012 kl. 00:28
Þakka þér kærlega Jón.
Ég held að ríkið hafi tekið Sjóvá í fangið rétt eins og bankanna.
Þjóðfélagslegir hagsmunir, stórs hluta almennings lá þarna undir.
Steingrímur lofði því þegar hann var í stjórnarandstöðu.
Að hans fyrsta verk í ríkisstjórn yrði einmitt að setja alla
fjármálamenn í farbann eða tugthús.
Frysta og kyrrsetja allar eigur þeirra og aldeilis hreinsa til.
Hans fyrsta verk var svo að skjótast fyrir Baug í Landsbankann.
Og gæta þess að þau héldu fjölmiðlaveldinu.
Veit ekki annað en að sérstakur saksóknari sé að rannsaka
þetta bótasjóðsmál hjá Sjóvá og þaðan fer einhver í tugthús.
En ekki víst að það verði þeir réttu.
Sammála þér í því að einhver ætti að fjúka uppi í Sjóvá
eftir þennan hæstaréttardóm.
Viggó Jörgensson, 22.1.2012 kl. 00:37
Þakka þér kærlega V.Jóhannsson sem fyrr.
Þetta er mjög áhugavert, þessi munur á íslenskum tryggingafélögum
og þeim í skandinavíu. Maður þarf að kynna sér það við tækifæri.
Héraðsdómstólar eiga ekki að taka frumkvæði í dómsmálum.
Þeir eiga að halda sig við línuna frá Hæstarétti og vera íhaldssamir.
Það er hlutverk Hæstaréttar að þróa réttinn.
Breyta fyrri fordæmum sínum hafi þeir til þess þjóðfélagsleg rök.
Sem verða þá að vera, að eitthvað hafi breyst eða þróast.
Hef alls enga trú á að hægt sé að múta þeim í Hæstarétti.
Við neytendur eigum hins vegar að taka á tryggingafélögunum.
Hérlendis vantar hins vegar töluvert upp á það.
Viggó Jörgensson, 22.1.2012 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.