15.1.2012 | 23:31
Mistök eru ekki rétta orðið.
Það er súrrealískt að þessi maður hafi verið yfirmaður öryggismála.
Hann hlýtur að hafa tekið "...alla kösina í aðra nösina..."
Að vera á 114 þúsund tonna skipi, uppi í harða grjóti, er eitthvað meira en mistök.
En hvað hefur maður ekki séð til Ítala.
Berlusconi stjórnaði landinu. Glæpamaður sem átti fjölmiðlanna.
Bara eins og hérlendis.
Að hluta.
![]() |
Skipstjórinn gerði mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2012 kl. 04:29 | Facebook
Athugasemdir
....og þjóðarskútu okkar var silgt í strand og heldur lítið hefur farið fyrir björgunaraðgerðum og stórum hluta farþeganna hefur hreinlega verið hent fyrir borð af skipstjórnarmönnunum.....!!!
Ómar Bjarki Smárason, 16.1.2012 kl. 00:40
Það er ein leiðin til að lýsa því.
Og sumir komust á fleka til Noregs.
Þakka innlitið Ómar Bjarki.
Viggó Jörgensson, 16.1.2012 kl. 02:21
Það sem er kallað í dag "dómgreindarskortur" hjá skipstjóra hét fyllirí þegar ég ég var sjómaður. Reyndar í öllum tilvikum sem ég man eftir...Nema að þessi skipstjóri hafi setið á barnum og drukkið kaffi...
Óskar Arnórsson, 16.1.2012 kl. 23:45
Því trúi ég vel Óskar.
Þó að hann hafi ætlað að gleðja yfirþjóninn með því að sigla þarna eftir fjörunni.
Þá á maður bágt með að trúa þessu nema maðurinn hafi verið undir einhverjum áhrifum.
Af einhverju fleiru en kaffinu.
Viggó Jörgensson, 17.1.2012 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.