15.1.2012 | 23:40
Ölgerðin átti sjálf að vita betur.
Aulaleg mistök sagði forstjórinn.
Það er langt fyrir neðan allan aulahátt að hafa ekki FULLVISSAÐ SIG sjálfur um að allt væri í lagi.
Og þá er ég að tala um þá sem tóku þá ákvörðun að selja saltið til manneldis.
Það er engin afsökun að hafa haldið að það væri í lagi.
Viðkomandi bar skylda til að sannreyna það.
Það hlýtur að vera einhvers staðar til fangaklefi fyrir viðkomandi.
Því þar á hann að vera eins og aðrir sem eru kannski að eitra fyrir almenningi.
Um tilræði, hvers konar, við almenning er sérstakur kafli í almennum hegningalögum.
Þar fyrir utan á Matvælastofnun eða Landlæknir að stjórna því hvers konar salt er flutt hingað.
Ýmis konar efnum er bætt í borð salt til manneldis t. d. joði sem varla væri ráðlegt hérlendis.
Slíkar ákvarðanir eiga augljóslega ekki að takast í Ölgerðinni.
Nú er mínum viðskiptum við það fyrirtæki lokið.
Kominn með bjúg af öllu þessu salti þeirra.
Og sýnist feitur.
Stofnanir deila um salt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Athugasemdir
Ætlarðu semsagt að hætta viðskiptum við Ölgerðina, sem gerði ekkert annað en selja löglega vöru.
En halda áfram að kaupa vörur frá Mjólkursamsölunni og fleirum, sem hafa selt þér afurðir úr þessu sem þær væru matur?
Ef þú vilt vera ábyrgur neytandi mæli með því að lesa vandlega listann yfir þá sem keyptu þetta af Ölgerðinni.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2012 kl. 09:26
... og fylgjast svo með viðbrögðum þeirra í kjölfarið.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2012 kl. 03:03
Aldeilis ekki lögleg vara til manneldis, Guðmundur.
Læknirinn segir að ég sé of feitur og því er þetta ágætt tilefni til að hætta að drekka gos.Viggó Jörgensson, 17.1.2012 kl. 14:47
Það sem ég átti við var að hún var lögleg til þess að selja hverjum sem vildi kaupa. Vissulega var hinsvegar notkun hennar í matvælaframleiðslu ólögmæt.
En það er forvitnilegt að fylgjast með því hvernig kaupendurnir keppast um að lýsa því yfir að þeir hafi bara keypt einn poka og bara notað hann á hálkuna.
Kannski óvart misst helminginn yfir frönsku kartöflurnar eða út í kryddblönduna. En ekkert alvarlegt, það hefur allavega enginn kvartað hingað til.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2012 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.